Kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Helga Vala Helgadóttir skrifar 22. mars 2023 16:00 Stýrivaxtahækkun dagsins kom fáum á óvart enda kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við völd hér á landi. Stýrivextir eru nú 114 – 188% hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og Seðlabankinn hefur fá önnur ráð í glímunni við óðaverðbólguna en að hækka stýrivexti. Það er sterkt samband milli gengisþróunar, vaxtastigs og verðlags því eins og Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor hefur bent á er þetta keðjuverkun; hækki verðlag örar hér en erlendis lækkar gengið. Sé vaxtastig hér hærra en erlendis hækkar gengið. En það er ekki allt því jafnframt því að ýta undir gengishækkun virkar vaxtahækkun letjandi á eftirspurn og þar með verðlagshækkanir innanlands. Fyrirtækin þurfa svo að taka afstöðu til óorðinna hluta og gera sér einhverjar hugmyndir um þróun þessara stærða, það er gengis krónunnar, stöðu vaxta og þurfa svo að taka ákvörðun um verð á vöru og þjónustu til almennings í kjölfarið. Því fyrirtækin ætla sér ekki að bera hallann í þessu flöktandi umhverfi óðaverðbólgu og himinhárra stýrivaxta. Í stuttu máli, svo vitnað sé til prófessors Þórólfs Matthíassonar, þá eru fjárfestar ekki tilbúnir til að fjárfesta í eignum í íslenskum krónum nema gegn ávöxtun sem er nægilega miklu hærri en ávöxtun á sambærilegum eignum erlendis til að bæta þeim mögulegt tjón vegna óvæntrar verðbólguþróunar eða óvæntra árása spákaupmanna á íslensku krónuna. Við ríkisstjórnarborðið virðast hins vegar engin ráð uppi önnur en að fjölga ferðalögum ráðherra, fjölga starfsfólki í ráðuneytunum og ræða svo helst eitthvað allt annað en það hvernig efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar hefur beðið skipbrot sem bitnar harkalega á öllum almenningi. Hér ríkir villta vestrið á húsnæðismarkaði, hér lifum við í örhagkerfi með smágjaldmiðli, og við völd er kjarklaus og verkstola ríkisstjórn sem fer ekki í nauðsynlegar aðgerðir, svo sem tekjuöflun í formi hvalrekaskatts svo dæmi séu tekin. Er ekki kominn tími til að þau skili lyklunum að stjórnarráðinu? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Helga Vala Helgadóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Stýrivaxtahækkun dagsins kom fáum á óvart enda kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við völd hér á landi. Stýrivextir eru nú 114 – 188% hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og Seðlabankinn hefur fá önnur ráð í glímunni við óðaverðbólguna en að hækka stýrivexti. Það er sterkt samband milli gengisþróunar, vaxtastigs og verðlags því eins og Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor hefur bent á er þetta keðjuverkun; hækki verðlag örar hér en erlendis lækkar gengið. Sé vaxtastig hér hærra en erlendis hækkar gengið. En það er ekki allt því jafnframt því að ýta undir gengishækkun virkar vaxtahækkun letjandi á eftirspurn og þar með verðlagshækkanir innanlands. Fyrirtækin þurfa svo að taka afstöðu til óorðinna hluta og gera sér einhverjar hugmyndir um þróun þessara stærða, það er gengis krónunnar, stöðu vaxta og þurfa svo að taka ákvörðun um verð á vöru og þjónustu til almennings í kjölfarið. Því fyrirtækin ætla sér ekki að bera hallann í þessu flöktandi umhverfi óðaverðbólgu og himinhárra stýrivaxta. Í stuttu máli, svo vitnað sé til prófessors Þórólfs Matthíassonar, þá eru fjárfestar ekki tilbúnir til að fjárfesta í eignum í íslenskum krónum nema gegn ávöxtun sem er nægilega miklu hærri en ávöxtun á sambærilegum eignum erlendis til að bæta þeim mögulegt tjón vegna óvæntrar verðbólguþróunar eða óvæntra árása spákaupmanna á íslensku krónuna. Við ríkisstjórnarborðið virðast hins vegar engin ráð uppi önnur en að fjölga ferðalögum ráðherra, fjölga starfsfólki í ráðuneytunum og ræða svo helst eitthvað allt annað en það hvernig efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar hefur beðið skipbrot sem bitnar harkalega á öllum almenningi. Hér ríkir villta vestrið á húsnæðismarkaði, hér lifum við í örhagkerfi með smágjaldmiðli, og við völd er kjarklaus og verkstola ríkisstjórn sem fer ekki í nauðsynlegar aðgerðir, svo sem tekjuöflun í formi hvalrekaskatts svo dæmi séu tekin. Er ekki kominn tími til að þau skili lyklunum að stjórnarráðinu? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun