Funduðu í fjóra og hálfan tíma Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2023 10:26 Xi Jinping Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands. AP/Sergei Karpukhin Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. Xi mun verja nokkrum dögum í Moskvu en formlegur fundur forsetanna tveggja er í dag. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Xi ætli sér að byrja að aðstoða Rússa með beinum hætti vegna innrásar þeirra í Úkraínu og senda þeim skotfæri og vopn. Hvort af því verður liggur ekki fyrir enn. Dmirí Peskóv, ralsmaður Pútíns, hefur lítið sagt um hvað forsetarnir ræddu sín á milli í gær. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Peskóv að Xi og Pútín hafi átt „alvarlegt samtal“ og skipst á skoðunum. Hann vildi ekkert frekar segja og sagði réttast að bíða eftir opinberum tilkynningum. Þegar Xi og Pútín hittust síðasta í Kasakstan í september í fyrra en þá sagðist Xi hafa áhyggjur af innrás Pútíns í Úkraínu. Sjá einnig: Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Nú jusu þeir hvorn annan lofi og var augljóst að markmiðið var að sýna mikla samstöðu. Bæði Rússland og Kína eru í andstöðu gegn núverandi alþjóðakerfi, sem myndað var af Vesturlöndum eftir seinni heimsstyrjöldina. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í síðustu viku út handtökuskipun á hendur Pútín fyrir stríðsglæpi í Úkraínu, vegna fjölda úkraínskra barna sem flutt hafa verið nauðungarflutningum til Rússlands. Þar hafa börnin verið vistuð á stofnunum eða ættleidd til rússneskra fjölskyldna, jafnvel þó þau séu ekki munaðarlaus. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi heimsókn Xi í gær og sagði að með henni væri forsetinn kínverski að veita Pútín pólitískt skjól frá áframhaldandi stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Hann sagði einnig að heimsóknin gæfi til kynna á að Kínverjar hefðu lítinn áhuga á því að draga Pútín til ábyrgðar fyrir ódæði Rússa í Úkraínu. Rússland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52 Pútín fór óvænt til Maríupól í nótt Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en hann ferðaðist til Krímskaga í gær. 19. mars 2023 08:05 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Xi mun verja nokkrum dögum í Moskvu en formlegur fundur forsetanna tveggja er í dag. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Xi ætli sér að byrja að aðstoða Rússa með beinum hætti vegna innrásar þeirra í Úkraínu og senda þeim skotfæri og vopn. Hvort af því verður liggur ekki fyrir enn. Dmirí Peskóv, ralsmaður Pútíns, hefur lítið sagt um hvað forsetarnir ræddu sín á milli í gær. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Peskóv að Xi og Pútín hafi átt „alvarlegt samtal“ og skipst á skoðunum. Hann vildi ekkert frekar segja og sagði réttast að bíða eftir opinberum tilkynningum. Þegar Xi og Pútín hittust síðasta í Kasakstan í september í fyrra en þá sagðist Xi hafa áhyggjur af innrás Pútíns í Úkraínu. Sjá einnig: Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Nú jusu þeir hvorn annan lofi og var augljóst að markmiðið var að sýna mikla samstöðu. Bæði Rússland og Kína eru í andstöðu gegn núverandi alþjóðakerfi, sem myndað var af Vesturlöndum eftir seinni heimsstyrjöldina. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í síðustu viku út handtökuskipun á hendur Pútín fyrir stríðsglæpi í Úkraínu, vegna fjölda úkraínskra barna sem flutt hafa verið nauðungarflutningum til Rússlands. Þar hafa börnin verið vistuð á stofnunum eða ættleidd til rússneskra fjölskyldna, jafnvel þó þau séu ekki munaðarlaus. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi heimsókn Xi í gær og sagði að með henni væri forsetinn kínverski að veita Pútín pólitískt skjól frá áframhaldandi stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Hann sagði einnig að heimsóknin gæfi til kynna á að Kínverjar hefðu lítinn áhuga á því að draga Pútín til ábyrgðar fyrir ódæði Rússa í Úkraínu.
Rússland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52 Pútín fór óvænt til Maríupól í nótt Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en hann ferðaðist til Krímskaga í gær. 19. mars 2023 08:05 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14
Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52
Pútín fór óvænt til Maríupól í nótt Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn til Maríupól í Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín heimsækir nýlega hernumin svæði í Úkraínu, en hann ferðaðist til Krímskaga í gær. 19. mars 2023 08:05