Pólverjar fyrstir til að senda orrustuþotur til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2023 16:19 Pólskri MiG-29 flogið yfir annarri. EPA/Adam Warzawa Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti í dag að minnst ellefu MiG-29 orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna yrðu sendar til Úkraínu og að fjórar þeirra yrðu sendar á næstu dögum. Pólland varð þar með fyrsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Duda sagði MiG-29 þoturnar orðnar nokkuð gamlar en ítrekaði að þær væru í góðu standi. Talsmaður ríkisstjórnar Póllands sagði í gær að ráðamenn í fleiri ríkjum hefði samþykkt að senda Úkraínumönnum þotur en tók ekki fram hvaða ríki um væri að ræða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Pólverjar voru einnig fyrstir til að senda Leopard-2 skriðdreka til Úkraínu í síðasta mánuði. Pólverjar ætla að fylla upp í skarðið sem hergagnasendingar mynda með FA-50 þotum frá Suður-Kóreu og F-35 frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn hafa lengi beðið um orrustuþotur en hingað til hafa bakhjarlar þeirra ekki viljað verða við því. Staða úkraínska flughersins er nokkuð óljós en fyrir innrás Rússa í fyrra átti ríkið þó nokkrar orrustu- og herþotur frá tímum Sovétríkjanna. Meðal þess sem Úkraínumenn hafa lagt mikla áherslu á að fá eru skotfæri fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi, auk orrustuþota. Umfangsmiklar sóknir Rússa skila litlu Rússar hafa um nokkurra vikna skeið staðið í umfangsmiklum árásum víðs vegar í austurhluta Úkraínu. Þær hafa skilað takmörkuðum árangri en sagt var frá því í gær að í febrúar hefðu Rússar lagt undir sig rúmlega 2.300 ferkílómetra sem samsvarar um 0,04 prósentum af Úkraínu. Þetta hefur kostað Rússar þúsundir hermanna en embættismenn á Vesturlöndum segja til að mynda að Rússar hafi misst um 1.200 hermenn á einum degi við Bakhmut í febrúar. Þetta hefur sömuleiðis kostað Rússa mikið magn skotfæra og annarra hergagna. Bakhjarlar Úkraínu heita hergögnum Úkraínumenn vinna að því að mynda nýjar hersveitir með nýjum vopnum og hergögnum og eru taldir líklegir til að gera umfangsmiklar gagnárásir á næstu vikum og mánuðum. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar hafa sent Úkraínu mikið magn vestrænna bryndreka en Frakkar tilkynntu í gær að AMX-10, sem hægt er að kalla létta skriðdreka“, væru komnir til Úkraínu. Vonast er til þess að hergögnin muni reynast Úkraínumönnum vel á næstu mánuðum. Aide militaire à l'Ukraine : les chars "légers" AMX 10-RC promis début janvier par la France "viennent d'arriver en Ukraine", annonce @SebLecornu devant la commission @AN_Defense, sans préciser leur nombre pic.twitter.com/c9EFpUTMpS— Cédric Pietralunga (@CPietralunga) March 15, 2023 Varnarmálaráðherrar þeirra rúmlega fimmtíu ríkja sem styðja Úkraínu funduðu gegnum fjarfundarbúnað í gær en á þeim fundi sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að tryggja þyrfti Úkraínumönnum þau vopn og þau hergögn sem þeir þyrftu fyrir væntanlegar gagnárásir þeirra á næstu vikum og mánuðum. Úkraínskir hermenn hafa kvartað undan skorti á skotfærum og þá sérstaklega skotfærum fyrir stórskotalið en rússneski herinn er sagður eiga í sambærilegum vandræðum. Samkvæmt frétt New York Times sagðist Lloyd vongóður um að bakhjarlar Úkraínumanna myndu veita þeim þá aðstoð sem þeir þarfnast fram að vori og lengur. Sérfræðingar segja að skotfæraframleiðsla og aðgengi Úkraínumanna annars vegar og Rússa hins vegar að skotfærum muni skipta sköpum á komandi mánuðum. Sú fylking sem fyrr getur vopnum búist verði í mun betri stöðu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Hernaður Rússland NATO Tengdar fréttir Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist. 16. mars 2023 10:08 Lýsir innrásinni í Úkraínu sem „deilu um landsvæði“ Helsti áskorandi Donalds Trump um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins á næsta ári lýsir innrás Rússa í Úkraínu sem deilu um landsvæði. Hann telur það ekki brýna hagsmuni Bandaríkjanna að verja Úkraínu. 14. mars 2023 19:58 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Sjá meira
Duda sagði MiG-29 þoturnar orðnar nokkuð gamlar en ítrekaði að þær væru í góðu standi. Talsmaður ríkisstjórnar Póllands sagði í gær að ráðamenn í fleiri ríkjum hefði samþykkt að senda Úkraínumönnum þotur en tók ekki fram hvaða ríki um væri að ræða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Pólverjar voru einnig fyrstir til að senda Leopard-2 skriðdreka til Úkraínu í síðasta mánuði. Pólverjar ætla að fylla upp í skarðið sem hergagnasendingar mynda með FA-50 þotum frá Suður-Kóreu og F-35 frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn hafa lengi beðið um orrustuþotur en hingað til hafa bakhjarlar þeirra ekki viljað verða við því. Staða úkraínska flughersins er nokkuð óljós en fyrir innrás Rússa í fyrra átti ríkið þó nokkrar orrustu- og herþotur frá tímum Sovétríkjanna. Meðal þess sem Úkraínumenn hafa lagt mikla áherslu á að fá eru skotfæri fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi, auk orrustuþota. Umfangsmiklar sóknir Rússa skila litlu Rússar hafa um nokkurra vikna skeið staðið í umfangsmiklum árásum víðs vegar í austurhluta Úkraínu. Þær hafa skilað takmörkuðum árangri en sagt var frá því í gær að í febrúar hefðu Rússar lagt undir sig rúmlega 2.300 ferkílómetra sem samsvarar um 0,04 prósentum af Úkraínu. Þetta hefur kostað Rússar þúsundir hermanna en embættismenn á Vesturlöndum segja til að mynda að Rússar hafi misst um 1.200 hermenn á einum degi við Bakhmut í febrúar. Þetta hefur sömuleiðis kostað Rússa mikið magn skotfæra og annarra hergagna. Bakhjarlar Úkraínu heita hergögnum Úkraínumenn vinna að því að mynda nýjar hersveitir með nýjum vopnum og hergögnum og eru taldir líklegir til að gera umfangsmiklar gagnárásir á næstu vikum og mánuðum. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar hafa sent Úkraínu mikið magn vestrænna bryndreka en Frakkar tilkynntu í gær að AMX-10, sem hægt er að kalla létta skriðdreka“, væru komnir til Úkraínu. Vonast er til þess að hergögnin muni reynast Úkraínumönnum vel á næstu mánuðum. Aide militaire à l'Ukraine : les chars "légers" AMX 10-RC promis début janvier par la France "viennent d'arriver en Ukraine", annonce @SebLecornu devant la commission @AN_Defense, sans préciser leur nombre pic.twitter.com/c9EFpUTMpS— Cédric Pietralunga (@CPietralunga) March 15, 2023 Varnarmálaráðherrar þeirra rúmlega fimmtíu ríkja sem styðja Úkraínu funduðu gegnum fjarfundarbúnað í gær en á þeim fundi sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að tryggja þyrfti Úkraínumönnum þau vopn og þau hergögn sem þeir þyrftu fyrir væntanlegar gagnárásir þeirra á næstu vikum og mánuðum. Úkraínskir hermenn hafa kvartað undan skorti á skotfærum og þá sérstaklega skotfærum fyrir stórskotalið en rússneski herinn er sagður eiga í sambærilegum vandræðum. Samkvæmt frétt New York Times sagðist Lloyd vongóður um að bakhjarlar Úkraínumanna myndu veita þeim þá aðstoð sem þeir þarfnast fram að vori og lengur. Sérfræðingar segja að skotfæraframleiðsla og aðgengi Úkraínumanna annars vegar og Rússa hins vegar að skotfærum muni skipta sköpum á komandi mánuðum. Sú fylking sem fyrr getur vopnum búist verði í mun betri stöðu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Hernaður Rússland NATO Tengdar fréttir Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist. 16. mars 2023 10:08 Lýsir innrásinni í Úkraínu sem „deilu um landsvæði“ Helsti áskorandi Donalds Trump um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins á næsta ári lýsir innrás Rússa í Úkraínu sem deilu um landsvæði. Hann telur það ekki brýna hagsmuni Bandaríkjanna að verja Úkraínu. 14. mars 2023 19:58 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Sjá meira
Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist. 16. mars 2023 10:08
Lýsir innrásinni í Úkraínu sem „deilu um landsvæði“ Helsti áskorandi Donalds Trump um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins á næsta ári lýsir innrás Rússa í Úkraínu sem deilu um landsvæði. Hann telur það ekki brýna hagsmuni Bandaríkjanna að verja Úkraínu. 14. mars 2023 19:58
Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23
Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13