Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2023 07:42 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Landspítalinn hefur flakkað milli óvissustigs, hættustigs og neyðarstigs síðan 30. janúar 2020. Vísir/Vilhelm Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. Á vef Landspítala segir að spítalinn hafi verið settur á óvissustig vegna útbreiðslu veirunnar í heiminum þann 30. janúar 2020 og síðan þá hefur hann verið færður á óvissustig, hættustig eða neyðarstig alls nítján sinnum. „Í viðbragðsáætlun Landspítala er gert ráð fyrir því að spítalinn sé settur á óvissustig þegar hafa þarf viðbúnað vegna mögulegs eða orðins atburðar. Dagleg starfsemi ræður við atburðinn, upplýsingar eru óljósar eða ekki nægar til að virkja viðbragðsáætlun til fulls. Farsóttanefnd er að störfum á óvissustigi og er tengiliður við sóttvarnalækni. Nú, rúmlega þremur árum eftir fyrsta óvissustig vegna COVID-19, er staðan sú að sjúkdómurinn virðist vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. Því er ekki lengur ástæða til að vera með sérstakar aðgerðir innan spítalans aðrar en sýkingavarnir til að verjast sjúkdómnum. Þannig var grímuskyldu breytt í valkvæða grímunotkun þann 10. mars s.l. og þar með voru síðustu sértæku ráðstafanirnar felldar úr gildi. Þrátt fyrir þennan gleðilega áfanga á langri og strangri leið þá er full ástæða til að fylgjast vel með og vera á tánum gagnvart nýjum afbrigðum kórónuveirunnar (SARS-CoV-2), breyttri sjúkdómsmynd og nýjum farsóttum. Það er hlutverk farsóttanefndar að vakta og gera viðvart,“ segir á vef spítalans. Grímunotkun er nú valkvæð á spítalanum. Vísir/Vilhelm Grímuskyldu aflétt Greint var frá því í síðustu viku að grímuskylda væri orðin valkvæð á spítalanum, bæði fyrir sjúklinga, starfsmenn, nemendur, heimsóknargesti og aðra sem eigi erindi á Landspítala. Farsóttanefnd spítalans mælir þó með því að grímur séu áfram notaðar á bráðamóttökum þar sem þrengsli séu og ekki unnt að gæta að sóttvörnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tímamót Heilbrigðismál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Á vef Landspítala segir að spítalinn hafi verið settur á óvissustig vegna útbreiðslu veirunnar í heiminum þann 30. janúar 2020 og síðan þá hefur hann verið færður á óvissustig, hættustig eða neyðarstig alls nítján sinnum. „Í viðbragðsáætlun Landspítala er gert ráð fyrir því að spítalinn sé settur á óvissustig þegar hafa þarf viðbúnað vegna mögulegs eða orðins atburðar. Dagleg starfsemi ræður við atburðinn, upplýsingar eru óljósar eða ekki nægar til að virkja viðbragðsáætlun til fulls. Farsóttanefnd er að störfum á óvissustigi og er tengiliður við sóttvarnalækni. Nú, rúmlega þremur árum eftir fyrsta óvissustig vegna COVID-19, er staðan sú að sjúkdómurinn virðist vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. Því er ekki lengur ástæða til að vera með sérstakar aðgerðir innan spítalans aðrar en sýkingavarnir til að verjast sjúkdómnum. Þannig var grímuskyldu breytt í valkvæða grímunotkun þann 10. mars s.l. og þar með voru síðustu sértæku ráðstafanirnar felldar úr gildi. Þrátt fyrir þennan gleðilega áfanga á langri og strangri leið þá er full ástæða til að fylgjast vel með og vera á tánum gagnvart nýjum afbrigðum kórónuveirunnar (SARS-CoV-2), breyttri sjúkdómsmynd og nýjum farsóttum. Það er hlutverk farsóttanefndar að vakta og gera viðvart,“ segir á vef spítalans. Grímunotkun er nú valkvæð á spítalanum. Vísir/Vilhelm Grímuskyldu aflétt Greint var frá því í síðustu viku að grímuskylda væri orðin valkvæð á spítalanum, bæði fyrir sjúklinga, starfsmenn, nemendur, heimsóknargesti og aðra sem eigi erindi á Landspítala. Farsóttanefnd spítalans mælir þó með því að grímur séu áfram notaðar á bráðamóttökum þar sem þrengsli séu og ekki unnt að gæta að sóttvörnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tímamót Heilbrigðismál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira