Risaleikur Embiid dugði ekki til gegn Curry og félögum Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 10:00 Steph Curry og félagar unnu góðan sigur í nótt. Vísir/Getty Fjörtíu og sex stig frá Joel Embiid dugðu skammt þegar Golden State Warriors vann góðan sigur á Philadelphia 76´ers í NBA-deildinni í nótt. Þá vann Lakers mikivægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Golden State Warriors tóku á móti Philadelphia 76´ers á heimavelli sínum í Kaliforníu í nótt. Joel Embiid skoraði 46 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sixers en það dugði skammt því mögnuð frammistaða Jordan Poole í fjórða leikhluta var lykillinn á bakvið 120-112 sigur Warriors. Poole skoraði nítján af þrjátíu og þremur stigum sínum í lokafjórðungnum en Warriors lenti mest ellefu stigum undir í leiknum. Warriors won a thriller behind big performances from Steph and Jordan Poole Steph: 29 PTS, 8 REB, 3 ASTPoole: 33 PTS, 3 REB, 3 AST, 6 3PM pic.twitter.com/R7twDoYCbQ— NBA (@NBA) March 25, 2023 Steph Curry skoraði 29 stig og tók 8 fráköst en 76´ers tapaði þarna mikilvægum stigum í toppbaráttu Austurdeildinnar en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar á eftir Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Í Boston unnu heimamenn öruggan sigur á Indiana Pacers. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 120-95 sigri en Tyrese Haliburton skoraði 20 stig fyrir Pacers. Los Angeles Lakers vann mikilvægan sigur í Vesturdeildinni þegar þeir lögðu Oklahoma City Thunder 116-111. Lakersliðið hefur verið á leið upp töfluna undanfarnar vikur en þeir vonast eftir að fá LeBron James aftur á völlinn sem fyrst. James hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. 18 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/nbiWEGdkMg pic.twitter.com/yYm9ltcBcy— NBA (@NBA) March 25, 2023 Anthony Davis skoraði 37 stig og tók 15 fráköst í sigri Lakers sem nú situr í áttunda sæti Vesturdeildarinnar. Þá tryggði Memphis Grizzlies sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á botnliði Houston Rockets. Grizzlies er í öðru sæti Vesturdeildarinnar og með sjötta besta árangur allra liða. Grizzlies vann 151-114 þar sem Luke Kennard var stigahæstur með 30 stig. Önnur úrslit í nótt Washington Wizards - San Antonio Spurs 136-124Toronto Raptors - Detroit Pistons 118-97Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 109-117Utah Jazz - Milwaukee Bucks 116-144Portland Trailblazers - Chicago Bulls 96-124Sacramento Kings - Phoenix Suns 135-127 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Golden State Warriors tóku á móti Philadelphia 76´ers á heimavelli sínum í Kaliforníu í nótt. Joel Embiid skoraði 46 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sixers en það dugði skammt því mögnuð frammistaða Jordan Poole í fjórða leikhluta var lykillinn á bakvið 120-112 sigur Warriors. Poole skoraði nítján af þrjátíu og þremur stigum sínum í lokafjórðungnum en Warriors lenti mest ellefu stigum undir í leiknum. Warriors won a thriller behind big performances from Steph and Jordan Poole Steph: 29 PTS, 8 REB, 3 ASTPoole: 33 PTS, 3 REB, 3 AST, 6 3PM pic.twitter.com/R7twDoYCbQ— NBA (@NBA) March 25, 2023 Steph Curry skoraði 29 stig og tók 8 fráköst en 76´ers tapaði þarna mikilvægum stigum í toppbaráttu Austurdeildinnar en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar á eftir Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Í Boston unnu heimamenn öruggan sigur á Indiana Pacers. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 120-95 sigri en Tyrese Haliburton skoraði 20 stig fyrir Pacers. Los Angeles Lakers vann mikilvægan sigur í Vesturdeildinni þegar þeir lögðu Oklahoma City Thunder 116-111. Lakersliðið hefur verið á leið upp töfluna undanfarnar vikur en þeir vonast eftir að fá LeBron James aftur á völlinn sem fyrst. James hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. 18 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/nbiWEGdkMg pic.twitter.com/yYm9ltcBcy— NBA (@NBA) March 25, 2023 Anthony Davis skoraði 37 stig og tók 15 fráköst í sigri Lakers sem nú situr í áttunda sæti Vesturdeildarinnar. Þá tryggði Memphis Grizzlies sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á botnliði Houston Rockets. Grizzlies er í öðru sæti Vesturdeildarinnar og með sjötta besta árangur allra liða. Grizzlies vann 151-114 þar sem Luke Kennard var stigahæstur með 30 stig. Önnur úrslit í nótt Washington Wizards - San Antonio Spurs 136-124Toronto Raptors - Detroit Pistons 118-97Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 109-117Utah Jazz - Milwaukee Bucks 116-144Portland Trailblazers - Chicago Bulls 96-124Sacramento Kings - Phoenix Suns 135-127
Washington Wizards - San Antonio Spurs 136-124Toronto Raptors - Detroit Pistons 118-97Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 109-117Utah Jazz - Milwaukee Bucks 116-144Portland Trailblazers - Chicago Bulls 96-124Sacramento Kings - Phoenix Suns 135-127
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira