Handtakið Davíð Ástþór Magnússon skrifar 20. mars 2023 17:30 Það hljómar eins og lélegur brandari að 20 ára afmælisdegi ólögmætrar innrásar í Írak sé “fagnað” af Alþjóða Stríðsglæpadómstólnum með því að gefa út ákæru á hendur Pútin forseta Rússlands fyrir að flytja um sex þúsund munaðarlaus börn af stríðssvæði. Með hátterni sínu og tvískinnungshætti s.l. tuttugu ár hefur þessi spillti dómstóll grafið undan réttarríkinu. Látið NATO nota sig til að rétta aðallega yfir afrískum leiðtogum á meðan stærstu glæpamenn mannkynssögunnar eru friðhelgir. Glæpir Pútins fölna samanborið við stríðsglæpi George W. Bush og hans fylgissveina, m.a. Íslendingana Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar sem studdu ólögmæta árás á Írak sem varð 1.2 milljónum að bana, þ.á.m. konur og börn sem voru myrt eða svelt í hel með beinum stríðsaðgerðum og efnahagsþvingunum. Milljónir sendir á flótta frá heimilum sínum, innrásarherinn þeirra stundaði pyntingar á föngum, opnaði fyrir straum hryðjuverkamanna inn í landið og skildi síðan Írösku þjóðina eftir í algjörri upplausn og berskjaldaða fyrir hryðjuverkum. Halldór er farin á vit feðra sinna og vonandi hefur fengið sína refsingu þar. Davíð, Bush og þeirra fylgisveinar leika enn lausum hala eins og ekkert hafi í skorist. Þrátt fyrir að Bush hafi verið dæmdur fyrir stríðsglæpi fyrir áratug síðan, árið 2011, af dómstól í Malasíu hefur hinn svokallaði Alþjóða Stríðsglæpadómstóll ekkert aðhafst. Þrátt fyrir að hafa fengið sendar vitnaskýrslur um hvernig fólk sætti pyntingum innrásarhersins, fingurneglur voru fjarlægðar með töngum, fólk hengt upp með rafsnúrum og gefið raflost, fólki misþyrmt með barsmíðum og stungið í svarthol, fólk notað sem mannlegur skjöldur. Helsti gerandinn Bush lifir í vellystingum í vestrænu ríki og nú gerst listmálari sem óneitanlega minnir á Hitler, annan brjálæðing sem einnig hóf blóðuga styrjöld með því að spinna lygavef með áróðurstækni sem Bush og félagar síðar notuðu sem fyrirmynd. Í undirbúningi innrásarinnar á NATO fundi í Prague árið 2002 lýstu forsætisráðherra Davíð Oddsson og utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson yfir stuðningi Íslands við bandarískan hernað og innrás í Mið-Austurlöndum og buðu fram Íslenskar farþegaflugvélar frá Atlanta og Icelandair til hergagnaflutninga. Gögn frá utanríkisráðuneytinu sanna að á þessum tímapunkti höfðu þessir sömu menn vitneskju um að þarna var verið að fremja víðtæk fjöldamorð og þjóðernishreinsanir undir lygavef frá bandarísku leyniþjónustunni. Ég var handtekinn og færður í fangelsi nokkrum klukkustundum eftir að senda út viðvörun til allra starfstöðva Atlanta og Icelandair á Íslandi og erlendis, allra Íslenskra lögreglustöðva, ráðuneyta, alþingismanna og afrit til fjölmiðla. Í meðferð málsins lagði ég fram skjöl til stuðnings þeirri staðreynd að með þátttöku í herflutningum breytist skilgreining flugfélaganna úr því að vera borgarlegt skotmarki yfir í hernaðarleg. Samkvæmt Geneva sáttmálanum um stríðsrekstur yrðu flugfélögin þannig orðin lögmæt skotmörk þeirra sem stríðið beinist að. Síðar var mér sagt af starfsmanni innan stjórnsýslunnar að skipun um mína handtöku hafi komið til Ríkislögreglustjóra úr forsætisráðuneytinu. Er ekki kominn tími á að handtaka þann Íslending sem misnotaði embætti sitt sem forsætisráðherra til að veita stuðnings Íslands við ólögmæta árás á fjarlæga þjóð og kóróna það svo með að gefa út skipun um að handtaka friðarsinna fyrir að benda á hvað stæði í alþjóðalögum um fyrirhugað athæfi ráðherrans. Auðvitað á að handtaka alla stríðsglæpamenn og láta þá svara fyrir glæpi sína gegn mannkyninu. Hinsvegar verða sömu lög að gilda yfir alla. Engum stríðsglæpamanni má veita friðhelgi gegn réttvísinni. Allra síst getur alþjóða dómstóll sem vill láta taka sig alvarlega lagt lið við slíka pólitíska spillingu sem nú umvefur okkar þjóðfélag og sem hefur leitt okkur út í styrjöld við Rússland. Innrásin í Írak ætti að vera okkur víti til varnaðar að skoða vel hvaða staðreyndir liggja að baki áróðrinum sem matað er í okkur um aðdraganda stríðsins í Úkraníu af sitjandi ráðamönnum og sem flestir fjölmiðlar síðan endurvarpa endurtekið og gagnrýnislaust. Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Írak Bandaríkin George W. Bush Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það hljómar eins og lélegur brandari að 20 ára afmælisdegi ólögmætrar innrásar í Írak sé “fagnað” af Alþjóða Stríðsglæpadómstólnum með því að gefa út ákæru á hendur Pútin forseta Rússlands fyrir að flytja um sex þúsund munaðarlaus börn af stríðssvæði. Með hátterni sínu og tvískinnungshætti s.l. tuttugu ár hefur þessi spillti dómstóll grafið undan réttarríkinu. Látið NATO nota sig til að rétta aðallega yfir afrískum leiðtogum á meðan stærstu glæpamenn mannkynssögunnar eru friðhelgir. Glæpir Pútins fölna samanborið við stríðsglæpi George W. Bush og hans fylgissveina, m.a. Íslendingana Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar sem studdu ólögmæta árás á Írak sem varð 1.2 milljónum að bana, þ.á.m. konur og börn sem voru myrt eða svelt í hel með beinum stríðsaðgerðum og efnahagsþvingunum. Milljónir sendir á flótta frá heimilum sínum, innrásarherinn þeirra stundaði pyntingar á föngum, opnaði fyrir straum hryðjuverkamanna inn í landið og skildi síðan Írösku þjóðina eftir í algjörri upplausn og berskjaldaða fyrir hryðjuverkum. Halldór er farin á vit feðra sinna og vonandi hefur fengið sína refsingu þar. Davíð, Bush og þeirra fylgisveinar leika enn lausum hala eins og ekkert hafi í skorist. Þrátt fyrir að Bush hafi verið dæmdur fyrir stríðsglæpi fyrir áratug síðan, árið 2011, af dómstól í Malasíu hefur hinn svokallaði Alþjóða Stríðsglæpadómstóll ekkert aðhafst. Þrátt fyrir að hafa fengið sendar vitnaskýrslur um hvernig fólk sætti pyntingum innrásarhersins, fingurneglur voru fjarlægðar með töngum, fólk hengt upp með rafsnúrum og gefið raflost, fólki misþyrmt með barsmíðum og stungið í svarthol, fólk notað sem mannlegur skjöldur. Helsti gerandinn Bush lifir í vellystingum í vestrænu ríki og nú gerst listmálari sem óneitanlega minnir á Hitler, annan brjálæðing sem einnig hóf blóðuga styrjöld með því að spinna lygavef með áróðurstækni sem Bush og félagar síðar notuðu sem fyrirmynd. Í undirbúningi innrásarinnar á NATO fundi í Prague árið 2002 lýstu forsætisráðherra Davíð Oddsson og utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson yfir stuðningi Íslands við bandarískan hernað og innrás í Mið-Austurlöndum og buðu fram Íslenskar farþegaflugvélar frá Atlanta og Icelandair til hergagnaflutninga. Gögn frá utanríkisráðuneytinu sanna að á þessum tímapunkti höfðu þessir sömu menn vitneskju um að þarna var verið að fremja víðtæk fjöldamorð og þjóðernishreinsanir undir lygavef frá bandarísku leyniþjónustunni. Ég var handtekinn og færður í fangelsi nokkrum klukkustundum eftir að senda út viðvörun til allra starfstöðva Atlanta og Icelandair á Íslandi og erlendis, allra Íslenskra lögreglustöðva, ráðuneyta, alþingismanna og afrit til fjölmiðla. Í meðferð málsins lagði ég fram skjöl til stuðnings þeirri staðreynd að með þátttöku í herflutningum breytist skilgreining flugfélaganna úr því að vera borgarlegt skotmarki yfir í hernaðarleg. Samkvæmt Geneva sáttmálanum um stríðsrekstur yrðu flugfélögin þannig orðin lögmæt skotmörk þeirra sem stríðið beinist að. Síðar var mér sagt af starfsmanni innan stjórnsýslunnar að skipun um mína handtöku hafi komið til Ríkislögreglustjóra úr forsætisráðuneytinu. Er ekki kominn tími á að handtaka þann Íslending sem misnotaði embætti sitt sem forsætisráðherra til að veita stuðnings Íslands við ólögmæta árás á fjarlæga þjóð og kóróna það svo með að gefa út skipun um að handtaka friðarsinna fyrir að benda á hvað stæði í alþjóðalögum um fyrirhugað athæfi ráðherrans. Auðvitað á að handtaka alla stríðsglæpamenn og láta þá svara fyrir glæpi sína gegn mannkyninu. Hinsvegar verða sömu lög að gilda yfir alla. Engum stríðsglæpamanni má veita friðhelgi gegn réttvísinni. Allra síst getur alþjóða dómstóll sem vill láta taka sig alvarlega lagt lið við slíka pólitíska spillingu sem nú umvefur okkar þjóðfélag og sem hefur leitt okkur út í styrjöld við Rússland. Innrásin í Írak ætti að vera okkur víti til varnaðar að skoða vel hvaða staðreyndir liggja að baki áróðrinum sem matað er í okkur um aðdraganda stríðsins í Úkraníu af sitjandi ráðamönnum og sem flestir fjölmiðlar síðan endurvarpa endurtekið og gagnrýnislaust. Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun