Skora á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslu í Mjóddinni Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2023 18:23 Pósturinn hefur verið í Mjóddinni í tæpa þrjá áratugi. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á Íslandspóst ohf. að halda áfram rekstri póstafgreiðslu í Mjóddinni í Breiðholti. Í tillögu sem tekin verður fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun kemur meðal annars fram að þrátt fyrir fyrirhugaðar breytingar sé ljóst að rekstur pósthúsa verður áfram veigamikill hluti af starfsemi fyrirtækisins. Þá séu fyrirhugaðar breytingar slæmar fyrir flesta þá sem eiga erindi í póstafgreiðslu og hyggjast nota almenningssamgöngur til þess. Líkt og fram kom í frétt Vísis þann 27. febrúar síðastliðinn hyggst Pósturinn loka pósthúsum á næstunni og meðal þeirra sem hverfa á braut er pósthús Breiðhyltinga í Mjódd og Ólsara í Ólafsvík. Forstjóri Póstsins segir breytingarnar í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. Pósturinn hefur verið í Mjóddinni í tæpa þrjá áratugi. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður fyrrnefndrar tillögu. Fram kemur í tillögunni að póstafgreiðslan í Mjóddinni þjóni Breiðholti, sem er fjölmennasta hverfi Reykjavíkur og landsins alls, með um 23 þúsund íbúa. Staðsetning póstafgreiðslunnar í Mjóddinni sé auk þess hentug fyrir marga aðra en íbúa Breiðholts þar sem hún er mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og rekin í tengslum við vinsæla verslunarmiðstöð. Með tillögunni er lagst gegn því að Íslandspóstur hagræði í rekstri sínum en „áform um lokun fjölsóttrar póstafgreiðslu í fjölmennasta hverfi landsins orkar þó tvímælis á sama tíma og Pósturinn hyggst áfram reka margar póstafgreiðslur í fámennum byggðarlögum víðs vegar um land.“ Þá er tekið fram að auk þess að vera hluti af fjölsóttri verslunarmiðstöð þá liggi póstafgreiðslan í Mjódd afar vel við almenningssamgöngum þar sem hún er starfrækt í stærstu skiptistöð Strætó bs. Óhentugra fyrir gangandi vegfarendur og strætófarþega Fram kemur að þrátt fyrir ýmsar nýjungar í póstþjónustu er gert ráð fyrir að margir muni áfram nýta sér þjónustu pósthúsa. Það eigi ekki síst við um eldra fólk sem og ýmsa sem hafa ekki bíl til umráða. Fyrir slíka hópa sé mun greiðari aðgangur að Mjóddinni vegna öflugra almenningssamgangna en að Dalvegi. „Sjö strætisvagnaleiðir fara nú um Mjódd eða hafa þar endastöð, þar af þrjár stofnleiðir. Mjóddin hefur þannig góðar tengingar við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins. Auk þess er Mjódd miðstöð fólksflutninga út á land þar sem allar helstu leiðir landsbyggðarstrætós hafa upphafs- og endastöð þar. Ljóst er að pósthúsið við Dalveg hentar gangandi vegfarendum og strætófarþegum mun síður en núverandi póstafgreiðsla í Mjóddinni. Tvær strætisvagnaleiðir (24, 28) liggja nú um Dalveg. Hvorug þeirra er stofnleið og önnur innanbæjarleið í Kópavogi án tengingar við Mjódd eða önnur sveitarfélög. Því er ljóst að strætótengingar við pósthúsið á Dalvegi eru fremur fátæklegar. Þrjár strætisvagnaleiðir, þar af ein stofnleið (4, 21 og 24), tengja Mjóddina hins vegar við hverfi Kópavogs.“ Pósturinn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Líkt og fram kom í frétt Vísis þann 27. febrúar síðastliðinn hyggst Pósturinn loka pósthúsum á næstunni og meðal þeirra sem hverfa á braut er pósthús Breiðhyltinga í Mjódd og Ólsara í Ólafsvík. Forstjóri Póstsins segir breytingarnar í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. Pósturinn hefur verið í Mjóddinni í tæpa þrjá áratugi. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður fyrrnefndrar tillögu. Fram kemur í tillögunni að póstafgreiðslan í Mjóddinni þjóni Breiðholti, sem er fjölmennasta hverfi Reykjavíkur og landsins alls, með um 23 þúsund íbúa. Staðsetning póstafgreiðslunnar í Mjóddinni sé auk þess hentug fyrir marga aðra en íbúa Breiðholts þar sem hún er mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og rekin í tengslum við vinsæla verslunarmiðstöð. Með tillögunni er lagst gegn því að Íslandspóstur hagræði í rekstri sínum en „áform um lokun fjölsóttrar póstafgreiðslu í fjölmennasta hverfi landsins orkar þó tvímælis á sama tíma og Pósturinn hyggst áfram reka margar póstafgreiðslur í fámennum byggðarlögum víðs vegar um land.“ Þá er tekið fram að auk þess að vera hluti af fjölsóttri verslunarmiðstöð þá liggi póstafgreiðslan í Mjódd afar vel við almenningssamgöngum þar sem hún er starfrækt í stærstu skiptistöð Strætó bs. Óhentugra fyrir gangandi vegfarendur og strætófarþega Fram kemur að þrátt fyrir ýmsar nýjungar í póstþjónustu er gert ráð fyrir að margir muni áfram nýta sér þjónustu pósthúsa. Það eigi ekki síst við um eldra fólk sem og ýmsa sem hafa ekki bíl til umráða. Fyrir slíka hópa sé mun greiðari aðgangur að Mjóddinni vegna öflugra almenningssamgangna en að Dalvegi. „Sjö strætisvagnaleiðir fara nú um Mjódd eða hafa þar endastöð, þar af þrjár stofnleiðir. Mjóddin hefur þannig góðar tengingar við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins. Auk þess er Mjódd miðstöð fólksflutninga út á land þar sem allar helstu leiðir landsbyggðarstrætós hafa upphafs- og endastöð þar. Ljóst er að pósthúsið við Dalveg hentar gangandi vegfarendum og strætófarþegum mun síður en núverandi póstafgreiðsla í Mjóddinni. Tvær strætisvagnaleiðir (24, 28) liggja nú um Dalveg. Hvorug þeirra er stofnleið og önnur innanbæjarleið í Kópavogi án tengingar við Mjódd eða önnur sveitarfélög. Því er ljóst að strætótengingar við pósthúsið á Dalvegi eru fremur fátæklegar. Þrjár strætisvagnaleiðir, þar af ein stofnleið (4, 21 og 24), tengja Mjóddina hins vegar við hverfi Kópavogs.“
Pósturinn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira