Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá þessum ætlunum Starmer í morgun og er búist við því að landsnefnd flokksins muni styðja tillögu hans, samkvæmt frétt Sky News.
Corbyn segir Starmer fara gegn réttindum meðlima Verkamannaflokksins og grafa undan lýðræðislegum gildum flokksins. Samkvæmt Sky segir Corbyn ekki í yfirlýsingu sinni hvort hann myndi bjóða sig fram til þings, óháð flokki, en sagði þess í stað að hann og stuðningsmenn hans myndu ekki láta sig hverfa.
Corbyn var vísað úr þingflokki Verkamannaflokksins í október í kjölfar birtingar skýrslu þar sem gagnrýnt var hvernig hann og aðrir leiðtogar flokksins á þeim tíma, brugðust við ásökunum um gyðingahatur innan flokksins. Hann hefur verið fulltrúi síns kjördæmis í fjóra áratugi og hefur verið skilgreindur sem óháður frá því í október.
Hann gagnrýndi núverandi leiðtoga flokksins harðlega og sagði þá ekki búa yfir lausnum á eim vandamálum sem Bretar standa frammi fyrir.
A statement on the latest attempt to block my candidacy for Islington North. pic.twitter.com/ytZSK4oEKI
— Jeremy Corbyn (@jeremycorbyn) March 27, 2023