Læra íslensku sem er sérhæfð fyrir vinnu í skólum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. mars 2023 23:14 Næstum allir sem hafa tekið þátt í leikskólasmiðjunni eru nú þegar komnir með vinnu. Vísir/Einar Í Reykjanesbæ er rekin svokölluð leikskólasmiðja þar sem innflytjendur læra íslensku sem er sérsniðin fyrir störf í leik- og grunnskólum en skortur á íslenskukunnáttu getur staðið fólki af erlendum uppruna fyrir þrifum. Leikskólasmiðjan er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunnar, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Skóla ehf. Margir af þeim sem taka þátt eru með háskólamenntun og jafnvel kennaramenntun frá heimalandinu. Mikill áhugi var á smiðjunni í bænum og komust færri að en vildu, en öll pláss fylltust á fyrsta sólarhringnum. Bókleg kennsla fer fram í skólastofu í hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og svo eru verklegar lotur. Allflestir nemendurnir eru þegar komnir með vinnu. Nanna Bára Maríasdóttir, verkefnastjóri hjá MSS, segir flesta nemendurna hafa reynslu af skólakerfum. „Þetta eru allt saman nemendur sem hafa menntun frá heimalandinu og flestir hafa reynslu í að vinna í skólakerfinu.“ Verkefnið gangi út á meira en bara íslenskukennslu. „Þau eru mjög ánægð og það er gaman að fylgjast með því hvernig þau vaxa líka sem einstaklingar hérna úti í samfélaginu. Við erum að byggja eins og við getum tengsl út í samfélagið. Bæði við skólastarfið, við bókasafnið og við söfnin. Við förum út og byggjum tengingar út í samfélagið sem getur gagnast þeim líka í persónulega lífinu.“ Þrátt fyrir að verkefnið hafi gengið mjög vel þá snýst þetta á endanum, eins og svo margt annað um fjármagn. „Ég ætla að skora á fræðslusjóð og yfirvöld. Þá sem að stýra peningunum, eins og til dæmis menntamálaráðherra, að sjá til þess að við getum verið með fleiri svona smiðjur og fagnám. Þar sem við getum eflt þennan flotta hóp sem við erum að fá til okkar til starfs. Við erum að sjá að þetta virkar, þau eru að týnast út í atvinnulífið og það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt.“ Innflytjendamál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Reykjanesbær Íslensk tunga Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Leikskólasmiðjan er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunnar, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Skóla ehf. Margir af þeim sem taka þátt eru með háskólamenntun og jafnvel kennaramenntun frá heimalandinu. Mikill áhugi var á smiðjunni í bænum og komust færri að en vildu, en öll pláss fylltust á fyrsta sólarhringnum. Bókleg kennsla fer fram í skólastofu í hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og svo eru verklegar lotur. Allflestir nemendurnir eru þegar komnir með vinnu. Nanna Bára Maríasdóttir, verkefnastjóri hjá MSS, segir flesta nemendurna hafa reynslu af skólakerfum. „Þetta eru allt saman nemendur sem hafa menntun frá heimalandinu og flestir hafa reynslu í að vinna í skólakerfinu.“ Verkefnið gangi út á meira en bara íslenskukennslu. „Þau eru mjög ánægð og það er gaman að fylgjast með því hvernig þau vaxa líka sem einstaklingar hérna úti í samfélaginu. Við erum að byggja eins og við getum tengsl út í samfélagið. Bæði við skólastarfið, við bókasafnið og við söfnin. Við förum út og byggjum tengingar út í samfélagið sem getur gagnast þeim líka í persónulega lífinu.“ Þrátt fyrir að verkefnið hafi gengið mjög vel þá snýst þetta á endanum, eins og svo margt annað um fjármagn. „Ég ætla að skora á fræðslusjóð og yfirvöld. Þá sem að stýra peningunum, eins og til dæmis menntamálaráðherra, að sjá til þess að við getum verið með fleiri svona smiðjur og fagnám. Þar sem við getum eflt þennan flotta hóp sem við erum að fá til okkar til starfs. Við erum að sjá að þetta virkar, þau eru að týnast út í atvinnulífið og það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt.“
Innflytjendamál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Reykjanesbær Íslensk tunga Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira