„Þetta er svona skjálfti sem ég held að gangi yfir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. mars 2023 21:01 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir eftirlit með bönkunum hér á landi hafa verið eflt verulega á síðustu árum. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir eftirlit með bönkunum hafa verið eflt verulega á síðasta rúma áratug en hrun bandaríska bankans Silicon Valley sýni fram á mikilvægi þess að regluverkið um bankastarfsemi og fjármálafyrirtæki sér sterkt. Fall tveggja bandarískra banka hefur valdið nokkrum titringi á fjármálamörkuðum um heim allan meðal annars hér á landi. Annar þeirra Silicon Valley bankinn, er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum, og er gjaldþrot hans stærsta fall bandarísks banka frá árinu 2008. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir fall bankans sýna fram á mikilvægi þess að eftirlit með bönkum og fjármálastofnunum sé öflugt. „Menn víðar spyrja sig hvort það geti verið veikleikar annars staðar. Þetta bara dregur fram mikilvægi þess að regluverkið um bankastarfsemi og fjármálafyrirtæki sé sterkt og ég tel að við höfum umbylt því á undanförnum rúmum áratug og stöndum bara nokkuð traustum fótum. Þetta hefur áhrif á markaðina mjög víða og birtist í verði hlutabréfa og álagi á fjármögnun og annað þess háttar og er að gerast þegar verðbólga er að mælast há og vextir hafa verið að hækka þannig að það eru áskoranir fyrir fjármálakerfin að fara í gegnum svona.“ Bjarni á von á að áhrifin af falli bankans muni fjara út. „Þetta er svona skjálfti sem ég held að gangi yfir og eftir stendur og það mun koma í ljós að hér heima fyrir, eins og sakir standa, er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af fjármálastöðugleika.“ Íslenskir bankar Fjármálamarkaðir Bandaríkin Tengdar fréttir Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum Gjaldþrot Silicon Valley Bank (SVB) sýnir að sú stefna sem fjármálayfirvöld hafa rekið í einn og hálfan áratug var röng. Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum. Fleiri bankar glími við samskonar vanda og SVB en það stefnir þó ekki í aðra bankakrísu, segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. 14. mars 2023 15:00 Traust á fjármálakerfinu ekki komið aftur eftir hrun Íslenskur hagfræðiprófessor segir að óróleiki vegna falls tveggja bandaríska banka bendi til þess að traust fólks á fjármálakerfinu sé ekki komið aftur þrátt fyrir að fimmtán ár séu liðin frá bankahruninu. Fátt bendi þó til þess að bankarnir hafi fallið vegna kerfislægs vanda. 13. mars 2023 23:14 Biden segir bankakerfið standa traustum fótum Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti að bankakerfið væri traust þrátt fyrir fall tveggja banka á skömmum tíma. Landsmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af innistæðum sínum og skattgreiðendur yrðu ekki látnir borga reikninginn. 13. mars 2023 18:57 Gjaldþrot banka í Kísildal smitast til fjármálamarkaða á Íslandi Gjaldþrot bankans Silicon Valley Bank í Bandaríkjunum hefur leitt til verðlækkana á hlutabréfamörkuðum um allan heim og breytt spám um stýrivaxtahækkanir. Hérlendis hafa verið umtalsverðar lækkanir á hlutabréfum og krafa á óverðtryggð ríkisskuldabréf lækkaði vegna væntinga um að Seðlabankinn hækki stýrivexti minna en áður var talið. 13. mars 2023 16:40 Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49 Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10. mars 2023 20:45 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Fall tveggja bandarískra banka hefur valdið nokkrum titringi á fjármálamörkuðum um heim allan meðal annars hér á landi. Annar þeirra Silicon Valley bankinn, er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum, og er gjaldþrot hans stærsta fall bandarísks banka frá árinu 2008. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir fall bankans sýna fram á mikilvægi þess að eftirlit með bönkum og fjármálastofnunum sé öflugt. „Menn víðar spyrja sig hvort það geti verið veikleikar annars staðar. Þetta bara dregur fram mikilvægi þess að regluverkið um bankastarfsemi og fjármálafyrirtæki sé sterkt og ég tel að við höfum umbylt því á undanförnum rúmum áratug og stöndum bara nokkuð traustum fótum. Þetta hefur áhrif á markaðina mjög víða og birtist í verði hlutabréfa og álagi á fjármögnun og annað þess háttar og er að gerast þegar verðbólga er að mælast há og vextir hafa verið að hækka þannig að það eru áskoranir fyrir fjármálakerfin að fara í gegnum svona.“ Bjarni á von á að áhrifin af falli bankans muni fjara út. „Þetta er svona skjálfti sem ég held að gangi yfir og eftir stendur og það mun koma í ljós að hér heima fyrir, eins og sakir standa, er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af fjármálastöðugleika.“
Íslenskir bankar Fjármálamarkaðir Bandaríkin Tengdar fréttir Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum Gjaldþrot Silicon Valley Bank (SVB) sýnir að sú stefna sem fjármálayfirvöld hafa rekið í einn og hálfan áratug var röng. Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum. Fleiri bankar glími við samskonar vanda og SVB en það stefnir þó ekki í aðra bankakrísu, segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. 14. mars 2023 15:00 Traust á fjármálakerfinu ekki komið aftur eftir hrun Íslenskur hagfræðiprófessor segir að óróleiki vegna falls tveggja bandaríska banka bendi til þess að traust fólks á fjármálakerfinu sé ekki komið aftur þrátt fyrir að fimmtán ár séu liðin frá bankahruninu. Fátt bendi þó til þess að bankarnir hafi fallið vegna kerfislægs vanda. 13. mars 2023 23:14 Biden segir bankakerfið standa traustum fótum Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti að bankakerfið væri traust þrátt fyrir fall tveggja banka á skömmum tíma. Landsmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af innistæðum sínum og skattgreiðendur yrðu ekki látnir borga reikninginn. 13. mars 2023 18:57 Gjaldþrot banka í Kísildal smitast til fjármálamarkaða á Íslandi Gjaldþrot bankans Silicon Valley Bank í Bandaríkjunum hefur leitt til verðlækkana á hlutabréfamörkuðum um allan heim og breytt spám um stýrivaxtahækkanir. Hérlendis hafa verið umtalsverðar lækkanir á hlutabréfum og krafa á óverðtryggð ríkisskuldabréf lækkaði vegna væntinga um að Seðlabankinn hækki stýrivexti minna en áður var talið. 13. mars 2023 16:40 Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49 Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10. mars 2023 20:45 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum Gjaldþrot Silicon Valley Bank (SVB) sýnir að sú stefna sem fjármálayfirvöld hafa rekið í einn og hálfan áratug var röng. Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum. Fleiri bankar glími við samskonar vanda og SVB en það stefnir þó ekki í aðra bankakrísu, segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. 14. mars 2023 15:00
Traust á fjármálakerfinu ekki komið aftur eftir hrun Íslenskur hagfræðiprófessor segir að óróleiki vegna falls tveggja bandaríska banka bendi til þess að traust fólks á fjármálakerfinu sé ekki komið aftur þrátt fyrir að fimmtán ár séu liðin frá bankahruninu. Fátt bendi þó til þess að bankarnir hafi fallið vegna kerfislægs vanda. 13. mars 2023 23:14
Biden segir bankakerfið standa traustum fótum Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti að bankakerfið væri traust þrátt fyrir fall tveggja banka á skömmum tíma. Landsmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af innistæðum sínum og skattgreiðendur yrðu ekki látnir borga reikninginn. 13. mars 2023 18:57
Gjaldþrot banka í Kísildal smitast til fjármálamarkaða á Íslandi Gjaldþrot bankans Silicon Valley Bank í Bandaríkjunum hefur leitt til verðlækkana á hlutabréfamörkuðum um allan heim og breytt spám um stýrivaxtahækkanir. Hérlendis hafa verið umtalsverðar lækkanir á hlutabréfum og krafa á óverðtryggð ríkisskuldabréf lækkaði vegna væntinga um að Seðlabankinn hækki stýrivexti minna en áður var talið. 13. mars 2023 16:40
Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49
Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10. mars 2023 20:45