Karlar sem afhjúpa konur Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sóley Tómasdóttir skrifa 23. mars 2023 18:31 Feðraveldið hefur alltaf reynt að spila á femíníska aðferðafræði, notfæra sér þær leiðir sem verið er að fara hverju sinni og skrumskæla þær með einhverjum hætti. Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum (til baka) fyrir glæpsamlegt athæfi, þó ásakanirnar séu illa rökstuddar, glæpirnir óljósir og jafnvel bara alls ekki til staðar. Þetta er ansi ódýr leið, enda er að sjálfsögðu hægt að finna eitthvað hjá öllu fólki sem hægt er að skekkja, ýkja og breyta til þess að búa til hentuga útgáfu af sannleikanum. Svo má hleypa sögunni út í litlum skömmtum og dreifa brauðmolum fyrir almenning og óvandaða fjölmiðla að elta. Það má halda hótununum yfir höfði femínistanna sem á endanum brenna upp og hætta. Af því að eins og Cynthia Enloe sagði svo eftirminnilega, „feðraveldið þrífst á kulnun kvenna“. Við stöndum í þessum sporum akkúrat núna. Eddu Falak skal refsað, henni skal gert að biðjast afsökunar á tilveru sinni, hún skal leiðrétta einhverjar meintar rangfærslur og útskýra fortíð sína án þess að nokkuð liggi fyrir um hver mistök hennar eru. Hún, sem hefur verið í stafni femínísks aktívisma undanfarin misseri, skuldar allt í einu þjóðinni nákvæmar skýringar á náms- og starfsferli sínum af því að einhver maður með youtube-rás hefur ákveðið að krefjast þess. Hún skal, og jafnvel vinnuveitendur hennar líka, beygja sig í duftið og biðjast auðmjúklega afsökunar á einhverju og svo kemur bara í ljós seinna hverju verður haldið fram gegn henni. Og þá byrjar ballið upp á nýtt. Við vitum hvernig ofbeldismenn virka. Við vitum að þessu lýkur ekki hér. Við höfum meira að segja séð það svart á hvítu hvernig þessi tiltekni ásakandi virkar. Hann mun ekki leggja frá sér selfie-prikið þegar afsökunarbeiðnin er komin í hús og játa sig sigraðan. Enda er maðurinn ekki drifinn áfram af sannleiksást eða virðingu fyrir vandaðri fjölmiðlun, heldur á hann sér sögu um þráhyggjukennda hegðun í garð kvenna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ranghugmyndum samfélagsins um fortíð eða nútíð femínista er beitt markvisst til þess að draga úr trúverðugleika þeirra og þagga niður í þeim. Af því höfum við báðar reynslu, rétt eins og aðrar konur sem hafa staðið í stafni femínísks aktívisma á Íslandi. Í gegnum tíðina höfum við undirritaðar ekki aðeins verið krafðar um svör vegna allskonar misréttis og óréttlætis sem fátt annað fólk hefur treyst sér til að hafa skoðun á í samfélaginu, heldur höfum við á sama tíma verið sakaðar um kosningasvindl, ofbeldi, áreitni, að þykja ekki vænt um börnin okkar og ástunda ófagleg vinnubrögð í daglegum störfum. Þær sem stóðu í stafninum á undan okkur upplifðu sambærilegar árásir. Það hvort Edda Falak vann í banka eða bakaríi skiptir engu andskotans máli. Ef hún beitir eigin hyggjuviti til að frásagnir hennar um kynbundið ofbeldi og áreitni séu ekki rekjanlegar til tiltekinna staða eða manna er hún að tryggja eigið öryggi, ekki að blekkja almenning. Það er hennar skýlausi réttur og það er óþolandi að við þurfum að skrifa blaðagrein til að útskýra það. Nú er kominn tími til að við sem samfélag lærum af þessari reynslu. Leyfum þessum mönnum ekki að komast upp með að „hringja til Danmerkur“ til að taka okkur niður og kenna okkur að skammast okkar. Leyfum þeim ekki að taka af okkur verkfærin okkar sem við nýtum einungis í þágu betri heims, verkfærin sem Edda Falak hefur öðrum fremur nýtt til að veita þolendum skjól, öryggi, rödd og vettvang til að skila skömminni þangað sem hún á heima. Lærum af reynslunni og hættum að láta vænisjúka samsæriskenningasmiði stjórna samfélagsumræðunni. Höfundar eru feminískir aktívistar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Fjölmiðlar Jafnréttismál MeToo Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Feðraveldið hefur alltaf reynt að spila á femíníska aðferðafræði, notfæra sér þær leiðir sem verið er að fara hverju sinni og skrumskæla þær með einhverjum hætti. Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum (til baka) fyrir glæpsamlegt athæfi, þó ásakanirnar séu illa rökstuddar, glæpirnir óljósir og jafnvel bara alls ekki til staðar. Þetta er ansi ódýr leið, enda er að sjálfsögðu hægt að finna eitthvað hjá öllu fólki sem hægt er að skekkja, ýkja og breyta til þess að búa til hentuga útgáfu af sannleikanum. Svo má hleypa sögunni út í litlum skömmtum og dreifa brauðmolum fyrir almenning og óvandaða fjölmiðla að elta. Það má halda hótununum yfir höfði femínistanna sem á endanum brenna upp og hætta. Af því að eins og Cynthia Enloe sagði svo eftirminnilega, „feðraveldið þrífst á kulnun kvenna“. Við stöndum í þessum sporum akkúrat núna. Eddu Falak skal refsað, henni skal gert að biðjast afsökunar á tilveru sinni, hún skal leiðrétta einhverjar meintar rangfærslur og útskýra fortíð sína án þess að nokkuð liggi fyrir um hver mistök hennar eru. Hún, sem hefur verið í stafni femínísks aktívisma undanfarin misseri, skuldar allt í einu þjóðinni nákvæmar skýringar á náms- og starfsferli sínum af því að einhver maður með youtube-rás hefur ákveðið að krefjast þess. Hún skal, og jafnvel vinnuveitendur hennar líka, beygja sig í duftið og biðjast auðmjúklega afsökunar á einhverju og svo kemur bara í ljós seinna hverju verður haldið fram gegn henni. Og þá byrjar ballið upp á nýtt. Við vitum hvernig ofbeldismenn virka. Við vitum að þessu lýkur ekki hér. Við höfum meira að segja séð það svart á hvítu hvernig þessi tiltekni ásakandi virkar. Hann mun ekki leggja frá sér selfie-prikið þegar afsökunarbeiðnin er komin í hús og játa sig sigraðan. Enda er maðurinn ekki drifinn áfram af sannleiksást eða virðingu fyrir vandaðri fjölmiðlun, heldur á hann sér sögu um þráhyggjukennda hegðun í garð kvenna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ranghugmyndum samfélagsins um fortíð eða nútíð femínista er beitt markvisst til þess að draga úr trúverðugleika þeirra og þagga niður í þeim. Af því höfum við báðar reynslu, rétt eins og aðrar konur sem hafa staðið í stafni femínísks aktívisma á Íslandi. Í gegnum tíðina höfum við undirritaðar ekki aðeins verið krafðar um svör vegna allskonar misréttis og óréttlætis sem fátt annað fólk hefur treyst sér til að hafa skoðun á í samfélaginu, heldur höfum við á sama tíma verið sakaðar um kosningasvindl, ofbeldi, áreitni, að þykja ekki vænt um börnin okkar og ástunda ófagleg vinnubrögð í daglegum störfum. Þær sem stóðu í stafninum á undan okkur upplifðu sambærilegar árásir. Það hvort Edda Falak vann í banka eða bakaríi skiptir engu andskotans máli. Ef hún beitir eigin hyggjuviti til að frásagnir hennar um kynbundið ofbeldi og áreitni séu ekki rekjanlegar til tiltekinna staða eða manna er hún að tryggja eigið öryggi, ekki að blekkja almenning. Það er hennar skýlausi réttur og það er óþolandi að við þurfum að skrifa blaðagrein til að útskýra það. Nú er kominn tími til að við sem samfélag lærum af þessari reynslu. Leyfum þessum mönnum ekki að komast upp með að „hringja til Danmerkur“ til að taka okkur niður og kenna okkur að skammast okkar. Leyfum þeim ekki að taka af okkur verkfærin okkar sem við nýtum einungis í þágu betri heims, verkfærin sem Edda Falak hefur öðrum fremur nýtt til að veita þolendum skjól, öryggi, rödd og vettvang til að skila skömminni þangað sem hún á heima. Lærum af reynslunni og hættum að láta vænisjúka samsæriskenningasmiði stjórna samfélagsumræðunni. Höfundar eru feminískir aktívistar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar