Margir hafi efni á að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir Máni Snær Þorláksson skrifar 15. mars 2023 14:18 Ásdís Ósk Valsdóttir segir húsnæðismarkaðinn vera í góðu jafnvægi. Stöð 2 Löggiltur fasteignasali segir að markaðurinn fyrir lúxus íbúðir sé tiltölulega nýr af nálinni hér á landi. Ofsalega margir hafi efni á því að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir. Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls fasteignasölu, segir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni að það hafi alltaf verið markaður fyrir lúxusvörur. Þó hafi ekki verið mikið um lúxus íbúðir á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þegar Ásdís fór á ráðstefnu erlendis fyrir um fimm árum síðan var hún spurð hvernig markaðurinn væri fyrir lúxus íbúðir á Íslandi. „Ég sagði að það væri enginn lúxus markaður á Íslandi,“ segir hún en í kjölfarið kom spurning um hversu margar milljón dollara eignir væru til sölu hér á landi. Svarið við því hafi verið eins. „Af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Ásdís segir að það hafi alltaf verið markaður fyrir ýmsar lúxus vörur og nefnir sem dæmi úr, bíla og handtöskur. Hægt sé til dæmis að kaupa úr fyrir margar milljónir en einnig bara nokkur þúsund krónur. „Þannig af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Aðspurð um það hvenær íbúð verður að lúxus íbúð segir Ásdís að það hafi ekki verið skilgreint almennilega þrátt fyrir eftirspurn á slíkum eignum. „Ég hef verið að hjálpa fólki að kaupa hérna heima og þeim finnst vanta þennan extra lúxus. Einhvern svona extra klassa. Það er svona aðeins byrjað að gera þetta.“ Ásdís segir að í lúxus íbúðum sé til dæmis lagt meira í allt saman, innréttingarnar séu vandaðar og svo framvegis. Margir hafi efni á að kaupa dýrar íbúðir Ásdís bendir á að fasteignamarkaðurinn hafi breyst mikið á síðustu árum. Hér áður fyrr hafi það heyrt til undantekninga að fólk keypti eignir á yfir hundrað milljónir en núna séu venjulegar fjölskyldur að kaupa eignir fyrir slíkar fjárhæðir. „Þannig þetta er bara búið að breytast á rosalega stuttum tíma. En það sem við þurfum líka að hafa í huga er að það eru ofsalega margir sem hafa efni á því að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir. Af hverju ættu þeir þá ekki að vilja fjárfesta?“ Hún segir þó að það séu ekki rosalega margar íbúðir sem seljast á tvö hundruð til fjögur hundruð milljónir. Það séu þó til dæmi um það. Þá sé fólk að erfa upphæðir eða að selja fyrirtækin sín, það skili peningum fyrir svona eignum. „Þú ert kannski búinn að vera að byggja upp fyrirtækið þitt í 40 ár og svo selurðu það. Þú ert ekkert að selja það á 50 milljónir, það er kannski bara verið að kaupa fyrirtækið af þér á einn, tvo milljarða. Svo ertu með ungu kynslóðina sem þróar bara app og þremur árum seinna selur það einhverju stórfyrirtæki úti í heimi á fimm milljarða.“ Segir markaðinn vera í góðu jafnvægi Ásdís er að lokum spurð út í stöðuna á fasteignamarkaði hér á landi. Hún segir að fólk ætti ekki að taka mark á slæmum fréttum um markaðinn. „Markaðurinn er í raun og veru í rosalega góðu jafnvægi,“ segir hún. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegur markaður. Kaupendur geta komið og skoðað eignina, þeir geta komið og skoðað hana aftur og sofið á verðinu.“ Hún segir að það hafi tíðkast að undanförnu að kaupendur yrðu að taka strax ákvörðun um að bjóða í eignina, jafnvel bara hálftíma eftir skoðun. Það sé hins vegar ekki staðan í dag. Ekki sé jafn mikið um að eignir seljist yfir ásettu verði. „Þetta er eðlilegur markaður og það er ótrúlega mikið líf á honum.“ Bítið Bylgjan Fasteignamarkaður Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls fasteignasölu, segir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni að það hafi alltaf verið markaður fyrir lúxusvörur. Þó hafi ekki verið mikið um lúxus íbúðir á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þegar Ásdís fór á ráðstefnu erlendis fyrir um fimm árum síðan var hún spurð hvernig markaðurinn væri fyrir lúxus íbúðir á Íslandi. „Ég sagði að það væri enginn lúxus markaður á Íslandi,“ segir hún en í kjölfarið kom spurning um hversu margar milljón dollara eignir væru til sölu hér á landi. Svarið við því hafi verið eins. „Af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Ásdís segir að það hafi alltaf verið markaður fyrir ýmsar lúxus vörur og nefnir sem dæmi úr, bíla og handtöskur. Hægt sé til dæmis að kaupa úr fyrir margar milljónir en einnig bara nokkur þúsund krónur. „Þannig af hverju ætti ekki að vera markaður fyrir lúxus íbúðir?“ Aðspurð um það hvenær íbúð verður að lúxus íbúð segir Ásdís að það hafi ekki verið skilgreint almennilega þrátt fyrir eftirspurn á slíkum eignum. „Ég hef verið að hjálpa fólki að kaupa hérna heima og þeim finnst vanta þennan extra lúxus. Einhvern svona extra klassa. Það er svona aðeins byrjað að gera þetta.“ Ásdís segir að í lúxus íbúðum sé til dæmis lagt meira í allt saman, innréttingarnar séu vandaðar og svo framvegis. Margir hafi efni á að kaupa dýrar íbúðir Ásdís bendir á að fasteignamarkaðurinn hafi breyst mikið á síðustu árum. Hér áður fyrr hafi það heyrt til undantekninga að fólk keypti eignir á yfir hundrað milljónir en núna séu venjulegar fjölskyldur að kaupa eignir fyrir slíkar fjárhæðir. „Þannig þetta er bara búið að breytast á rosalega stuttum tíma. En það sem við þurfum líka að hafa í huga er að það eru ofsalega margir sem hafa efni á því að kaupa dýrar og vandaðar íbúðir. Af hverju ættu þeir þá ekki að vilja fjárfesta?“ Hún segir þó að það séu ekki rosalega margar íbúðir sem seljast á tvö hundruð til fjögur hundruð milljónir. Það séu þó til dæmi um það. Þá sé fólk að erfa upphæðir eða að selja fyrirtækin sín, það skili peningum fyrir svona eignum. „Þú ert kannski búinn að vera að byggja upp fyrirtækið þitt í 40 ár og svo selurðu það. Þú ert ekkert að selja það á 50 milljónir, það er kannski bara verið að kaupa fyrirtækið af þér á einn, tvo milljarða. Svo ertu með ungu kynslóðina sem þróar bara app og þremur árum seinna selur það einhverju stórfyrirtæki úti í heimi á fimm milljarða.“ Segir markaðinn vera í góðu jafnvægi Ásdís er að lokum spurð út í stöðuna á fasteignamarkaði hér á landi. Hún segir að fólk ætti ekki að taka mark á slæmum fréttum um markaðinn. „Markaðurinn er í raun og veru í rosalega góðu jafnvægi,“ segir hún. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegur markaður. Kaupendur geta komið og skoðað eignina, þeir geta komið og skoðað hana aftur og sofið á verðinu.“ Hún segir að það hafi tíðkast að undanförnu að kaupendur yrðu að taka strax ákvörðun um að bjóða í eignina, jafnvel bara hálftíma eftir skoðun. Það sé hins vegar ekki staðan í dag. Ekki sé jafn mikið um að eignir seljist yfir ásettu verði. „Þetta er eðlilegur markaður og það er ótrúlega mikið líf á honum.“
Bítið Bylgjan Fasteignamarkaður Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira