„Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. mars 2023 19:01 Þorsteinn hefur stýrt íslenska kvennalandsliðinu síðan í ársbyrjun 2021. Vísir/Vilhelm „Þetta er áframhaldandi undirbúningur fyrir Þjóðadeildina í haust. Þurfum að halda áfram að vinna í hlutum sem við byrjuðum á í Pintar og halda áfram að skerpa á þeim,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, eftir að hann tilkynnti hópinn sem verður til taks í vináttuleikjum liðsins í næsta mánuði. „Ég vill sjá okkur halda áfram að vera markviss varnarlega, spila góðan varnarleik. Svo þurfum að halda áfram að þróa sóknarleikinn okkar og bregðast við mismunandi aðstæðum og andstæðingum,“ sagði Þorsteinn um markmið verkefnisins. Töluverðar breytingar „Það eru töluverðar breytingar. Ég held ég hafi aldrei breytt svona mikið áður, meiðsli og annað. Það gefur leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður þarf að nota þessa æfingaleikjaglugga til að skoða leikmenn og gefa leikmönnum tækifæri. Sjá stöðuna á hópnum og hvaða möguleika maður hefur.“ „Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu. Sami gæðastimpill og á Evrópumótinu síðastliðið sumar. Verða væntanlega bara sextán bestu þjóðirnar í Evrópu og dregið í riðla. Erum að fara í svipað sterka riðlakeppni og var á EM,“ sagði þjálfarinn um komandi leiki í Þjóðadeildinni. https://t.co/VaFZgHMz9y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 „Það er alltaf gott, sýnir að við erum að gera eitthvað rétt, en ég persónulega horfi meira á Evrópulistann heldur en heimslistann. Segir mér meira nákvæmlega hvar við stöndum,“ sagði Þorsteinn um það sem hann líkt og kollegi sinn forðum daga kallar Coca Cola-listann. Íslenska U-23 ára landsliðið mun spila tvo vináttuleiki við Danmörku ytra í apríl. „Það hefur vantað aðeins upp á að leikmenn fái verkefni svo þeir haldi áfram að þróast inn í landsliðsumhverfinu og þetta gefur leikmönnum tækifæri til að halda áfram að spila landsleiki. Það er öðruvísi að spila landsleiki en með félagsliði. Halda þeim inn í umverfinu og takti við landsliðsumhverfi. Þær fá krefjandi verkefni og góðan andstæðing. Sjáum hvar við stöndum og hvort við þurfum að gera eitthvað betur.“ Hópur U23 kvenna sem mætir Danmörku í tveimur vináttuleikjum í apríl. Our U23 women's squad for two friendlies against Denmark in April.#dottir pic.twitter.com/jeKuHxEYSH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 Ísland mætir Nýja Sjáland 7. apríl í Antalya í Tyrklandi og Sviss 11. apríl í Zürich í Sviss. Hér að neðan má sjá viðtalið við Þorstein í heild sinni. Klippa: Þorsteinn Halldórsson: Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
„Ég vill sjá okkur halda áfram að vera markviss varnarlega, spila góðan varnarleik. Svo þurfum að halda áfram að þróa sóknarleikinn okkar og bregðast við mismunandi aðstæðum og andstæðingum,“ sagði Þorsteinn um markmið verkefnisins. Töluverðar breytingar „Það eru töluverðar breytingar. Ég held ég hafi aldrei breytt svona mikið áður, meiðsli og annað. Það gefur leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður þarf að nota þessa æfingaleikjaglugga til að skoða leikmenn og gefa leikmönnum tækifæri. Sjá stöðuna á hópnum og hvaða möguleika maður hefur.“ „Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu. Sami gæðastimpill og á Evrópumótinu síðastliðið sumar. Verða væntanlega bara sextán bestu þjóðirnar í Evrópu og dregið í riðla. Erum að fara í svipað sterka riðlakeppni og var á EM,“ sagði þjálfarinn um komandi leiki í Þjóðadeildinni. https://t.co/VaFZgHMz9y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 „Það er alltaf gott, sýnir að við erum að gera eitthvað rétt, en ég persónulega horfi meira á Evrópulistann heldur en heimslistann. Segir mér meira nákvæmlega hvar við stöndum,“ sagði Þorsteinn um það sem hann líkt og kollegi sinn forðum daga kallar Coca Cola-listann. Íslenska U-23 ára landsliðið mun spila tvo vináttuleiki við Danmörku ytra í apríl. „Það hefur vantað aðeins upp á að leikmenn fái verkefni svo þeir haldi áfram að þróast inn í landsliðsumhverfinu og þetta gefur leikmönnum tækifæri til að halda áfram að spila landsleiki. Það er öðruvísi að spila landsleiki en með félagsliði. Halda þeim inn í umverfinu og takti við landsliðsumhverfi. Þær fá krefjandi verkefni og góðan andstæðing. Sjáum hvar við stöndum og hvort við þurfum að gera eitthvað betur.“ Hópur U23 kvenna sem mætir Danmörku í tveimur vináttuleikjum í apríl. Our U23 women's squad for two friendlies against Denmark in April.#dottir pic.twitter.com/jeKuHxEYSH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 Ísland mætir Nýja Sjáland 7. apríl í Antalya í Tyrklandi og Sviss 11. apríl í Zürich í Sviss. Hér að neðan má sjá viðtalið við Þorstein í heild sinni. Klippa: Þorsteinn Halldórsson: Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira