Fær ekki tugmilljónir eftir bakvaktadeilu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. mars 2023 14:39 Ólafsvík er hluti Snæfellsbæjar. Getty Fyrrverandi slökkviliðsstjóri slökkviliðs Snæfellsbæjar hafði ekki erindi sem erfiði er hann reyndi að sækja hátt í 40 milljónir króna sem hann taldi sig eiga inni hjá sveitarfélaginu vegna ógreiddra bakvakta. Mál slökkviliðsstjórans var tekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands. Ákveðið var að vísa ágreiningi um bakvaktargreiðslurnar til dómstóla þegar slökkviliðsstjórinn og forsvarsmenn sveitarfélagsins skrifuðu undir starfslokasamning í desember síðastliðinn. Þá lét slökkviliðsstjórinn af störfum eftir um fjörutíu ára starf hjá Slökkviliði Snæfellsbæjar, áður Ólafsvíkur. Þar af hafði hann verið í tuttugu prósent starfi sem slökkviliðsstjóri frá árinu 2005. Nokkur ágreiningur um bakvaktir Lesa má úr dómi héraðsdóms að slökkviliðsstjórinn og sveitarfélagið hafi um nokkurra ára skeið átt í ágreiningi um bakvaktir, fyrirkomulag þeirra og greiðslur. Sveitarfélagið virðist þó í gegnum þessar deilur ekki hafa verið á þeim buxunum að taka upp bakvaktarfyrirkomulag hjá slökkviliðinu. Til að mynda var ákveðið í nýlegri brunavarnaráætlun, sem slökkviliðsstjórinn tók þátt í að vinna, að ekki yrði um bakvaktarfyrirkomulag hjá slökkviliðinu, þótt hægt yrði að endurskoða það. Maðurinn hafði starfað sem slökkviliðsmaður í um fjóra áratugi.Vísir/Vilhelm Í apríl síðastliðnum var þó kynnt drög að viðauka við ráðningarsamning slökkviliðsmanna um að greitt yrði fyrir samtals fimmtíu vinnustundir í bakvakt, sem skipt yrði á milli starfsmanna slökkviliðsins. Stuttu síðar barst sveitarfélaginu þó stefna frá slökkviliðsstjóranum þar sem hann krafðist þess að fá greitt fyrir bakvaktir sem hann hafi ynnt af hendi frá árinu 2018. Reglugerð lykilatriði að mati slökkviliðsstjórans Var krafan byggð á reglugerð um starfsemi slökkviliða þar sem meðal annars er komið inn á hlutverk slökkviliðsstjóra. Vísaði slökkviliðsstjórinn í að samkvæmt umræddri reglugerð ætti „Slökkviliðsstjóri, varaslökkviliðsstjóri eða stjórnandi sem uppfyllir hæfniskröfur viðkomandi slökkviliðs skal ávallt vera á vakt eða á bakvakt og til staðar á starfssvæði slökkviliðsins,“ líkt og það er orðað. Taldi slökkviliðsstjórinn að þetta hafi lagt á hann þá skyldu að standa bakvakt allan sólarhringinn, allan ársins hring frá gildistöku reglugerðarinnar. Fyrir þetta hafi hann ekki fengið greitt. Höfnin í ÓlafsvíkGerig/ullstein bild via Getty Images Krafðist hann þess því að fá alls tæpar 38 milljónir krónar frá bænum fyrir ógreiddar bakvaktir. Sveitarfélagið taldi hins vegar að maðurinn ætti ekki rétt á slíkum greiðslum, þar sem ekkert bakvaktarfyrirkomulag hafi verið í gildi eða samkomulag þar um. Í niðurstöðu héraðsdóms er vikið að því að ekki verði annað séð en að slökkviliðsstjórinn hafi ekki ljáð máls á því að semja um greiðslur fyrir bakvaktir, fyrr en á vormánuðum síðasta árs, þegar fyrir lágu drög að samningi um greiðslu fyrir bakvaktir. En ekki að mati héraðsdóms Þá fær héraðsdómur ekki séð að slökkviliðsstjórinn hafi gert kröfu á sveitarfélagið um að bregðast við þegar umrædd reglugerð tók gildi árið 2018, þar sem fjallað er um bakvaktarskyldu slökkviliðsstjóra. Í raun byggi allt mál hans á því að reglugerðin hafi tekið gildi og þar með fellt skyldur á sveitarfélagið til að greiða honum fyrir bakvaktir. Segir í dómi héraðsdóms að þrátt fyrir að ljóst sé að umrædd reglugerð eigi sér lagastoð sé ljóst að skýra lagaheimild þurfi til að leggja fjárhagslega skuldbindingar á sveitarfélög. Almennt og opið ákvæði um að reglugerð megi setja samkvæmt lögum dugi ekki. Þá fær dómurinn ekki sé að umrædd orðalag reglugerðarinnar felli þá skyldu, án nokkurra frekari ráðstafana eða samtals, á slökkviliðsstjóran einan til að vera á bakvakt 24 tíma sólarhrings, alla daga ársins, og þar með greiðsluskyldi á sveitarfélagið. Var sveitarfélagið því sýknað af öllum kröfum slökkviliðsstjórans fyrrverandi. Slökkvilið Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Snæfellsbær Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Sjá meira
Mál slökkviliðsstjórans var tekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands. Ákveðið var að vísa ágreiningi um bakvaktargreiðslurnar til dómstóla þegar slökkviliðsstjórinn og forsvarsmenn sveitarfélagsins skrifuðu undir starfslokasamning í desember síðastliðinn. Þá lét slökkviliðsstjórinn af störfum eftir um fjörutíu ára starf hjá Slökkviliði Snæfellsbæjar, áður Ólafsvíkur. Þar af hafði hann verið í tuttugu prósent starfi sem slökkviliðsstjóri frá árinu 2005. Nokkur ágreiningur um bakvaktir Lesa má úr dómi héraðsdóms að slökkviliðsstjórinn og sveitarfélagið hafi um nokkurra ára skeið átt í ágreiningi um bakvaktir, fyrirkomulag þeirra og greiðslur. Sveitarfélagið virðist þó í gegnum þessar deilur ekki hafa verið á þeim buxunum að taka upp bakvaktarfyrirkomulag hjá slökkviliðinu. Til að mynda var ákveðið í nýlegri brunavarnaráætlun, sem slökkviliðsstjórinn tók þátt í að vinna, að ekki yrði um bakvaktarfyrirkomulag hjá slökkviliðinu, þótt hægt yrði að endurskoða það. Maðurinn hafði starfað sem slökkviliðsmaður í um fjóra áratugi.Vísir/Vilhelm Í apríl síðastliðnum var þó kynnt drög að viðauka við ráðningarsamning slökkviliðsmanna um að greitt yrði fyrir samtals fimmtíu vinnustundir í bakvakt, sem skipt yrði á milli starfsmanna slökkviliðsins. Stuttu síðar barst sveitarfélaginu þó stefna frá slökkviliðsstjóranum þar sem hann krafðist þess að fá greitt fyrir bakvaktir sem hann hafi ynnt af hendi frá árinu 2018. Reglugerð lykilatriði að mati slökkviliðsstjórans Var krafan byggð á reglugerð um starfsemi slökkviliða þar sem meðal annars er komið inn á hlutverk slökkviliðsstjóra. Vísaði slökkviliðsstjórinn í að samkvæmt umræddri reglugerð ætti „Slökkviliðsstjóri, varaslökkviliðsstjóri eða stjórnandi sem uppfyllir hæfniskröfur viðkomandi slökkviliðs skal ávallt vera á vakt eða á bakvakt og til staðar á starfssvæði slökkviliðsins,“ líkt og það er orðað. Taldi slökkviliðsstjórinn að þetta hafi lagt á hann þá skyldu að standa bakvakt allan sólarhringinn, allan ársins hring frá gildistöku reglugerðarinnar. Fyrir þetta hafi hann ekki fengið greitt. Höfnin í ÓlafsvíkGerig/ullstein bild via Getty Images Krafðist hann þess því að fá alls tæpar 38 milljónir krónar frá bænum fyrir ógreiddar bakvaktir. Sveitarfélagið taldi hins vegar að maðurinn ætti ekki rétt á slíkum greiðslum, þar sem ekkert bakvaktarfyrirkomulag hafi verið í gildi eða samkomulag þar um. Í niðurstöðu héraðsdóms er vikið að því að ekki verði annað séð en að slökkviliðsstjórinn hafi ekki ljáð máls á því að semja um greiðslur fyrir bakvaktir, fyrr en á vormánuðum síðasta árs, þegar fyrir lágu drög að samningi um greiðslu fyrir bakvaktir. En ekki að mati héraðsdóms Þá fær héraðsdómur ekki séð að slökkviliðsstjórinn hafi gert kröfu á sveitarfélagið um að bregðast við þegar umrædd reglugerð tók gildi árið 2018, þar sem fjallað er um bakvaktarskyldu slökkviliðsstjóra. Í raun byggi allt mál hans á því að reglugerðin hafi tekið gildi og þar með fellt skyldur á sveitarfélagið til að greiða honum fyrir bakvaktir. Segir í dómi héraðsdóms að þrátt fyrir að ljóst sé að umrædd reglugerð eigi sér lagastoð sé ljóst að skýra lagaheimild þurfi til að leggja fjárhagslega skuldbindingar á sveitarfélög. Almennt og opið ákvæði um að reglugerð megi setja samkvæmt lögum dugi ekki. Þá fær dómurinn ekki sé að umrædd orðalag reglugerðarinnar felli þá skyldu, án nokkurra frekari ráðstafana eða samtals, á slökkviliðsstjóran einan til að vera á bakvakt 24 tíma sólarhrings, alla daga ársins, og þar með greiðsluskyldi á sveitarfélagið. Var sveitarfélagið því sýknað af öllum kröfum slökkviliðsstjórans fyrrverandi.
Slökkvilið Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Snæfellsbær Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Sjá meira