Framlengingin: Njarðvíkingar eru of gamlir til að keppa um þann stóra Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. mars 2023 23:32 Njarðvíkingar fögnuðu bikarmeistaratitlinum árið 2021. Liðið mun þó ekki eppa um Íslandsmeistaratitilinn í vor sökum aldurs ef marka má sérfræðinga Körfuboltakvölds. Vísir/Hulda Margrét Næstsíðasta umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik lauk í gær og Hörður Unnsteinsson, Örvar Þór Kristjánsson og Brynjar Þór Björnsson fóru yfir alla leikina í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gærkvöldi. Fyrsta spurningin í Framlengingunni snéri að aldri Njarðvíkurliðsins þar sem Hörður, stjórnandi þáttarins, spurði einfaldlega hvort Njarðvíkingar væru of gamlir. „Ég ætla að byrja á þér Örvar, Njarðvíkingnum sjálfum. Eru Njarðvíkingar of gamlir til að keppa um Íslandsmeistaratitilinn?“ spurði Hörður blákalt. „Eins og þeir voru í kvöld, þá já,“ sagði Örvar, en Njarðvíkingar máttu þola 25 stiga tap gegn Valsmönnum og misstu þar með deildarmeistaratitilinn í hendur Vals. „Þetta er það sem klikkaði í fyrra. Mér fannst þeir springa svolítið á móti Tindastól og verða þreyttir. Núna hafa þeir vissulega meiri breidd, en ég hræðist það pínu að þessir eldri leikmenn og Haukur [Helgi Pálsson] með sín meiðsli ef þeir þurfa að fara að spila á tveggja eða þriggja daga fresti í seríum. Ég vona ekki og hef trú á mínum mönnum en þetta gæti vegið þungt í seríu.“ Brynjar Þór tók í sama streng og kollegi sinn. „Þetta er allt of hár aldur að mínu mati. Að treysta á þessa leikmenn og Hauk með sína sögu. Við sáum það alveg í úrslitakeppninni í fyrra þegar þetta var komið í þriðja, fjórða eða fimmta leik þá fór líkaminn aðeins að segja til sín. Það eru of margar viðvörunarbjöllur sem hringja og mér finnst við vera að horfa á það sama og í fyrra.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Framlenging 21. umferðar Aldur Njarðvíkinga var þó langt frá því að vera eina umræðuefnið í Framlengingunni því strákarnir fóru um víðan völl eins og alltaf. Þeir veltu einnig fyrir sér hvort KR eða ÍR yrði á undan að vinna sér aftur inn sæti í efstu deild, hvort Sauðkræklingar væru farnir að finna lykt af úrslitum, hvort það væri stærsta afrek tímabilsins ef Höttur næði að vinna sér inn sæti í úrslitakeppninni og hver framtíð Stjörnunnar verður ef liðið missir af sæti í úrslitakeppni. Framlenginuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Fyrsta spurningin í Framlengingunni snéri að aldri Njarðvíkurliðsins þar sem Hörður, stjórnandi þáttarins, spurði einfaldlega hvort Njarðvíkingar væru of gamlir. „Ég ætla að byrja á þér Örvar, Njarðvíkingnum sjálfum. Eru Njarðvíkingar of gamlir til að keppa um Íslandsmeistaratitilinn?“ spurði Hörður blákalt. „Eins og þeir voru í kvöld, þá já,“ sagði Örvar, en Njarðvíkingar máttu þola 25 stiga tap gegn Valsmönnum og misstu þar með deildarmeistaratitilinn í hendur Vals. „Þetta er það sem klikkaði í fyrra. Mér fannst þeir springa svolítið á móti Tindastól og verða þreyttir. Núna hafa þeir vissulega meiri breidd, en ég hræðist það pínu að þessir eldri leikmenn og Haukur [Helgi Pálsson] með sín meiðsli ef þeir þurfa að fara að spila á tveggja eða þriggja daga fresti í seríum. Ég vona ekki og hef trú á mínum mönnum en þetta gæti vegið þungt í seríu.“ Brynjar Þór tók í sama streng og kollegi sinn. „Þetta er allt of hár aldur að mínu mati. Að treysta á þessa leikmenn og Hauk með sína sögu. Við sáum það alveg í úrslitakeppninni í fyrra þegar þetta var komið í þriðja, fjórða eða fimmta leik þá fór líkaminn aðeins að segja til sín. Það eru of margar viðvörunarbjöllur sem hringja og mér finnst við vera að horfa á það sama og í fyrra.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Framlenging 21. umferðar Aldur Njarðvíkinga var þó langt frá því að vera eina umræðuefnið í Framlengingunni því strákarnir fóru um víðan völl eins og alltaf. Þeir veltu einnig fyrir sér hvort KR eða ÍR yrði á undan að vinna sér aftur inn sæti í efstu deild, hvort Sauðkræklingar væru farnir að finna lykt af úrslitum, hvort það væri stærsta afrek tímabilsins ef Höttur næði að vinna sér inn sæti í úrslitakeppninni og hver framtíð Stjörnunnar verður ef liðið missir af sæti í úrslitakeppni. Framlenginuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira