Tunsel kom inn í NFL-deildinna þegar Höfrungarnir frá Miami völdu hann í nýliðavalinu árið 2016. Honum var skipt til Houston Texans árið 2019 og hefur síðan þá verið með betri tæklurum deildarinnar.
Svo góður hefur hann verið að Texans hafa ákveðið að gera Tunsil launahæsta leikmann deildarinnar í sinni stöðu. Hann skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning upp á að minnsta kosti 50 milljónir Bandaríkjadala eða rúma sjö milljarða íslenskra króna.
Laremy Tunsil and the Texans have agreed to a three-year, $75M deal with $50M guaranteed, per @RapSheet
— Bleacher Report (@BleacherReport) March 19, 2023
He becomes the highest-paid tackle in league history pic.twitter.com/KsnDLHPDoA
Mest getur Tunsil fengið 75 milljónir Bandaríkjadala [10 og hálfur milljarður] á meðan samningurinn er í gildi en hann fær alltaf að lágmarki 50 milljónir Bandaríkjadala.
NFL-deildin er sem stendur í „sumarfríi“ en hefst að nýju þann 7. september. Það verður 104. tímabil deildarinnar.