Máté: Við vinnum engan þegar við skjótum 17 prósent og vælum, þetta er helvíti einfalt! Siggeir Ævarsson skrifar 23. mars 2023 22:49 Maté Dalmay var ekki sáttur við hversu linir og vælandi hans menn voru í kvöld Vísir / Hulda Margrét Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ómyrkur í máli eftir tap hans manna gegn Grindavík í Subway-deild karla í kvöld. Haukur brutu aðeins tólf sinnum af sér í leiknum í kvöld og virtust hreinlega ekki átta sig á þeirri línu sem dómaratríóið lagði upp með. Máté tók undir að hans menn hefðu einfaldlega verið alltof linir í kvöld. „Jú og sérstaklega í fyrri hálfleik. Pikkuðum þetta aðeins upp í seinni. Aðallega í vörn, vorum með fjórar villur í hálfleik og það er náttúrulega bara óafsakanlegt. Við erum bara ekkert eðilega „soft“ og ég þakka kærlega fyrir að hafa fengið þennan leik tveimur vikum fyrir úrslitakeppnina. Þetta er nær því sem við þurfum að venjast þar.“ Þá vorum við voðalega hissa að það mætti berja hérna mann og annan og það var ekkert dæmt á það „Við föllum bara algjörlega á þessu líkamlega prófi sérstaklega sóknarlega. Látum ýta okkur út úr öllu og vælum yfir öllu. Það þarf að breytast. Kannski ekki frábært að fá Blikana í næsta leik því það verður ekki sama líkamlega „level“, það var allavega ekki þannig á móti þeim síðast. En þeir ýta okkur út úr öllu og við vældum og lömdum þá ekki til baka fyrr en í restina. Þá vorum við voðalega hissa að það mætti berja hérna mann og annan og það var ekkert dæmt á það.“ Það er staðreynd að leikurinn breytist töluvert þegar komið er í úrslitakeppnina. Þá tekur alvaran við og dómarar eiga það til að gleypa flautuna og leyfa mönnum að takast aðeins á. Máté sagði að það væru nokkir leikmenn í hans liði sem væru ekki vanir þessari hörku og þeir þyrftu að vera fljótir að læra. „Kaninn, og Giga og kannski Orri og strákarnir á bekknum eru kannski að spila á þessu líkamlega „leveli“ í fyrsta sinn og þeir þurfa að aðlagast helvíti fljótt. Hilmar Smári og Daniel Mortensen sáu þetta svo sem í fyrra, en þeir geta ekki látið ýta sér aftur út núna eins og í fyrra.“ Norbertas Giga virtist láta mótlætið fara töluvert í taugarnar á sér og var nokkuð langt frá sínu besta í kvöld. „Auðvitað fer í taugarnar á þér þegar allt er erfitt og þú ert bömpaður allsstaðar og þér er haldið allsstaðar en svona er þetta bara. Það er ástæða fyrir því að leikir í úrslitakeppninni fara sjötíu og eitthvað - sjötíu og eitthvað, og mér fannst línan vera þannig í dag. Það er miklu erfiðara að skora þegar allir fá að lemja alla.“ „En aftur á móti þegar við skjótum 17 prósent þá vinnum við eiginlega engin lið. Það voru mörg góð skot, sum í fyrri hálfleik voru alveg hræðileg, af driplinu og eitthvað bull. En sérstaklega í seinni hálfleik, þegar við vorum að hóta því að koma til baka og boltinn skrúfast upp úr í galopnum skotum. Við vinnum engan þegar við skjótum 17 prósent og vælum, þetta er helvíti einfalt!“ Þú kennir ekki mönnum að berja hvern annan á æfingu þegar þú ert ekki með tíu skeggjaða menn sem að gera það alla daga „Ef að við rífum okkur í gang varðandi þetta líkamlega „level“, þetta er eitthvað sem er ekkert hægt að þjálfa, sérstaklega ekki þegar þú ert með helvíti ungt lið eins og ég. Þú kennir ekki mönnum að berja hvern annan á æfingu þegar þú ert ekki með tíu skeggjaða menn sem að gera það alla daga. En eins og ég segi, gott að fá þetta í andlitið í dag og við vitum hverju við megum búast.“ Subway-deild karla Haukar UMF Grindavík Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Fótbolti Fleiri fréttir Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Sjá meira
Haukur brutu aðeins tólf sinnum af sér í leiknum í kvöld og virtust hreinlega ekki átta sig á þeirri línu sem dómaratríóið lagði upp með. Máté tók undir að hans menn hefðu einfaldlega verið alltof linir í kvöld. „Jú og sérstaklega í fyrri hálfleik. Pikkuðum þetta aðeins upp í seinni. Aðallega í vörn, vorum með fjórar villur í hálfleik og það er náttúrulega bara óafsakanlegt. Við erum bara ekkert eðilega „soft“ og ég þakka kærlega fyrir að hafa fengið þennan leik tveimur vikum fyrir úrslitakeppnina. Þetta er nær því sem við þurfum að venjast þar.“ Þá vorum við voðalega hissa að það mætti berja hérna mann og annan og það var ekkert dæmt á það „Við föllum bara algjörlega á þessu líkamlega prófi sérstaklega sóknarlega. Látum ýta okkur út úr öllu og vælum yfir öllu. Það þarf að breytast. Kannski ekki frábært að fá Blikana í næsta leik því það verður ekki sama líkamlega „level“, það var allavega ekki þannig á móti þeim síðast. En þeir ýta okkur út úr öllu og við vældum og lömdum þá ekki til baka fyrr en í restina. Þá vorum við voðalega hissa að það mætti berja hérna mann og annan og það var ekkert dæmt á það.“ Það er staðreynd að leikurinn breytist töluvert þegar komið er í úrslitakeppnina. Þá tekur alvaran við og dómarar eiga það til að gleypa flautuna og leyfa mönnum að takast aðeins á. Máté sagði að það væru nokkir leikmenn í hans liði sem væru ekki vanir þessari hörku og þeir þyrftu að vera fljótir að læra. „Kaninn, og Giga og kannski Orri og strákarnir á bekknum eru kannski að spila á þessu líkamlega „leveli“ í fyrsta sinn og þeir þurfa að aðlagast helvíti fljótt. Hilmar Smári og Daniel Mortensen sáu þetta svo sem í fyrra, en þeir geta ekki látið ýta sér aftur út núna eins og í fyrra.“ Norbertas Giga virtist láta mótlætið fara töluvert í taugarnar á sér og var nokkuð langt frá sínu besta í kvöld. „Auðvitað fer í taugarnar á þér þegar allt er erfitt og þú ert bömpaður allsstaðar og þér er haldið allsstaðar en svona er þetta bara. Það er ástæða fyrir því að leikir í úrslitakeppninni fara sjötíu og eitthvað - sjötíu og eitthvað, og mér fannst línan vera þannig í dag. Það er miklu erfiðara að skora þegar allir fá að lemja alla.“ „En aftur á móti þegar við skjótum 17 prósent þá vinnum við eiginlega engin lið. Það voru mörg góð skot, sum í fyrri hálfleik voru alveg hræðileg, af driplinu og eitthvað bull. En sérstaklega í seinni hálfleik, þegar við vorum að hóta því að koma til baka og boltinn skrúfast upp úr í galopnum skotum. Við vinnum engan þegar við skjótum 17 prósent og vælum, þetta er helvíti einfalt!“ Þú kennir ekki mönnum að berja hvern annan á æfingu þegar þú ert ekki með tíu skeggjaða menn sem að gera það alla daga „Ef að við rífum okkur í gang varðandi þetta líkamlega „level“, þetta er eitthvað sem er ekkert hægt að þjálfa, sérstaklega ekki þegar þú ert með helvíti ungt lið eins og ég. Þú kennir ekki mönnum að berja hvern annan á æfingu þegar þú ert ekki með tíu skeggjaða menn sem að gera það alla daga. En eins og ég segi, gott að fá þetta í andlitið í dag og við vitum hverju við megum búast.“
Subway-deild karla Haukar UMF Grindavík Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Fótbolti Fleiri fréttir Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Sjá meira