Hjartað á réttum stað í mannréttindum Eva Einarsdóttir skrifar 21. mars 2023 13:30 Í dag fer fram aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International þar sem m.a. verður kynnt ný ársskýrsla samtakanna. Þegar horft er í baksýnisspegilinn kemur fyrst upp í hugann að í byrjun síðasta árs var heimurinn enn að berjast við heimsfaraldur sem hafði víðtæk áhrif á réttindi fólks, svo sem tjáningarfrelsi og ferðafrelsi sem og auðvitað heilsu. Í febrúar gerðist svo það sem maður sá ekki fyrir, innrás Rússlands í Úkraínu. Snemma árs gaf Amnesty International út ítarlega skýrslu um aðskilnaðarstefnu Ísraels og hryllilegar aðgerðir gegn palestínsku fólki: umfangsmiklar landtökur og eignarnám, ólögmæt dráp, þvingaða brottflutninga, verulega skerðingu á ferðafrelsi og þess að fólki sé synjað um ríkisfang eða ríkisborgararétt. Skýrslan hlaut mikla umfjöllun bæði i fjölmiðlum og innan alþjóðasamfélagsins, svo sem innan alþjóðadómstólsins í Haag. Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Það er því miður alltof ströng löggjöf í mörgum löndum gegn sjálfsákvörðunarvaldi fólks til þungunarrofs. Ekki þarf að leita lengra en til Færeyja, þar sem þungunarrofslög eru með þeim ströngustu sem þekkjast í Evrópu. Í ár mun Amnesty International meðal annars beita sér fyrir því að þessum lögum verði breytt. Við heyrum daglega neikvæðar fréttir í fjölmiðlum en það er mikilvægt bæði fyrir okkur sem störfum fyrir hreyfinguna og einnig fyrir ykkur sem styðjið við starfið, bæði fjárhagslega og með gjörðum, að heyra af öllum þeim sigrum sem nást. Árið 2022 náðist heilmikið fram: fólk sem sætti ólögmætri fangelsisvist fékk frelsi á ný, gerendur mannréttindabrota voru látnir sæta ábyrgð, mikilvægar ályktanir voru samþykktar á alþjóðavettvangi og umbætur á löggjöf áttu sér stað í ýmsum löndum. Afnám dauðarefsingarinnar á heimsvísu hélt áfram að mjakast í rétta átt og einnig urðu framfarir á sviði kvenréttinda og hinsegin fólks. Þrátt fyrir góðar fréttir frá hinum ýmsu löndum hefur Amnesty International greint bakslag í ýmsum málaflokkum. Skertari réttindi hinsegin fólks, sýnilegri rasismi, bann við þungunarrofi, mannréttindabrot í stríðshrjáðum löndum og aukinn fjöldi flóttafólks minnir okkur á af hverju það er mikilvægt að við sameinumst sem flest í að standa vörð um mannréttindi. Íslandsdeild Amnesty International heldur úti öflugu fræðslustarfi og það gera fjölmörg önnur samtök sem starfa í þágu mannréttinda. Skólar, samtök, stofnanir og fyrirtæki geta óskað eftir slíkri fræðslu og eins er heimasíða deildarinnar með víðtækt fræðsluefni. Það var ánægjulegt í lok ársins 2022 þegar Íslandsdeild Amnesty náði markmiði sínu í stærstu árlegu herferð samtakanna, Þitt nafn bjargar lífi, og safnaði alls 57.803 undirskriftum. Það má ýmislegt um okkur hér á Íslandi segja og margt má bæta en við erum mörg með hjartað á réttum stað þegar kemur að mannréttinda- og mannúðarmálum. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn kl. 17:00 á skrifstofu samtakanna að Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík. Öll velkomin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag fer fram aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International þar sem m.a. verður kynnt ný ársskýrsla samtakanna. Þegar horft er í baksýnisspegilinn kemur fyrst upp í hugann að í byrjun síðasta árs var heimurinn enn að berjast við heimsfaraldur sem hafði víðtæk áhrif á réttindi fólks, svo sem tjáningarfrelsi og ferðafrelsi sem og auðvitað heilsu. Í febrúar gerðist svo það sem maður sá ekki fyrir, innrás Rússlands í Úkraínu. Snemma árs gaf Amnesty International út ítarlega skýrslu um aðskilnaðarstefnu Ísraels og hryllilegar aðgerðir gegn palestínsku fólki: umfangsmiklar landtökur og eignarnám, ólögmæt dráp, þvingaða brottflutninga, verulega skerðingu á ferðafrelsi og þess að fólki sé synjað um ríkisfang eða ríkisborgararétt. Skýrslan hlaut mikla umfjöllun bæði i fjölmiðlum og innan alþjóðasamfélagsins, svo sem innan alþjóðadómstólsins í Haag. Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Það er því miður alltof ströng löggjöf í mörgum löndum gegn sjálfsákvörðunarvaldi fólks til þungunarrofs. Ekki þarf að leita lengra en til Færeyja, þar sem þungunarrofslög eru með þeim ströngustu sem þekkjast í Evrópu. Í ár mun Amnesty International meðal annars beita sér fyrir því að þessum lögum verði breytt. Við heyrum daglega neikvæðar fréttir í fjölmiðlum en það er mikilvægt bæði fyrir okkur sem störfum fyrir hreyfinguna og einnig fyrir ykkur sem styðjið við starfið, bæði fjárhagslega og með gjörðum, að heyra af öllum þeim sigrum sem nást. Árið 2022 náðist heilmikið fram: fólk sem sætti ólögmætri fangelsisvist fékk frelsi á ný, gerendur mannréttindabrota voru látnir sæta ábyrgð, mikilvægar ályktanir voru samþykktar á alþjóðavettvangi og umbætur á löggjöf áttu sér stað í ýmsum löndum. Afnám dauðarefsingarinnar á heimsvísu hélt áfram að mjakast í rétta átt og einnig urðu framfarir á sviði kvenréttinda og hinsegin fólks. Þrátt fyrir góðar fréttir frá hinum ýmsu löndum hefur Amnesty International greint bakslag í ýmsum málaflokkum. Skertari réttindi hinsegin fólks, sýnilegri rasismi, bann við þungunarrofi, mannréttindabrot í stríðshrjáðum löndum og aukinn fjöldi flóttafólks minnir okkur á af hverju það er mikilvægt að við sameinumst sem flest í að standa vörð um mannréttindi. Íslandsdeild Amnesty International heldur úti öflugu fræðslustarfi og það gera fjölmörg önnur samtök sem starfa í þágu mannréttinda. Skólar, samtök, stofnanir og fyrirtæki geta óskað eftir slíkri fræðslu og eins er heimasíða deildarinnar með víðtækt fræðsluefni. Það var ánægjulegt í lok ársins 2022 þegar Íslandsdeild Amnesty náði markmiði sínu í stærstu árlegu herferð samtakanna, Þitt nafn bjargar lífi, og safnaði alls 57.803 undirskriftum. Það má ýmislegt um okkur hér á Íslandi segja og margt má bæta en við erum mörg með hjartað á réttum stað þegar kemur að mannréttinda- og mannúðarmálum. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn kl. 17:00 á skrifstofu samtakanna að Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík. Öll velkomin.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun