Utan vallar: „This is the Icelandic league“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 08:30 Hvar er Íslendingurinn? Erlendir leikmenn eru mjög áberandi í íslensku deildinni í dag og það er ekki að fara breytast. Vísir/Bára Íslenskir leikmenn gætu verið í útrýmingahættu í Subway deildunum í körfubolta eftir ákvarðanir ársþings Körfuboltasambands Íslands um helgina. Sumum finnst þetta eflaust alltof dramatísk yfirlýsing en þeir sem héldu að það færi nú loksins að renna af mönnum eftir útlendingafylleríið undanfarin ár vöknuðu upp við vondan draum þegar þeir sáu niðurstöðu kosninga á þinginu. Í stað þess að herða reglurnar um erlenda leikmenn og tryggja íslenskum leikmönnum einhverjar alvöru mínútur í deildinni er nú hætt við því að íslenskir leikmenn endi með því að vera í algjöru aukahlutverki í mörgum liðum næsta vetur. Þeir sem þekkja til vita vel að það síðasta sem hægt er að gera ráð fyrir er það að liðin haldi erlendum innflutning í einhverju lágmarki ef þau eru ekki skikkuð til þess. Nei, óskrifaða reglan er að það er alltaf best að reyna að ná forskoti á hin liðin með því að bæta einum erlendum leikmanni við. Nú þegar það er frjálst flæði evrópskra leikmanna í deildinni kæmi ekkert á óvart að við sjáum fimm til sex erlenda leikmenn í sumum liðum. Það að höfða til samvisku forráðamanna félaga um að notfæra sér ekki frelsið heldur sýna skynsemi í innflutningi sínum er í besta falli barnaleg hugsun. Nær allar ákvarðanir í útlendingamálum í gegnum tíðina eru teknar vegna þess hvað hentar hverju félagi hverju sinni. Freisting að bæta einum tilbúnum leikmanni er bara of freistandi í „vinna núna“ hugsun flestra félaga. Þeir fulltrúar liðanna sem tóku þessa ákvörðun um helgina hafa heldur greinilega engar áhyggjur af rekstri sinna félaga. Þar er greinilega nóg til af peningum svo hægt sé að fylla liðin af erlendum leikmönnum næsta vetur. Sigurvegarar helgarinnar eru eflaust umboðsmenn leikmanna sem geta nú haft vel upp úr þessum mesta innflutningi í íslenskum íþróttum. Þeir sem halda að svona reglubreyting standi ekki í vegi fyrir ungum islenskum leikmönnum að fá mínútur í deildinni lifa líka hreinlega í blekkingu. Það er alltaf auðveldara og árangursríkara að kalla í reyndan tilbúinn erlendan leikmann sem byrjar að skila tölum í næsta leik í stað þess að bíða í vikur, mánuði eða jafnvel ár eftir því að uppalinn leikmaður félagsins fari að skila til liðsins. Þolinmæði er dyggð en hefur sjaldan verið upp á pallborðið í íslensku deildinni. Það er ekki nóg með að niðurskurður Afrekssjóðs ÍSÍ ógni framtíð íslenska landsliðsins þá ákvað körfuboltahreyfingin að skjóta sig í fótinn og gera uppöldu framtíðarlandsliðsfólki erfiðara fyrir að feta leiðina frá því að vera efnilegt í að vera góðir leikmenn. Ég vona auðvitað að ég hafi ekki rétt fyrir mér og að forráðamenn liðanna stingi upp í mig en sagan segir að svo verði ekki. Já, staðreyndin er sú að „This is the Icelandic league“ og ekki breyttist það eftir þetta ársþing. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Sumum finnst þetta eflaust alltof dramatísk yfirlýsing en þeir sem héldu að það færi nú loksins að renna af mönnum eftir útlendingafylleríið undanfarin ár vöknuðu upp við vondan draum þegar þeir sáu niðurstöðu kosninga á þinginu. Í stað þess að herða reglurnar um erlenda leikmenn og tryggja íslenskum leikmönnum einhverjar alvöru mínútur í deildinni er nú hætt við því að íslenskir leikmenn endi með því að vera í algjöru aukahlutverki í mörgum liðum næsta vetur. Þeir sem þekkja til vita vel að það síðasta sem hægt er að gera ráð fyrir er það að liðin haldi erlendum innflutning í einhverju lágmarki ef þau eru ekki skikkuð til þess. Nei, óskrifaða reglan er að það er alltaf best að reyna að ná forskoti á hin liðin með því að bæta einum erlendum leikmanni við. Nú þegar það er frjálst flæði evrópskra leikmanna í deildinni kæmi ekkert á óvart að við sjáum fimm til sex erlenda leikmenn í sumum liðum. Það að höfða til samvisku forráðamanna félaga um að notfæra sér ekki frelsið heldur sýna skynsemi í innflutningi sínum er í besta falli barnaleg hugsun. Nær allar ákvarðanir í útlendingamálum í gegnum tíðina eru teknar vegna þess hvað hentar hverju félagi hverju sinni. Freisting að bæta einum tilbúnum leikmanni er bara of freistandi í „vinna núna“ hugsun flestra félaga. Þeir fulltrúar liðanna sem tóku þessa ákvörðun um helgina hafa heldur greinilega engar áhyggjur af rekstri sinna félaga. Þar er greinilega nóg til af peningum svo hægt sé að fylla liðin af erlendum leikmönnum næsta vetur. Sigurvegarar helgarinnar eru eflaust umboðsmenn leikmanna sem geta nú haft vel upp úr þessum mesta innflutningi í íslenskum íþróttum. Þeir sem halda að svona reglubreyting standi ekki í vegi fyrir ungum islenskum leikmönnum að fá mínútur í deildinni lifa líka hreinlega í blekkingu. Það er alltaf auðveldara og árangursríkara að kalla í reyndan tilbúinn erlendan leikmann sem byrjar að skila tölum í næsta leik í stað þess að bíða í vikur, mánuði eða jafnvel ár eftir því að uppalinn leikmaður félagsins fari að skila til liðsins. Þolinmæði er dyggð en hefur sjaldan verið upp á pallborðið í íslensku deildinni. Það er ekki nóg með að niðurskurður Afrekssjóðs ÍSÍ ógni framtíð íslenska landsliðsins þá ákvað körfuboltahreyfingin að skjóta sig í fótinn og gera uppöldu framtíðarlandsliðsfólki erfiðara fyrir að feta leiðina frá því að vera efnilegt í að vera góðir leikmenn. Ég vona auðvitað að ég hafi ekki rétt fyrir mér og að forráðamenn liðanna stingi upp í mig en sagan segir að svo verði ekki. Já, staðreyndin er sú að „This is the Icelandic league“ og ekki breyttist það eftir þetta ársþing.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli