„Því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér“ Margrét Björk Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. mars 2023 22:53 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir andvaraleysi meirihlutans. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum. Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu fyrir borgarráðsfund eins og hópur foreldra hefur reglulega gert síðustu mánuði. Mótmælin snúa að stöðunni sem uppi er í leikskólamálum en dæmi eru um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Bjartsýnismanneskja að eðlisfari Borgarfulltrúar meirihlutans hafa sagt að illa hafi gengið að manna leikskóla og þá hafi framkvæmdir sett strik í reikninginn. Í haust verða til að mynda færri börn innrituð í leikskóla í Reykjavík vegna framkvæmda og endurbóta á húsnæði. Unnið verði að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í gegnum aðgerðaráætlunina „Brúum bilið.“ Hildur Björnsdóttir, sem situr í minnihluta borgarstjórnar, gagnrýnir aðgerðarleysi. „Þetta var rætt mjög stuttlega [á borgarráðsfundi í dag] og ég varð eiginlega fyrir vonbrigðum með hversu þunn svörin voru. Það voru engar aðgerðir ræddar sérstaklega. Ég hef mikla samúð með foreldrum og er sjálf gríðarlega vonsvikin að við séum ekki komin lengra. Ég er nú bjartsýnismanneskja að eðlisfari en það voru kynntar aðgerðir í haust og ég var bjartsýn fyrir þeim. En það er vont að sjá að þeim hefur ekkert miðað áfram og við sjáum að staðan hefur ekki batnað. Þannig að því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér núna hvað þessa stöðu varðar.“ Daggæsla á stærri vinnustöðum Hún viðurkennir að mönnunarvandi og húsnæðisvandi hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar líti hún svo á að algjört andvaraleysi ríki hjá meirihluta borgarstjórnar. Það sé lítið gert til að leysa málin og það valdi „gríðarlegum vonbrigðum.“ Hildur segist að sjálfsögðu vilja fjölga leikskólaplássum. Það sé langtímaverkefni en samhliða verði að grípa til annarra aðgerða. „Þá þurfum við líka að tala meira við sjálfstætt starfandi leikskólana og eiga í meira samstarfi við þá. Þeir eru nú til dæmis að semja um að taka á móti börnum úr öðrum sveitarfélögum. Við viljum efla dagforeldrakerfið. Við höfum lagt til heimgreiðslur til foreldra. Ég lagði fram í dag tillögu um að tala við stærri vinnustaði um möguleikann á að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna og fá þá til þess stuðning. Þannig að það er eitt og annað og við verðum auðvitað að nálgast þetta mál út frá fjölbreyttum lausnum,“ segir Hildur. Tillögu hennar um daggæslu á stærri vinnustöðum var frestað á fundi borgarráðs í dag. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu fyrir borgarráðsfund eins og hópur foreldra hefur reglulega gert síðustu mánuði. Mótmælin snúa að stöðunni sem uppi er í leikskólamálum en dæmi eru um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Bjartsýnismanneskja að eðlisfari Borgarfulltrúar meirihlutans hafa sagt að illa hafi gengið að manna leikskóla og þá hafi framkvæmdir sett strik í reikninginn. Í haust verða til að mynda færri börn innrituð í leikskóla í Reykjavík vegna framkvæmda og endurbóta á húsnæði. Unnið verði að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í gegnum aðgerðaráætlunina „Brúum bilið.“ Hildur Björnsdóttir, sem situr í minnihluta borgarstjórnar, gagnrýnir aðgerðarleysi. „Þetta var rætt mjög stuttlega [á borgarráðsfundi í dag] og ég varð eiginlega fyrir vonbrigðum með hversu þunn svörin voru. Það voru engar aðgerðir ræddar sérstaklega. Ég hef mikla samúð með foreldrum og er sjálf gríðarlega vonsvikin að við séum ekki komin lengra. Ég er nú bjartsýnismanneskja að eðlisfari en það voru kynntar aðgerðir í haust og ég var bjartsýn fyrir þeim. En það er vont að sjá að þeim hefur ekkert miðað áfram og við sjáum að staðan hefur ekki batnað. Þannig að því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér núna hvað þessa stöðu varðar.“ Daggæsla á stærri vinnustöðum Hún viðurkennir að mönnunarvandi og húsnæðisvandi hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar líti hún svo á að algjört andvaraleysi ríki hjá meirihluta borgarstjórnar. Það sé lítið gert til að leysa málin og það valdi „gríðarlegum vonbrigðum.“ Hildur segist að sjálfsögðu vilja fjölga leikskólaplássum. Það sé langtímaverkefni en samhliða verði að grípa til annarra aðgerða. „Þá þurfum við líka að tala meira við sjálfstætt starfandi leikskólana og eiga í meira samstarfi við þá. Þeir eru nú til dæmis að semja um að taka á móti börnum úr öðrum sveitarfélögum. Við viljum efla dagforeldrakerfið. Við höfum lagt til heimgreiðslur til foreldra. Ég lagði fram í dag tillögu um að tala við stærri vinnustaði um möguleikann á að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna og fá þá til þess stuðning. Þannig að það er eitt og annað og við verðum auðvitað að nálgast þetta mál út frá fjölbreyttum lausnum,“ segir Hildur. Tillögu hennar um daggæslu á stærri vinnustöðum var frestað á fundi borgarráðs í dag.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira