Sá strax að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2023 13:10 Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Sam Altman, eigandi og stofnandi OpenAI. Samsett Menningar- og viðskiptaráðherra segir það gríðarmikilvægt fyrir framtíð íslenskrar tungu að málið hafi verið valið inn í nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT. Ísland var eitt fyrsta þjóðríkið sem óskaði eftir samstarfi með eigandanum - og hann sá fljótt að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína. Tilkynnt var seint í gær að íslenska hefði verið valin fyrst tungumála, utan ensku, í þróunarfasa nýjustu útgáfu tæknifyrirtækisins OpenAI á umræddu mállíkani, sem samtalsgreindin ChatGPT byggir á. Samstarfið er afrakstur heimsóknar íslenskrar sendinefndar í helstu tæknifyrirtæki Silicon Valley í fyrra. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir þetta hafa mikla þýðingu fyrir íslenska tungu. „Skilaboðin eru þau að við munum tala íslensku í framtíðinni. Við erum búin að gera þessa innviði. Ég get bara sagt að ég er í sjöunda himni, ég er í skýjunum yfir að þetta sé að takast,“ segir Lilja. Íslenskir notendur nýjustu útgáfu ChatGPT eru strax byrjaðir að leika sér með hana; gervigreindin hefur meðal annars samið ljóð um samgönguverkefnið Betri Reykjavík, skipulagt þriggja daga frí til Ítalíu og gert ítarlega greiningu á kostum og göllum inngöngu Íslands í Evrópusambandið. En hvað varð til þess að Sam Altman, stofnandi og framkvæmdastjóri OpenAI, valdi íslensku? Lilja segir að áhugi hans hafi verið greinilegur á fundi með sefndinefndinni. „Þá í rauninni kemur fram í máli hans að við erum eitt fyrsta þjóðríkið sem óskar eftir fundi og óskar eftir þessu samstarfi. Og það verður auðvitað að geta þess að máltæknifólkið okkar, við höfum verið með um 60 manns í vinnu við að þróa þetta síðustu fjögur ár, og hann sér í raun og veru að við erum búin að vinna þessa heimavinnu okkar. Og þess vegna var svona auðvelt að starfa með okkur,“ segir Lilja. Þá bendir Lilja á að nú styttist í að íslensku máltæknilausnirnar komi inn í Microsoft. „Og þá má nú geta þess að eftirlætisrithöfundur aðstoðarforstjóra Microsoft er Arnaldur Indriðason,“ segir Lilja létt í bragði. Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. 15. mars 2023 07:01 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Tilkynnt var seint í gær að íslenska hefði verið valin fyrst tungumála, utan ensku, í þróunarfasa nýjustu útgáfu tæknifyrirtækisins OpenAI á umræddu mállíkani, sem samtalsgreindin ChatGPT byggir á. Samstarfið er afrakstur heimsóknar íslenskrar sendinefndar í helstu tæknifyrirtæki Silicon Valley í fyrra. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir þetta hafa mikla þýðingu fyrir íslenska tungu. „Skilaboðin eru þau að við munum tala íslensku í framtíðinni. Við erum búin að gera þessa innviði. Ég get bara sagt að ég er í sjöunda himni, ég er í skýjunum yfir að þetta sé að takast,“ segir Lilja. Íslenskir notendur nýjustu útgáfu ChatGPT eru strax byrjaðir að leika sér með hana; gervigreindin hefur meðal annars samið ljóð um samgönguverkefnið Betri Reykjavík, skipulagt þriggja daga frí til Ítalíu og gert ítarlega greiningu á kostum og göllum inngöngu Íslands í Evrópusambandið. En hvað varð til þess að Sam Altman, stofnandi og framkvæmdastjóri OpenAI, valdi íslensku? Lilja segir að áhugi hans hafi verið greinilegur á fundi með sefndinefndinni. „Þá í rauninni kemur fram í máli hans að við erum eitt fyrsta þjóðríkið sem óskar eftir fundi og óskar eftir þessu samstarfi. Og það verður auðvitað að geta þess að máltæknifólkið okkar, við höfum verið með um 60 manns í vinnu við að þróa þetta síðustu fjögur ár, og hann sér í raun og veru að við erum búin að vinna þessa heimavinnu okkar. Og þess vegna var svona auðvelt að starfa með okkur,“ segir Lilja. Þá bendir Lilja á að nú styttist í að íslensku máltæknilausnirnar komi inn í Microsoft. „Og þá má nú geta þess að eftirlætisrithöfundur aðstoðarforstjóra Microsoft er Arnaldur Indriðason,“ segir Lilja létt í bragði.
Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. 15. mars 2023 07:01 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. 15. mars 2023 07:01
Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00
Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35