Tveir fluttir slasaðir eftir snjóflóðið Árni Sæberg skrifar 18. mars 2023 14:07 Viðbragðsaðilum gekk vel í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra Snjóflóð féll í fjallshlíð suður af Ólafsfirði á fyrsta tímanum í dag með þeim afleiðingum að tveir úr hópi skíðafólks slösuðust. Björgunarsveitir eru mættar á vettvang ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Í uppfærðri tilkynningu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að klukkan 12:27 hafi borist tilkynning um að snjóflóð hefði fallið í Brimnesdal við Ólafsfjörð, nánar tiltekið undir Kistufjalli. Upphaflega var talið að einn úr hópnum hefði fótbrotnað í snjóflóðinu. „Um tveimur klukkustundum eftir að útkall barst komust sjúkraflutningamenn til hópsins. Kom þá í ljós að annar skíðamaður var einnig lítilsháttar slasaður. Hlúð var að hinum slösuðu og búið um þau til flutnings. Voru þau flutt niður Brimnesdalinn og þar í sjúkrabíl sem flutti þau til Akureyrar. Þyrla LHG gat ekki aðhafst á slysavettvangi vegna veðurskilyrða en hún var kominn til Ólafsfjarðar áður en flutningur á hinum slösuðu til byggða hófst,“ segir í tilkynningu. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunarsveitir frá Akureyri og Siglufirði hafi verið kallaðar út. Upp úr klukkan 15 hafi þær, ásamt sjúkraflutningamönnum, verið að ljúka við að búa um manninn til flutnings niður fjallið og verkjastilla hann. Nú sé verið að vinna í því að koma manninum niður. Þá segir hann að ekki hafi verið tilkynnt um að nokkur sé týndur í snjóflóðinu, aðeins að einn hafi slasast. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að aðstæður séu erfiðar vegna lágrar skýjastöðu og lélegs skyggnis á svæðinu. Því hafi nokkur tími liðið áður en þyrlusveitin lagði af stað norður á meðan staðan var metin. Nú sé þyrlan hins vegar komin norður og hún verði til taks ef hennar verður þörf. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjallabyggð Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Í uppfærðri tilkynningu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að klukkan 12:27 hafi borist tilkynning um að snjóflóð hefði fallið í Brimnesdal við Ólafsfjörð, nánar tiltekið undir Kistufjalli. Upphaflega var talið að einn úr hópnum hefði fótbrotnað í snjóflóðinu. „Um tveimur klukkustundum eftir að útkall barst komust sjúkraflutningamenn til hópsins. Kom þá í ljós að annar skíðamaður var einnig lítilsháttar slasaður. Hlúð var að hinum slösuðu og búið um þau til flutnings. Voru þau flutt niður Brimnesdalinn og þar í sjúkrabíl sem flutti þau til Akureyrar. Þyrla LHG gat ekki aðhafst á slysavettvangi vegna veðurskilyrða en hún var kominn til Ólafsfjarðar áður en flutningur á hinum slösuðu til byggða hófst,“ segir í tilkynningu. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunarsveitir frá Akureyri og Siglufirði hafi verið kallaðar út. Upp úr klukkan 15 hafi þær, ásamt sjúkraflutningamönnum, verið að ljúka við að búa um manninn til flutnings niður fjallið og verkjastilla hann. Nú sé verið að vinna í því að koma manninum niður. Þá segir hann að ekki hafi verið tilkynnt um að nokkur sé týndur í snjóflóðinu, aðeins að einn hafi slasast. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að aðstæður séu erfiðar vegna lágrar skýjastöðu og lélegs skyggnis á svæðinu. Því hafi nokkur tími liðið áður en þyrlusveitin lagði af stað norður á meðan staðan var metin. Nú sé þyrlan hins vegar komin norður og hún verði til taks ef hennar verður þörf. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjallabyggð Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira