Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. Hann segir að þrír björgunarsveitarmenn hafi farið með þyrlusveitinni í Hvalfjörð. Um klukkan 11:45 hafi þyrlan enn verið á staðnum.
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að fleiri björgunarsveitarmenn hafi farið akandi upp í Hvalfjörð vegna málsins.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsli mannsins.
Fossinn Glymur er í Botnsá og er 198 metra hár.