Galnir vextir á verðbólgutímum Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 22. mars 2023 10:30 Þá miklu verðbólgu sem nú ríkir má í senn rekja til heimatilbúins vanda en þó að langstærstum hluta til ytri aðstæðna; heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu. Verðlag hefur hækkað gríðarlega og þar með útgjöld heimilanna í landinu. Mörg heimili eru í miklum vanda og líkt og jafnan áður lenda afleiðingar þessa á herðum þeirra sem síst mega við slíkum áföllum; tekjulágum heimilum, leigjendum og þeim sem nýverið hafa fest kaup á fyrstu fasteign við hátt raunverð. Þessir viðkvæmu hópar standa frammi fyrir bráðavanda af völdum verðbólgunnar sem bregðast þarf við. Þetta er ekki fólkið sem flýgur í sólina á Tenerife. Fjármagnið heimtar sitt Á sama tíma er því haldið fram að vextir til þeirra sem eiga fjármagnið megi ekki vera neikvæðir að raunvirði. Þetta þýðir á mannamáli að fólkið sem á fjármagnið má alls ekki þurfa að búa við það að fá minni ávöxtun en sem nemur að minnsta kosti verðbólgu síðustu 12 mánaða! Hvaða rök eru fyrir því að á sama tíma og draga þarf úr þenslu í hagkerfinu og mikill fjöldi fólks berst við að ná endum saman séu fjármagnseigendum færðir enn hærri vextir til þess að geta haldið sinni neyslu áfram? Minnumst þess að ójöfnuður jókst í kjölfar COVID-faraldurs og kaupmáttur efstu tíundar jókst lang mest í tekjustiganum. Auðveldlega mætti beita sköttum til að draga úr þenslu og dreifa byrðum á breiðu bökin. Það er ekkert eðlilegt við ástand þar sem verðbólga er 10%. Það er ekkert eðlilegt við að raunvextir séu jákvæðir við 10% verðbólgu, hvorki til skemmri né lengri tíma. Því síður er það eðlilegt að fyrirtæki á fákeppnismörkuðum nýti ástandið til að auka álagningu og arðsemi á veðbólgutímum. Augljóst er að beita þarf öðrum verkfærum til þess að bregðast við þeim vanda sem samfélagið stendur frammi fyrir. Nú er kominn tími til þess að ríkisstjórnin, efsta lag samfélagsins og stjórnendur fyrirtækja hætti að réttlæta gegndarlausar verðhækkanir. Hugsunin að í lagi sé að hækka verð vegna verðbólgunnar er til þess fallin að auka verðbólgu. Þetta forystufólk þarf að grípa inn í og hjálpa til við að tala verðbólguna niður! Seðlabanki á villigötum Seðlabanki Íslands er á rangri leið með sífelldum og öfgakenndum stýrivaxtahækkunum. Nýjasta hækkunin er til þess fallin að þrýsta meginþorra skuldsettra heimila yfir í verðtryggt lánaumhverfi. Það mun draga úr virkni stýrivaxta Seðlabankans og þannig ýta undir verðbólgu á komandi mánuðum í stað þess að draga úr henni. Sinnuleysi stjórnvalda gagnvart afkomu almennings hefur lengi verið okkur í verkalýðshreyfingunni undrunarefni. Nú verður ekki lengur hjá því komist að takast á við þann mikla og vaxandi vanda sem verðbólga og vaxtahækkanir valda þeim hópum sem verst standa. Málið þolir enga bið. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson ASÍ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Þá miklu verðbólgu sem nú ríkir má í senn rekja til heimatilbúins vanda en þó að langstærstum hluta til ytri aðstæðna; heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu. Verðlag hefur hækkað gríðarlega og þar með útgjöld heimilanna í landinu. Mörg heimili eru í miklum vanda og líkt og jafnan áður lenda afleiðingar þessa á herðum þeirra sem síst mega við slíkum áföllum; tekjulágum heimilum, leigjendum og þeim sem nýverið hafa fest kaup á fyrstu fasteign við hátt raunverð. Þessir viðkvæmu hópar standa frammi fyrir bráðavanda af völdum verðbólgunnar sem bregðast þarf við. Þetta er ekki fólkið sem flýgur í sólina á Tenerife. Fjármagnið heimtar sitt Á sama tíma er því haldið fram að vextir til þeirra sem eiga fjármagnið megi ekki vera neikvæðir að raunvirði. Þetta þýðir á mannamáli að fólkið sem á fjármagnið má alls ekki þurfa að búa við það að fá minni ávöxtun en sem nemur að minnsta kosti verðbólgu síðustu 12 mánaða! Hvaða rök eru fyrir því að á sama tíma og draga þarf úr þenslu í hagkerfinu og mikill fjöldi fólks berst við að ná endum saman séu fjármagnseigendum færðir enn hærri vextir til þess að geta haldið sinni neyslu áfram? Minnumst þess að ójöfnuður jókst í kjölfar COVID-faraldurs og kaupmáttur efstu tíundar jókst lang mest í tekjustiganum. Auðveldlega mætti beita sköttum til að draga úr þenslu og dreifa byrðum á breiðu bökin. Það er ekkert eðlilegt við ástand þar sem verðbólga er 10%. Það er ekkert eðlilegt við að raunvextir séu jákvæðir við 10% verðbólgu, hvorki til skemmri né lengri tíma. Því síður er það eðlilegt að fyrirtæki á fákeppnismörkuðum nýti ástandið til að auka álagningu og arðsemi á veðbólgutímum. Augljóst er að beita þarf öðrum verkfærum til þess að bregðast við þeim vanda sem samfélagið stendur frammi fyrir. Nú er kominn tími til þess að ríkisstjórnin, efsta lag samfélagsins og stjórnendur fyrirtækja hætti að réttlæta gegndarlausar verðhækkanir. Hugsunin að í lagi sé að hækka verð vegna verðbólgunnar er til þess fallin að auka verðbólgu. Þetta forystufólk þarf að grípa inn í og hjálpa til við að tala verðbólguna niður! Seðlabanki á villigötum Seðlabanki Íslands er á rangri leið með sífelldum og öfgakenndum stýrivaxtahækkunum. Nýjasta hækkunin er til þess fallin að þrýsta meginþorra skuldsettra heimila yfir í verðtryggt lánaumhverfi. Það mun draga úr virkni stýrivaxta Seðlabankans og þannig ýta undir verðbólgu á komandi mánuðum í stað þess að draga úr henni. Sinnuleysi stjórnvalda gagnvart afkomu almennings hefur lengi verið okkur í verkalýðshreyfingunni undrunarefni. Nú verður ekki lengur hjá því komist að takast á við þann mikla og vaxandi vanda sem verðbólga og vaxtahækkanir valda þeim hópum sem verst standa. Málið þolir enga bið. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun