Lögmál leiksins fer yfir síðustu viku í NBA-deildinni í kvöld eins og venjan er á mánudögum og þar ræða þeir á meðal eina af stærstu fréttum vikunnar í deildinni.
„Michael Jordan er mögulega að selja Charlotte Hornets. Þetta vakti mikla athygli,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmál leiksins.
„Hann fer í sögubækurnar sem einn versti eigandinn,“ sagði Hörður Unnsteinsson, sérfræðingur í Lögmáli leiksins.
„Charlotte Hornets er búið að vera í svo miklu miðjumoði síðan 2004. Hvað er besta liðið? Mögulega þegar þeir duttu út í fyrstu umferð með Kemba Walker. Þetta er mjög misheppnað allt saman,“ sagði Tómas Steindórsson, sérfræðingur í Lögmáli leiksins.
„Þeir eru ekki einu sinni í miðjumoði. Þeir eru svona miðja, mínus. Þeir ná ekki alveg að vera í miðjumoði en eru ekki nógu lélegir til að góða valrétti,“ sagði Kjartan Atli.
Það má heyra brot út spjalli þeirra hér fyrir neðan en þátturinn er síðan á dagskrá klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.