Hágæða ferðaþjónusta og betur borgandi ferðamenn Már Másson skrifar 23. mars 2023 10:00 Á síðustu vikum hafa komið fram sjónarmið um að ferðaþjónusta sé óarðbær láglaunagrein sem byggi á magni fremur en gæðum og óæskileg vaxtargrein í íslensku samfélagi. Í könnun Ferðamálastofu sem gerð var árið 2021 kom fram að um 54% Bandaríkjamanna sem hingað komu árið 2021 voru með tekjur yfir meðallagi og 12% þeirra töldu sig vera í hátekjuhópi. Það mætti því segja að Ísland sé áfangastaður betur borgandi ferðamanna, a.m.k. betur borgandi Bandaríkjamanna. Arðsemin liggur í betur borgandi ferðamönnum Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Bain & Company sem birt var á síðasta ári og fjallar um svokallaða hágæða (high-end) ferðaþjónustu í Evrópu kom fram að um 2% hótel- og gististaða í álfunni einbeita sér að þeim markhópi sem flokka má sem betur borgandi ferðamenn. Þessi markhópur stendur fyrir um 22% af heildartekjum hótel- og gististaða í álfunni og um 33% af heildartekjum af verslun, afþreyingu og þjónustu til ferðamanna. Úttektin leiðir í ljós að betur borgandi ferðamenn eyða að meðaltali 8x meira á dag en almennir ferðamenn í mat, drykk, varning og upplifun ýmis konar. Hágæða upplifun verður söluvara Á síðustu árum hefur framboð af hágæða upplifun aukist á Íslandi. Má til dæmis nefna Bláa Lónið, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið í fararbroddi í þessum efnum og sýnt mikla framsýni og áður óþekktan metnað hér á landi þegar kemur að því að laða til sín betur borgandi gesti. Þar hefur farið saman áhersla á heildarupplifun gesta, hönnun, einstakt umhverfi og það sem mestu skiptir, afburða þjónusta. Önnur fyrirtæki hafa fylgt í kjölfarið, sum hver með góðum árangri. Umgjörð og upplifun Tækifærin til aukinnar arðsemi í ferðaþjónustu hér á landi liggja að stórum hluta í hágæða ferðamennsku. En til þess að það verði raunhæft þarf að skapa umgjörð og upplifun sem stendur undir væntingum. Hönnun og innviðir skipta máli, en þjónustustigið þarf að fylgja með. Lykilþættir í því að ná og viðhalda góðu þjónustustigi er aðgengi að vel þjálfuðum mannauð og skýrt skilgreindir þjónustuferlar sem tryggja samræmi og gæði þjónustu. Fjárfesting í hönnun og umgjörð skilar litlu til lengri tíma litið ef þetta tvennt er vanrækt. Nauðsyn að umbreyta námi og þjálfun Í dag er umgjörð menntunar og þjálfunar í ferðaþjónustu hér á landi fremur sundurslitin og stefnulaus og ekki í takt við tímann. Úr því þarf að bæta. Það er orðið tímabært að ferðaþjónusta, stjórnvöld og hagsmunaaðilar taki höndum saman og tryggi að starfsfólk í ferðþjónustutengdum greinum hafi aðgang að skilvirku námi og þjálfun með það að markmiði að bæta upplifun gesta og um leið auka virði hvers ferðamanns sem hingað kemur. Með því að fjárfesta í þjálfun og fagmennsku getur Ísland staðið undir nafni sem eftirlætis áfangastaður betur borgandi ferðamanna og þannig skapað aukið virði fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa komið fram sjónarmið um að ferðaþjónusta sé óarðbær láglaunagrein sem byggi á magni fremur en gæðum og óæskileg vaxtargrein í íslensku samfélagi. Í könnun Ferðamálastofu sem gerð var árið 2021 kom fram að um 54% Bandaríkjamanna sem hingað komu árið 2021 voru með tekjur yfir meðallagi og 12% þeirra töldu sig vera í hátekjuhópi. Það mætti því segja að Ísland sé áfangastaður betur borgandi ferðamanna, a.m.k. betur borgandi Bandaríkjamanna. Arðsemin liggur í betur borgandi ferðamönnum Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Bain & Company sem birt var á síðasta ári og fjallar um svokallaða hágæða (high-end) ferðaþjónustu í Evrópu kom fram að um 2% hótel- og gististaða í álfunni einbeita sér að þeim markhópi sem flokka má sem betur borgandi ferðamenn. Þessi markhópur stendur fyrir um 22% af heildartekjum hótel- og gististaða í álfunni og um 33% af heildartekjum af verslun, afþreyingu og þjónustu til ferðamanna. Úttektin leiðir í ljós að betur borgandi ferðamenn eyða að meðaltali 8x meira á dag en almennir ferðamenn í mat, drykk, varning og upplifun ýmis konar. Hágæða upplifun verður söluvara Á síðustu árum hefur framboð af hágæða upplifun aukist á Íslandi. Má til dæmis nefna Bláa Lónið, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið í fararbroddi í þessum efnum og sýnt mikla framsýni og áður óþekktan metnað hér á landi þegar kemur að því að laða til sín betur borgandi gesti. Þar hefur farið saman áhersla á heildarupplifun gesta, hönnun, einstakt umhverfi og það sem mestu skiptir, afburða þjónusta. Önnur fyrirtæki hafa fylgt í kjölfarið, sum hver með góðum árangri. Umgjörð og upplifun Tækifærin til aukinnar arðsemi í ferðaþjónustu hér á landi liggja að stórum hluta í hágæða ferðamennsku. En til þess að það verði raunhæft þarf að skapa umgjörð og upplifun sem stendur undir væntingum. Hönnun og innviðir skipta máli, en þjónustustigið þarf að fylgja með. Lykilþættir í því að ná og viðhalda góðu þjónustustigi er aðgengi að vel þjálfuðum mannauð og skýrt skilgreindir þjónustuferlar sem tryggja samræmi og gæði þjónustu. Fjárfesting í hönnun og umgjörð skilar litlu til lengri tíma litið ef þetta tvennt er vanrækt. Nauðsyn að umbreyta námi og þjálfun Í dag er umgjörð menntunar og þjálfunar í ferðaþjónustu hér á landi fremur sundurslitin og stefnulaus og ekki í takt við tímann. Úr því þarf að bæta. Það er orðið tímabært að ferðaþjónusta, stjórnvöld og hagsmunaaðilar taki höndum saman og tryggi að starfsfólk í ferðþjónustutengdum greinum hafi aðgang að skilvirku námi og þjálfun með það að markmiði að bæta upplifun gesta og um leið auka virði hvers ferðamanns sem hingað kemur. Með því að fjárfesta í þjálfun og fagmennsku getur Ísland staðið undir nafni sem eftirlætis áfangastaður betur borgandi ferðamanna og þannig skapað aukið virði fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag. Höfundur er ráðgjafi.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun