Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 14:24 Konur vaða flóðvatn í Pakistan eftir gríðarlega vatnavexti þar síðasta haust. Mannkynið getur búið sig undir frekari loftslagshamfarir af þessu tagi og öðru þar sem fátt bendir til þess að ríkjum heims sé alvara með loftslagsmarkmiðum sínum. AP/Fareed Khan Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. Niðurstaða sjöttu samantektarskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um loftslagsbreytingar (IPCC) sem birt var í dag er að líklegt sé að farið verði fram úr markmiði Parísarsamkomulagsins um 1,5 gráðu hlýnun innan áratugs. Sennilegt er að hlýnunin verði orðin meiri þegar næsta stóra loftslagsskýrsla SÞ kemur út. Hlýnunin nemur nú þegar 1,1 gráðu frá upphafi iðnbyltingar og hefur mannkynið þannig valdið óafturkræfum grundvallarbreytingum á umhverfi jarðarinnar sem eru fordæmalausar. Aðgerðir ríkja heims endurspegla ekki alvarleika málsins þrátt fyrir að heimsbyggðin búi yfir allri þeirri þekkingu, þeim tækjum og því fjármagni sem þarf til þess að ná loftslagsmarkmiðunum. Tíminn til að grípa til raunverulegra aðgerða sé að renna út. „Loftslagsbreytingar eru ógn við velferð mannkynsins og plánetunnar. Ákvarðanir og aðgerðir sem gripið verður til á þessum áratug hafa áhrif núna og næstu þúsundir ára,“ segja vísindamennirnir sem tóku skýrsluna saman. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti skýrslunni sem leiðarvísi um hvernig megi aftengja loftslagstímasprengju. „Mannkynið er á hálum ís og sá ís bráðnar hratt. Heimurinn okkar þarfnast loftslagsaðgerða á öllum vígstöðvum: allt, alls staðar, allt í einu,“ sagði Guterres í tilefni af útgáfu skýrslunnar og vísaði í titil sigursælustu kvikmyndar Óskarsverðlaunahátíðarinnar. #IPCC Synthesis Report is now available via the report microsite at https://t.co/sp4Sk0Xbxl#ClimateChange #AR6— IPCC (@IPCC_CH) March 20, 2023 Hættulegt að fara yfir mörkin Fari hlýnun mikið umfram 1,5 gráðu telja vísindamenn að loftslagsváin margfaldist. Hitabylgjur, hungursneyð og smitsjúkdómar felli milljónir manna og vendipunktum verði náð í útdauða dýrategunda, bráðnun landíss og hækkun sjávarstöðu. „Ein og hálf gráða er hættuleg, hættuleg mörk, sérstaklega fyrir byggð á litlum eyjum og í fjöllum sem reiðir sig á jökla,“ segir Aditi Mukherji, einn höfunda skýrslunnar, við AP-fréttastofuna. Skýrsluhöfundar reiknuðu út að ef ætlunin væri að 1,5 gráðu markmiðið héldi þyrfti losun á gróðurhúsalofttegundum að vera orðin sextíu prósent minni árið 2035 en hún var árið 2019. Því var Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, afdráttarlaus í yfirlýsingum sínum í dag. Hann sagði að ríki heims yrðu að hætta að nota kol: iðnríki fyrir árið 2030 en þróunarríki áratug síðar. Þróunarríki yrðu að stefna á kolefnisfría raforkuframleiðslu fyrir árið 2035. Nýmarkaðshagkerfi eins og Kína og Indland yrðu að flýta aðgerðum sínum í að draga úr losun til jafns við iðnríkin. Kínverjar stefna á kolefnishlutleysi árið 2060 en Indverjar 2070. „Öll lönd verða að vera hluti af lausninni. Að krefjast þess að aðrir grípi fyrst til aðgerða tryggir aðeins að mannkynið lendir í síðasta sæti,“ sagði framkvæmdastjórinn. Konur ýta hjólbörum við kolaorkuver við Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Framkvæmdastjóri SÞ segir að þróunarríiki verði að hætta notkun kola fyrir árið 2040.AP/Denis Farrell Hlýnunin gæti orðið þrefalt meiri en nú Eins og sakir standa eru ríki heims órafjarri því að ná yfirlýstum loftslagsmarkmiðum sínum. Skýrsluhöfundar áætla að ef þau spýta ekki strax í lófana gæti hlýnun jarðar náð 3,2 gráðum fyrir lok aldarinnar, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Við svo mikla hlýnun gæti barn sem er fætt í dag átt von á því að sjá yfirborð sjávar hækka um tugi sentímetra, hundruð dýrategunda deyja út og milljónir manna lenda á hrakhólum þar sem heimkyni þeirra verða ekki lengur lífvænleg. Óljóst er hvort að þessi nýjasta skýrsla hreyfi frekar við ríkjum, fyrirtækjum og einstaklingum en fyrri pappírar. Meira en fjörutíu prósent af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum hefur átt sér stað eftir að Sameinuðu þjóðirnar birtu sína fyrstu skýrslu um hættur óheftrar hlýnunar jarðar árið 1990. Auðugust tíu prósent jarðarbúa losa nú þrefalt meira magn gróðurhúsalofttegunda en fátækustu fimmtíu prósent þeirra. Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Vísindi Umhverfismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Niðurstaða sjöttu samantektarskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um loftslagsbreytingar (IPCC) sem birt var í dag er að líklegt sé að farið verði fram úr markmiði Parísarsamkomulagsins um 1,5 gráðu hlýnun innan áratugs. Sennilegt er að hlýnunin verði orðin meiri þegar næsta stóra loftslagsskýrsla SÞ kemur út. Hlýnunin nemur nú þegar 1,1 gráðu frá upphafi iðnbyltingar og hefur mannkynið þannig valdið óafturkræfum grundvallarbreytingum á umhverfi jarðarinnar sem eru fordæmalausar. Aðgerðir ríkja heims endurspegla ekki alvarleika málsins þrátt fyrir að heimsbyggðin búi yfir allri þeirri þekkingu, þeim tækjum og því fjármagni sem þarf til þess að ná loftslagsmarkmiðunum. Tíminn til að grípa til raunverulegra aðgerða sé að renna út. „Loftslagsbreytingar eru ógn við velferð mannkynsins og plánetunnar. Ákvarðanir og aðgerðir sem gripið verður til á þessum áratug hafa áhrif núna og næstu þúsundir ára,“ segja vísindamennirnir sem tóku skýrsluna saman. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti skýrslunni sem leiðarvísi um hvernig megi aftengja loftslagstímasprengju. „Mannkynið er á hálum ís og sá ís bráðnar hratt. Heimurinn okkar þarfnast loftslagsaðgerða á öllum vígstöðvum: allt, alls staðar, allt í einu,“ sagði Guterres í tilefni af útgáfu skýrslunnar og vísaði í titil sigursælustu kvikmyndar Óskarsverðlaunahátíðarinnar. #IPCC Synthesis Report is now available via the report microsite at https://t.co/sp4Sk0Xbxl#ClimateChange #AR6— IPCC (@IPCC_CH) March 20, 2023 Hættulegt að fara yfir mörkin Fari hlýnun mikið umfram 1,5 gráðu telja vísindamenn að loftslagsváin margfaldist. Hitabylgjur, hungursneyð og smitsjúkdómar felli milljónir manna og vendipunktum verði náð í útdauða dýrategunda, bráðnun landíss og hækkun sjávarstöðu. „Ein og hálf gráða er hættuleg, hættuleg mörk, sérstaklega fyrir byggð á litlum eyjum og í fjöllum sem reiðir sig á jökla,“ segir Aditi Mukherji, einn höfunda skýrslunnar, við AP-fréttastofuna. Skýrsluhöfundar reiknuðu út að ef ætlunin væri að 1,5 gráðu markmiðið héldi þyrfti losun á gróðurhúsalofttegundum að vera orðin sextíu prósent minni árið 2035 en hún var árið 2019. Því var Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, afdráttarlaus í yfirlýsingum sínum í dag. Hann sagði að ríki heims yrðu að hætta að nota kol: iðnríki fyrir árið 2030 en þróunarríki áratug síðar. Þróunarríki yrðu að stefna á kolefnisfría raforkuframleiðslu fyrir árið 2035. Nýmarkaðshagkerfi eins og Kína og Indland yrðu að flýta aðgerðum sínum í að draga úr losun til jafns við iðnríkin. Kínverjar stefna á kolefnishlutleysi árið 2060 en Indverjar 2070. „Öll lönd verða að vera hluti af lausninni. Að krefjast þess að aðrir grípi fyrst til aðgerða tryggir aðeins að mannkynið lendir í síðasta sæti,“ sagði framkvæmdastjórinn. Konur ýta hjólbörum við kolaorkuver við Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Framkvæmdastjóri SÞ segir að þróunarríiki verði að hætta notkun kola fyrir árið 2040.AP/Denis Farrell Hlýnunin gæti orðið þrefalt meiri en nú Eins og sakir standa eru ríki heims órafjarri því að ná yfirlýstum loftslagsmarkmiðum sínum. Skýrsluhöfundar áætla að ef þau spýta ekki strax í lófana gæti hlýnun jarðar náð 3,2 gráðum fyrir lok aldarinnar, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Við svo mikla hlýnun gæti barn sem er fætt í dag átt von á því að sjá yfirborð sjávar hækka um tugi sentímetra, hundruð dýrategunda deyja út og milljónir manna lenda á hrakhólum þar sem heimkyni þeirra verða ekki lengur lífvænleg. Óljóst er hvort að þessi nýjasta skýrsla hreyfi frekar við ríkjum, fyrirtækjum og einstaklingum en fyrri pappírar. Meira en fjörutíu prósent af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum hefur átt sér stað eftir að Sameinuðu þjóðirnar birtu sína fyrstu skýrslu um hættur óheftrar hlýnunar jarðar árið 1990. Auðugust tíu prósent jarðarbúa losa nú þrefalt meira magn gróðurhúsalofttegunda en fátækustu fimmtíu prósent þeirra.
Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Vísindi Umhverfismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira