Aðhald í þágu almennings Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 26. mars 2023 14:30 Tveggja stafa verðbólga, hæstu vextir í 12 ár, æ fleiri eiga erfitt með að ná endum saman – en samkvæmt Bjarna Benediktssyni gengur efnahagsstjórnin ljómandi vel og fjárlög sem voru samþykkt með 120 milljarða halla eru í raun og veru að reynast prýðilegt meðal gegn verðbólgunni sem þó eykst milli mánaða. Katrín Jakobsdóttir bregst hneyksluð við þegar bent er á að vaxtahækkanir Seðlabankans kunni að hafa eitthvað með agaleysi í ríkisfjármálum að gera sem er þó einmitt það sem seðlabankastjóri segir sjálfur. Margt spes í kýrhausnum. Allt frá því að hagkerfið tók við sér eftir heimsfaraldur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir auknu aðhaldi í ríkisfjármálum. Það er ekki skemmtileg afstaða eða til vinsælda fallin, en hún hefur reynst rétt. Kjarapakkinn sem við kynntum 6. desember síðastliðinn gekk út á að verja tekjulægri hópa fyrir verðbólgunni en taka á þenslunni þar sem þenslan er í raun og veru, eftir sprengingu í fjármagnstekjum og mikinn hagnað hjá bönkum og stórútgerð. Ríkisstjórnin féllst á hluta pakkans en þó aðeins þær tillögur sem fela í sér aukin útgjöld. Breytingatillaga okkar um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta var samþykkt sem skiptir máli fyrir tekjulág heimili með stóraukna greiðslubyrði. Jafnframt lét ríkisstjórnin undan kröfunni um hækkun húsnæðisbóta án þess þó að lögfesta leigubremsu eins og við og verkalýðshreyfingin höfum kallað eftir. Stjórnarmeirihlutinn leit hins vegar ekki við þeim tillögum okkar sem eru til þess fallnar að sporna gegn þenslu og verðbólguþrýstingi. Umfang þeirra er 17 milljarðar eða sem nemur hálfri prósentu af vergri landsframleiðslu. Bjarni Benediktsson hefur brugðist við hugmyndunum með skætingi og sagt að með því að leggja til hækkun fjármagnstekjuskatts og álag á veiðigjöld stórútgerða sé Kristrún Frostadóttir að ala á „öfund“. Sjálfur kaus Bjarni að ná fram aðhaldi á tekjuhlið ríkisins með ofsahækkun á krónutölugjöldum, flötum sköttum sem leggjast þyngst á tekjulægstu heimilin í landinu, og hefur boðað sams konar gjaldahækkanir næstu árin. Í vikunni verður fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt. Þá fær ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tækifæri til að snúa við blaðinu og þetta tækifæri mun ekki koma aftur. Ríkisstjórnin getur ekki látið Seðlabankann einan um að kljást við verðbólguna og verður að herða á aðhaldsstigi ríkisfjármálanna. En í stað þess að demba öllu aðhaldinu á lágtekju- og millitekjufólk ætti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að koma þjóðinni hressilega á óvart og skattleggja breiðu bökin, sækja aukna skatta af hæstu tekjum og hvalrekagróða í sjávarútvegi og fjármálageiranum og skapa þannig svigrúm til að verja heimilisbókhaldið hjá almenningi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. 9. febrúar 2023 07:31 Tvöfaldur skellur fyrir tekjulægri Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. 24. ágúst 2022 10:31 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Tveggja stafa verðbólga, hæstu vextir í 12 ár, æ fleiri eiga erfitt með að ná endum saman – en samkvæmt Bjarna Benediktssyni gengur efnahagsstjórnin ljómandi vel og fjárlög sem voru samþykkt með 120 milljarða halla eru í raun og veru að reynast prýðilegt meðal gegn verðbólgunni sem þó eykst milli mánaða. Katrín Jakobsdóttir bregst hneyksluð við þegar bent er á að vaxtahækkanir Seðlabankans kunni að hafa eitthvað með agaleysi í ríkisfjármálum að gera sem er þó einmitt það sem seðlabankastjóri segir sjálfur. Margt spes í kýrhausnum. Allt frá því að hagkerfið tók við sér eftir heimsfaraldur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir auknu aðhaldi í ríkisfjármálum. Það er ekki skemmtileg afstaða eða til vinsælda fallin, en hún hefur reynst rétt. Kjarapakkinn sem við kynntum 6. desember síðastliðinn gekk út á að verja tekjulægri hópa fyrir verðbólgunni en taka á þenslunni þar sem þenslan er í raun og veru, eftir sprengingu í fjármagnstekjum og mikinn hagnað hjá bönkum og stórútgerð. Ríkisstjórnin féllst á hluta pakkans en þó aðeins þær tillögur sem fela í sér aukin útgjöld. Breytingatillaga okkar um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta var samþykkt sem skiptir máli fyrir tekjulág heimili með stóraukna greiðslubyrði. Jafnframt lét ríkisstjórnin undan kröfunni um hækkun húsnæðisbóta án þess þó að lögfesta leigubremsu eins og við og verkalýðshreyfingin höfum kallað eftir. Stjórnarmeirihlutinn leit hins vegar ekki við þeim tillögum okkar sem eru til þess fallnar að sporna gegn þenslu og verðbólguþrýstingi. Umfang þeirra er 17 milljarðar eða sem nemur hálfri prósentu af vergri landsframleiðslu. Bjarni Benediktsson hefur brugðist við hugmyndunum með skætingi og sagt að með því að leggja til hækkun fjármagnstekjuskatts og álag á veiðigjöld stórútgerða sé Kristrún Frostadóttir að ala á „öfund“. Sjálfur kaus Bjarni að ná fram aðhaldi á tekjuhlið ríkisins með ofsahækkun á krónutölugjöldum, flötum sköttum sem leggjast þyngst á tekjulægstu heimilin í landinu, og hefur boðað sams konar gjaldahækkanir næstu árin. Í vikunni verður fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt. Þá fær ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tækifæri til að snúa við blaðinu og þetta tækifæri mun ekki koma aftur. Ríkisstjórnin getur ekki látið Seðlabankann einan um að kljást við verðbólguna og verður að herða á aðhaldsstigi ríkisfjármálanna. En í stað þess að demba öllu aðhaldinu á lágtekju- og millitekjufólk ætti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að koma þjóðinni hressilega á óvart og skattleggja breiðu bökin, sækja aukna skatta af hæstu tekjum og hvalrekagróða í sjávarútvegi og fjármálageiranum og skapa þannig svigrúm til að verja heimilisbókhaldið hjá almenningi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd.
Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. 9. febrúar 2023 07:31
Tvöfaldur skellur fyrir tekjulægri Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. 24. ágúst 2022 10:31
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun