Körfubolti

Subway Körfuboltakvöld: Þrenna Óla Óla

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ólafur Ólafsson átti frábæran leik á fimmtudag.
Ólafur Ólafsson átti frábæran leik á fimmtudag. Vísir

Ólafur Ólafsson náði þrefaldri tvennu í sigri Grindavíkur gegn Haukum í Subway-deildinni á fimmtudag. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fóru yfir frammistöðu Ólafs í þætti vikunnar.

Grindavík vann góðan 77-72 sigur á Haukum í Subway-deildinni í körfubolta á fimmtudag en þetta var fjórði sigurleikur liðsins í röð. Grindavík hefur komið mörgum á óvart í vetur en liðið situr í sjötta sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir.

Í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið var rætt um lið Grindavíkur og Ólaf Ólafsson fyrirliða liðsins sem hefur spilað frábærlega á undanförnu.

Í leiknum gegn Haukum náði Ólafur þrefaldri tvennu, hann skoraði 14 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.

„Hann er bara að blómstra hann Óli og hann er svo fjölhæfur. Það sem mér finnst best við Óla er að hann er svo mátulega fjölhæfur, það er oft hans mesti styrkur,“ sagði Örvar Þór Kristjánsson einn af sérfræðingum þáttarins.

„Hann spilar nú sérstaklega vel á móti Njarðvík alltaf og þessar körfur sem hann skorar í öllum regnbogans litum. Þessi þrenna, þetta er geggjað að sjá þetta,“ bætti Örvar Þór við.

Ólafur er sá elsti til að ná þrefaldri tvennu í búningi Grindavíkur og fyrsti íslenski leikmaður liðsins að ná þeim áfanga síðan árið 2016 þegar Jón Axel náði því í leik gegn Þór frá Þorlákshöfn.

Alla umræðu þeirra Harðar Unnsteinssonar, Örvars Þórs Kristjánssonar og Brynjars Þórs Björnssonar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar fara þeir meðal annars yfir tryggð Ólafs við sitt uppeldisfélag.

Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Óli Óla er hjartslátturinn í Grindavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×