Í fjögur ár með skemmt eista Steinar B. Aðalbjörnsson skrifar 21. mars 2023 08:00 Árið er 1996. Ég bý í Bandaríkjunum, er í námi og stunda knattspyrnu. Ég fæ gríðarmikið högg í punginn þegar bolta er spyrnt af öllu afli í mig úr návígi. Þetta er óhapp. Þau gerast. Sama kvöld pissa ég blóði. Daginn eftir er mikill sársauki. Ég fer til læknis sem lætur mig pissa í glas. Í þvaginu er allt í rugli. Hvít blóðkorn í alltof miklu magni og fleira til. Ég fæ lyf. Mér er sagt að koma aftur að viku liðinni. Sem ég geri. Ég pissa aftur í glas. Allt miklu betra en samt ekki 100%. Skilaboðin sem ég fæ eru að koma aftur eftir 2 vikur ef einkennin eru ekki algerlega farin. Einkennin fara eiginlega aldrei. Ég fer samt ekki aftur til læknisins. Kynlífið er skrítið. Það er skrítið að setjast niður. Það er skrítið að koma við annað eistað – það er viðkvæmt. Smátt og smátt myndast einhverskonar þykkildi á eistanu. Síðan líða fjögur ár. Í fjögur ár er ég daglega minntur á að það er ekki allt í lagi þarna niðri. Helmingur eistans er þakinn einhverju sem á ekki að vera þarna. Samt geri ég ekki neitt. „Æ þetta er bara vesen. Þetta eru bara óþarfar áhyggjur. Ég veit að þetta er bara eitthvað sem líður hjá. Það er bara þannig. Og jafnvel ef eitthvað er að þá er það bara ennþá meira vesen fyrir fjölskylduna. Þau munu hafa áhyggjur og þeim mun líða illa yfir þessu. Nei það er best bara að þegja. Þetta fer bara á endanum. Pottþétt! Ég veit það!“ Á Valentínusardaginn árið 2000 sest ég niður í sófa en sprett á fætur. Fjögurra ára dóttir mín hlýtur að hafa skilið eitthvað oddhvasst eftir í sófanum. Nei, það er ekki neitt þarna – þetta er eistað enn á ný. Ég hringi í lækni og fæ tíma strax daginn eftir. Annar læknir daginn þar á eftir. Ómskoðun. Læknirinn segir að þetta sé krabbamein og hann hafi séð svona margoft. Leggur til að fjarlægja eistað. Ég leita skoðunar hjá öðrum sérfræðingi. Og svo hjá þeim þriðja, dr. Lawrence Einhorn, sem segir orðrétt eftir langt samtal: „Þú ert með tvö eistu, eitt dugar. Ekki taka áhættuna. Láttu taka eistað.“ Eistað er svo fjarlægt nokkrum dögum síðar. Svo kemur biðin - er þetta illkynja? Það þarf að skoða það. Er þetta búið að dreifa sér? Það er möguleiki að mati læknanna vegna þess hversu lengi ég hef hummað greinileg einkenni fram af mér. Það þarf líka að skoða það. Er ég að fara að deyja..........? Þremur vikum síðar er eistað farið og ég kominn á veg enduruppbyggingar á líkama og sál. Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin. Ég var heppinn, stálheppinn, að það kæmi ekki í bakið á mér að bíða svona lengi. Í raun beið ég svo lengi að það er eiginlega bara frábær og einstök saga í sjálfu sér að ég get skrifað þennan pistil til ykkar í dag. Við karlmenn erum því miður oft of seinir til verka þegar kemur að okkar eigin heilsu. Þar liggur margt að baki og hjá mér var það kvíði og hræðsla við hið óþekkta. Það var auðveldara að stinga höfðinu í sandinn og vona að „vesenið“ færi af sjálfu sér. Sem það að sjálfsögðu gerði ekki! Ef þú ert með einkenni, ekki vera sami kjáni og ég var. Tölfræðin er með okkur ef við erum meðvitaðir um hvaða einkenni geta bent til krabbameins og látum kíkja á okkur ef líðanin er önnur en venjulega, hún er án skýrra orsaka og viðvarandi. Ekki humma fram af þér heilsuna! Þekktu einkennin! Höfundur er starfsmaður Krabbameinsfélagsins og laus við krabbamein í eista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Árið er 1996. Ég bý í Bandaríkjunum, er í námi og stunda knattspyrnu. Ég fæ gríðarmikið högg í punginn þegar bolta er spyrnt af öllu afli í mig úr návígi. Þetta er óhapp. Þau gerast. Sama kvöld pissa ég blóði. Daginn eftir er mikill sársauki. Ég fer til læknis sem lætur mig pissa í glas. Í þvaginu er allt í rugli. Hvít blóðkorn í alltof miklu magni og fleira til. Ég fæ lyf. Mér er sagt að koma aftur að viku liðinni. Sem ég geri. Ég pissa aftur í glas. Allt miklu betra en samt ekki 100%. Skilaboðin sem ég fæ eru að koma aftur eftir 2 vikur ef einkennin eru ekki algerlega farin. Einkennin fara eiginlega aldrei. Ég fer samt ekki aftur til læknisins. Kynlífið er skrítið. Það er skrítið að setjast niður. Það er skrítið að koma við annað eistað – það er viðkvæmt. Smátt og smátt myndast einhverskonar þykkildi á eistanu. Síðan líða fjögur ár. Í fjögur ár er ég daglega minntur á að það er ekki allt í lagi þarna niðri. Helmingur eistans er þakinn einhverju sem á ekki að vera þarna. Samt geri ég ekki neitt. „Æ þetta er bara vesen. Þetta eru bara óþarfar áhyggjur. Ég veit að þetta er bara eitthvað sem líður hjá. Það er bara þannig. Og jafnvel ef eitthvað er að þá er það bara ennþá meira vesen fyrir fjölskylduna. Þau munu hafa áhyggjur og þeim mun líða illa yfir þessu. Nei það er best bara að þegja. Þetta fer bara á endanum. Pottþétt! Ég veit það!“ Á Valentínusardaginn árið 2000 sest ég niður í sófa en sprett á fætur. Fjögurra ára dóttir mín hlýtur að hafa skilið eitthvað oddhvasst eftir í sófanum. Nei, það er ekki neitt þarna – þetta er eistað enn á ný. Ég hringi í lækni og fæ tíma strax daginn eftir. Annar læknir daginn þar á eftir. Ómskoðun. Læknirinn segir að þetta sé krabbamein og hann hafi séð svona margoft. Leggur til að fjarlægja eistað. Ég leita skoðunar hjá öðrum sérfræðingi. Og svo hjá þeim þriðja, dr. Lawrence Einhorn, sem segir orðrétt eftir langt samtal: „Þú ert með tvö eistu, eitt dugar. Ekki taka áhættuna. Láttu taka eistað.“ Eistað er svo fjarlægt nokkrum dögum síðar. Svo kemur biðin - er þetta illkynja? Það þarf að skoða það. Er þetta búið að dreifa sér? Það er möguleiki að mati læknanna vegna þess hversu lengi ég hef hummað greinileg einkenni fram af mér. Það þarf líka að skoða það. Er ég að fara að deyja..........? Þremur vikum síðar er eistað farið og ég kominn á veg enduruppbyggingar á líkama og sál. Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin. Ég var heppinn, stálheppinn, að það kæmi ekki í bakið á mér að bíða svona lengi. Í raun beið ég svo lengi að það er eiginlega bara frábær og einstök saga í sjálfu sér að ég get skrifað þennan pistil til ykkar í dag. Við karlmenn erum því miður oft of seinir til verka þegar kemur að okkar eigin heilsu. Þar liggur margt að baki og hjá mér var það kvíði og hræðsla við hið óþekkta. Það var auðveldara að stinga höfðinu í sandinn og vona að „vesenið“ færi af sjálfu sér. Sem það að sjálfsögðu gerði ekki! Ef þú ert með einkenni, ekki vera sami kjáni og ég var. Tölfræðin er með okkur ef við erum meðvitaðir um hvaða einkenni geta bent til krabbameins og látum kíkja á okkur ef líðanin er önnur en venjulega, hún er án skýrra orsaka og viðvarandi. Ekki humma fram af þér heilsuna! Þekktu einkennin! Höfundur er starfsmaður Krabbameinsfélagsins og laus við krabbamein í eista.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun