Er engin arðsemi af menntun háskólakennara? Pétur Henry Petersen, Baldvin Zarioh og Hjördís Sigursteinsdóttir skrifa 16. mars 2023 12:30 Háskólar eru hreyfiafl framfara í nútíma samfélagi og uppspretta nýjunga og nýsköpunar. Þeir afla einnig og varðveita margvíslega þekkingu og móta skilning á heiminum á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Í háskólum eru nýjar kynslóðir þjálfaðar til fjölbreyttra starfa. Hlutverk háskóla er einnig að veita stjórnvöldum málefnalegt aðhald. Allt eru þetta forsendur hagsældar í víðasta skilningi þess orðs, hvort heldur sem horft er til efnahags, menningar eða stöðu lýðræðisins. Mikilvægi þess þarfnast ekki frekari útskýringa. Störf háskólakennara og annara sem þar starfa eru þýðingarmikil og þeim fylgja fjölbreyttar áskoranir. Áríðandi er því að hæfasta fólkið sækist eftir því að starfa í háskólum. Háskólakennarar þurfa að leggja að baki langt og strangt nám áður en þeir hefja störf. Þeir sinna auk kennslu, rannsóknum og stjórnun, hérlendis eru háskólar fáliðaðri en víðast gerist og því verður vinnuvika þeirra gjarnan löng – enda gerðar til þeirra miklar kröfur. Hingað til hafa þessi störf þó verið eftirsóknarverð enda krefjandi og skemmtileg og unnin í frjóu og lifandi umhverfi. En er þetta að breytast? Starfsferill háskólakennara er um margt óvenjulegur. Almennt eru þeir um 5-10 ár í langskólanámi eftir grunnnám í háskóla og starfa oft erlendis um tíma að því loknu. Algengt er því að háskólakennarar hefji starfsferil sinn um eða eftir þrítugt. Oftast er framhaldsnámið stundað erlendis og oft fjármagnað með námslánum. Nýjar greiningar sýna að almenn háskólamenntun er ekki sérlega arðsöm á Íslandi, arðsemin jafnvel neikvæð. Með því er átt við að sá frestur sem verður á fyrstu launagreiðslum verður ekki unninn upp með hærri launum síðar á ævinni. Meðallaun háskólakennara við ríkisháskólana eru það lág að þau ná ekki meðallaunum háskólamenntaðra starfsmanna á almennum markaði! Þeir ná því sjaldnast að vinna upp það launatap sem þeir urðu fyrir við að afla sér menntunarinnar sem er þó skilyrði fyrir starfinu - forsenda ráðningar. Háskólakennarar eru því í þeirri stöðu að starfsævi þeirra er um 5-10 árum styttri en annara háskólamenntaðra, en þeir eru á lægri launum. Þeir safna námslánaskuldum sem eru borgaðar til dánardags. Þeir kaupa sína fyrstu fasteign síðar á ævinni en aðrir. Reglur um lífeyrisgreiðslur miðast við að fyrstu greiðslur vegi meira en þær sem seinna koma. Það þýðir að sá sem byrjar að greiða 10 árum síðar, nær ekki að safna lífeyrisréttindum á við aðra (nema viðkomandi sé á hærri launum sem því nemur). Árið 2016 voru lífeyrisréttindi háskólakennara, eins og annars opinbers starfsfólks, jöfnuð við réttindi á almenna markaðinum og samið um að laun á opinberum markaði yrðu jöfnuð við almenna markaðinn. Það hefur enn ekki gengið eftir, nú sjö árum síðar! Æviráðningar hafa fyrir löngu verið afnumdar og starfsöryggi háskólakennara er því eins og annara opinberra starfsmanna. Við þetta bætast mjög krefjandi starfskilyrði, háskólarnir eru alvarlega vanfjármagnaðir og undirmannaðir í samanburði við nágrannalöndin. Slíkt veldur álagi og getur haft mjög neikvæðar afleiðingar á heilsu. Lausnir við mörgum áskorunum nútímans munu verða til í háskólum, gæði og fjölbreytni menntunar eru forsenda nútímasamfélags og þar gegna öflugir háskólar lykilhlutverki. Til að þetta geti orðið að veruleika þarf að tryggja að háskólar verði áfram eftirsóknarverðir vinnustaðir. Til þess þarf að leiðrétta launa- og starfskjör háskólakennara, sem eru fjarri því að vera samkeppnishæf. Höfundar er formenn Félags prófessora við ríkisháskóla, Félags háskólakennara og Félags háskólakennara á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Kjaramál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Háskólar eru hreyfiafl framfara í nútíma samfélagi og uppspretta nýjunga og nýsköpunar. Þeir afla einnig og varðveita margvíslega þekkingu og móta skilning á heiminum á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Í háskólum eru nýjar kynslóðir þjálfaðar til fjölbreyttra starfa. Hlutverk háskóla er einnig að veita stjórnvöldum málefnalegt aðhald. Allt eru þetta forsendur hagsældar í víðasta skilningi þess orðs, hvort heldur sem horft er til efnahags, menningar eða stöðu lýðræðisins. Mikilvægi þess þarfnast ekki frekari útskýringa. Störf háskólakennara og annara sem þar starfa eru þýðingarmikil og þeim fylgja fjölbreyttar áskoranir. Áríðandi er því að hæfasta fólkið sækist eftir því að starfa í háskólum. Háskólakennarar þurfa að leggja að baki langt og strangt nám áður en þeir hefja störf. Þeir sinna auk kennslu, rannsóknum og stjórnun, hérlendis eru háskólar fáliðaðri en víðast gerist og því verður vinnuvika þeirra gjarnan löng – enda gerðar til þeirra miklar kröfur. Hingað til hafa þessi störf þó verið eftirsóknarverð enda krefjandi og skemmtileg og unnin í frjóu og lifandi umhverfi. En er þetta að breytast? Starfsferill háskólakennara er um margt óvenjulegur. Almennt eru þeir um 5-10 ár í langskólanámi eftir grunnnám í háskóla og starfa oft erlendis um tíma að því loknu. Algengt er því að háskólakennarar hefji starfsferil sinn um eða eftir þrítugt. Oftast er framhaldsnámið stundað erlendis og oft fjármagnað með námslánum. Nýjar greiningar sýna að almenn háskólamenntun er ekki sérlega arðsöm á Íslandi, arðsemin jafnvel neikvæð. Með því er átt við að sá frestur sem verður á fyrstu launagreiðslum verður ekki unninn upp með hærri launum síðar á ævinni. Meðallaun háskólakennara við ríkisháskólana eru það lág að þau ná ekki meðallaunum háskólamenntaðra starfsmanna á almennum markaði! Þeir ná því sjaldnast að vinna upp það launatap sem þeir urðu fyrir við að afla sér menntunarinnar sem er þó skilyrði fyrir starfinu - forsenda ráðningar. Háskólakennarar eru því í þeirri stöðu að starfsævi þeirra er um 5-10 árum styttri en annara háskólamenntaðra, en þeir eru á lægri launum. Þeir safna námslánaskuldum sem eru borgaðar til dánardags. Þeir kaupa sína fyrstu fasteign síðar á ævinni en aðrir. Reglur um lífeyrisgreiðslur miðast við að fyrstu greiðslur vegi meira en þær sem seinna koma. Það þýðir að sá sem byrjar að greiða 10 árum síðar, nær ekki að safna lífeyrisréttindum á við aðra (nema viðkomandi sé á hærri launum sem því nemur). Árið 2016 voru lífeyrisréttindi háskólakennara, eins og annars opinbers starfsfólks, jöfnuð við réttindi á almenna markaðinum og samið um að laun á opinberum markaði yrðu jöfnuð við almenna markaðinn. Það hefur enn ekki gengið eftir, nú sjö árum síðar! Æviráðningar hafa fyrir löngu verið afnumdar og starfsöryggi háskólakennara er því eins og annara opinberra starfsmanna. Við þetta bætast mjög krefjandi starfskilyrði, háskólarnir eru alvarlega vanfjármagnaðir og undirmannaðir í samanburði við nágrannalöndin. Slíkt veldur álagi og getur haft mjög neikvæðar afleiðingar á heilsu. Lausnir við mörgum áskorunum nútímans munu verða til í háskólum, gæði og fjölbreytni menntunar eru forsenda nútímasamfélags og þar gegna öflugir háskólar lykilhlutverki. Til að þetta geti orðið að veruleika þarf að tryggja að háskólar verði áfram eftirsóknarverðir vinnustaðir. Til þess þarf að leiðrétta launa- og starfskjör háskólakennara, sem eru fjarri því að vera samkeppnishæf. Höfundar er formenn Félags prófessora við ríkisháskóla, Félags háskólakennara og Félags háskólakennara á Akureyri.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun