Aukið samstarf í átt að kolefnishlutleysi Þór Sigfússon skrifar 15. mars 2023 12:01 Ísland hefur sett sér það markmið að við verðum kolefnishlutlaus ekki síðar en árið 2040. Tíminn líður hratt og verkefnin sem færa okkur nær þessu markmiði eru mörg – en það eru tækifærin líka. Nú er tíminn til að skoða nýjar lausnir og nýta þessi tækifæri. Eitt af því sem getur stutt við þá vegferð sem við erum öll á er aukið samstarf grænna iðngarða og klasasamfélaga, enda deila þau fjölmörgum eiginleikum. Iðngarðar og klasar leggja áherslu á aukna samvinnu þvert á greinar, sem styrkir fyrirtæki og veitir þeim samkeppnisforskot. Fyrirtæki sem starfa innan grænna iðngarða eru í nánu samstarfi við hvort annað og skapast þá ákveðin samstaða þeirra á milli. Stjórnendur iðngarðanna gegna hinsvegar því hlutverki að samnýta auðlindir og ýta undir hringrás efna eins og vatns, orku og úrgangs milli fyrirtækjanna. Einnig er það í þeirra höndum að byggja upp traust milli fyrirtækjanna og aðstoða við samstarf. Klasasamfélög eru hinsvegar með breiðari sýn á þær auðlindir sem eru í boði innan hringrásarinnar. Í klösunum er lögð áhersla á sprotafyrirtæki, frumkvöðla, fjárfesta, háskólasamfélagið og rannsókna- og þróunarstofnanir. Þeirra markmið er að starfa sem tengiliður, skapa og ýta undir hugmyndir. Þetta eru auðvitað gríðarlega mikilvæg hlutverk innan hringrásarhagkerfisins enda vitum við að það eru fjölmargar hugmyndir þarna úti sem vantar sterka tengingu, fjármögnun, viðskiptaáætlun og önnur úrræði til að vaxa og dafna. Grænir iðngarðar og klasasamfélög eru í frábærri stöðu til þess að vinna betur saman; til þess að sækja tækifæri í sameiningu. Með samstarfi veitum við sprotafyrirtækjum og frumkvöðlum enn víðtækari aðstoð til að stíga sín fyrstu skref og koma hugmyndum sínum út úr bílskúrnum. Ég er viss um að aukið samstarf eða sameining klasa og grænna iðngarða, sem myndi stækka tengslanet frumkvöðla og skapa fleiri samtöl og staði til þess að skiptast á hugmyndum, geti flýtt fyrir þróun hringrásarhagkerfis. Einnig skapar það traust – sem skiptir sköpum þegar kemur að því að miðla þekkingu og skuldbinda sig til sameiginlegra verkefna og fjárfestinga. Við þurfum öll að horfast í augu við það að á ferðalagi Íslands í átt að kolefnishlutleysi þurfum við allar hugmyndir að borðinu og að styrkja staðina þaðan sem hugmyndirnar koma. Sterkari tengsl milli iðngarða og klasasamfélaga geta hjálpað okkur að komast þangað. Tækifærin í kolefnishlutlausum heimi er meðal umfjöllunarefna á ársfundi Grænvangs á þriðjudaginn. Fundurinn fer fram í Grósku kl. 13 – 15 og eru öll velkomin. Skráning fer fram hér . Höfundur er stofnandi Sjávarklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Þór Sigfússon Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur sett sér það markmið að við verðum kolefnishlutlaus ekki síðar en árið 2040. Tíminn líður hratt og verkefnin sem færa okkur nær þessu markmiði eru mörg – en það eru tækifærin líka. Nú er tíminn til að skoða nýjar lausnir og nýta þessi tækifæri. Eitt af því sem getur stutt við þá vegferð sem við erum öll á er aukið samstarf grænna iðngarða og klasasamfélaga, enda deila þau fjölmörgum eiginleikum. Iðngarðar og klasar leggja áherslu á aukna samvinnu þvert á greinar, sem styrkir fyrirtæki og veitir þeim samkeppnisforskot. Fyrirtæki sem starfa innan grænna iðngarða eru í nánu samstarfi við hvort annað og skapast þá ákveðin samstaða þeirra á milli. Stjórnendur iðngarðanna gegna hinsvegar því hlutverki að samnýta auðlindir og ýta undir hringrás efna eins og vatns, orku og úrgangs milli fyrirtækjanna. Einnig er það í þeirra höndum að byggja upp traust milli fyrirtækjanna og aðstoða við samstarf. Klasasamfélög eru hinsvegar með breiðari sýn á þær auðlindir sem eru í boði innan hringrásarinnar. Í klösunum er lögð áhersla á sprotafyrirtæki, frumkvöðla, fjárfesta, háskólasamfélagið og rannsókna- og þróunarstofnanir. Þeirra markmið er að starfa sem tengiliður, skapa og ýta undir hugmyndir. Þetta eru auðvitað gríðarlega mikilvæg hlutverk innan hringrásarhagkerfisins enda vitum við að það eru fjölmargar hugmyndir þarna úti sem vantar sterka tengingu, fjármögnun, viðskiptaáætlun og önnur úrræði til að vaxa og dafna. Grænir iðngarðar og klasasamfélög eru í frábærri stöðu til þess að vinna betur saman; til þess að sækja tækifæri í sameiningu. Með samstarfi veitum við sprotafyrirtækjum og frumkvöðlum enn víðtækari aðstoð til að stíga sín fyrstu skref og koma hugmyndum sínum út úr bílskúrnum. Ég er viss um að aukið samstarf eða sameining klasa og grænna iðngarða, sem myndi stækka tengslanet frumkvöðla og skapa fleiri samtöl og staði til þess að skiptast á hugmyndum, geti flýtt fyrir þróun hringrásarhagkerfis. Einnig skapar það traust – sem skiptir sköpum þegar kemur að því að miðla þekkingu og skuldbinda sig til sameiginlegra verkefna og fjárfestinga. Við þurfum öll að horfast í augu við það að á ferðalagi Íslands í átt að kolefnishlutleysi þurfum við allar hugmyndir að borðinu og að styrkja staðina þaðan sem hugmyndirnar koma. Sterkari tengsl milli iðngarða og klasasamfélaga geta hjálpað okkur að komast þangað. Tækifærin í kolefnishlutlausum heimi er meðal umfjöllunarefna á ársfundi Grænvangs á þriðjudaginn. Fundurinn fer fram í Grósku kl. 13 – 15 og eru öll velkomin. Skráning fer fram hér . Höfundur er stofnandi Sjávarklasans.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun