„Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana“ Máni Snær Þorláksson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 27. mars 2023 23:46 Móðir Helgu Ingibjargar vaknaði er snjóflóðið kom inn um svefnherbergisglugga hennar í morgun. Aðsend/Stöð 2 Þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í morgun og þá hafa snjóflóð fallið í Mjóafirði og á Reyðarfirði utan byggðar. Íbúi í Neskaupstað segir atburðina erfiða fyrir marga og áminning um mannskæð snjóflóð í bænum fyrir hálfri öld. Móðir Helgu Ingibjargar Gunnarsdóttur, íbúa í Neskaupstað, vaknaði í morgun við snjóflóð sem braut sér leið inn í svefnherbergið hennar í gegnum glugga. „Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana. Hún býr á annarri hæð í blokk, átti ekki alveg von á þessu. Hún vaknaði bara öll í snjó í morgun,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. Helga segir að snjóflóðið hafi komið inn á tveimur stöðum hjá móður sinni. Annars vegar kom það inn um gluggann að ofanverðu og hins vegar inn um útidyrahurðina hjá henni. „Þannig hún var föst í smá stund.“ Rætt var við Helgu og fleiri í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um snjóflóðin. Björgunarsveitin kom þá heim til hennar til að hjálpa henni út. Móðir Helgu er heppin að því leyti til að það býr björgunarsveitarmaður í næsta húsi en hann var einmitt fyrstur á vettvang. „Hann nær að troða sér inn um hurðina hjá henni en svo þurfa þau á endanum að taka hana út um svefnherbergisgluggann því flóðið var bara alveg fyrir hurðinni,“ segir Helga. Með glerbrot í fætinum Þegar björgunarsveitin var búin að bjarga móður Helgu út var henni boðið að fara niður í Egilsbúð þar sem búið var að setja upp fjöldahjálparstöð. Móðir hennar ákvað þó frekar að fara heim til Helgu. Þar kom í ljós að hún hafði fengið glerbrot í fótinn. „Hún var bara berfætt og á stuttermabol þannig hún valdi að koma bara til mín því ég bý á grænu svæði. Þegar hún er komin til mín þá sjáum við að hún er svolítið skorin á fætinum, var með glerbrot inni í fætinum. Þannig hún þurfti að fara upp á sjúkrahús, láta hreinsa það og sauma nokkur spor.“ Erfið bið Þegar móðir Helgu hringdi í hana og sagði að hún hefði lent í snjóflóðinu var Helga ein heima með börnin sín. Þá hafði henni einnig verið ráðlagt að halda sig inni. „Það var mjög erfið bið, að bíða bæði eftir því að björgunarsveitin var komin til hennar og eftir því að búið var að bjarga henni út og hún komin hingað til mín.“ Aðspurð um líðan móður sinnar segir Helga að hún sé í miklu sjokki eins og aðrir íbúar bæjarins. Hún segir snjóflóðin rifja upp vondar minningar: „Hún er náttúrulega bara eins og við öll, í miklu sjokki. Þetta eru sem sagt tvær blokkir þannig þetta eru alveg nokkrar íbúðir sem lenda í þessu mikla tjóni en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega. Það eru bara allir í sjokki. Þetta rifjar náttúrulega upp að fyrir fimmtíu árum þá var mannskætt flóð hér, þetta er bara mjög erfitt fyrir mjög marga. “ Samkennd og samhugur í íbúum Ófært er úr bænum og víða annars staðar fyrir austan. Helga segir að það sé erfitt að vera innilokuð í bænum en þó búi þau vel. „Það er auðvitað erfitt, við þekkjum það. En við búum svo vel að við erum með frábært sjúkrahús hér í bænum og fyrst að enginn þurfti á frekari aðhlynningu að halda en sjúkrahúsið getur veitt hér þá slapp það varðandi það.“ Helga segir að mikil samkennd sé í samfélaginu í bænum eftir snjóflóðin: „Þetta er náttúrulega lítið samfélag og við búum svo vel að það er svakaleg samkennd og mikill samhugur í fólki. Þrátt fyrir að fólk sé í miklu sjokki þá er ég bara búin að vera síðan rétt um sjö í morgun að svara skilaboðum og símhringingum, maður finnur bara hvað það hugsa allir hlýtt til hvors annars hér. Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Móðir Helgu Ingibjargar Gunnarsdóttur, íbúa í Neskaupstað, vaknaði í morgun við snjóflóð sem braut sér leið inn í svefnherbergið hennar í gegnum glugga. „Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana. Hún býr á annarri hæð í blokk, átti ekki alveg von á þessu. Hún vaknaði bara öll í snjó í morgun,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. Helga segir að snjóflóðið hafi komið inn á tveimur stöðum hjá móður sinni. Annars vegar kom það inn um gluggann að ofanverðu og hins vegar inn um útidyrahurðina hjá henni. „Þannig hún var föst í smá stund.“ Rætt var við Helgu og fleiri í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um snjóflóðin. Björgunarsveitin kom þá heim til hennar til að hjálpa henni út. Móðir Helgu er heppin að því leyti til að það býr björgunarsveitarmaður í næsta húsi en hann var einmitt fyrstur á vettvang. „Hann nær að troða sér inn um hurðina hjá henni en svo þurfa þau á endanum að taka hana út um svefnherbergisgluggann því flóðið var bara alveg fyrir hurðinni,“ segir Helga. Með glerbrot í fætinum Þegar björgunarsveitin var búin að bjarga móður Helgu út var henni boðið að fara niður í Egilsbúð þar sem búið var að setja upp fjöldahjálparstöð. Móðir hennar ákvað þó frekar að fara heim til Helgu. Þar kom í ljós að hún hafði fengið glerbrot í fótinn. „Hún var bara berfætt og á stuttermabol þannig hún valdi að koma bara til mín því ég bý á grænu svæði. Þegar hún er komin til mín þá sjáum við að hún er svolítið skorin á fætinum, var með glerbrot inni í fætinum. Þannig hún þurfti að fara upp á sjúkrahús, láta hreinsa það og sauma nokkur spor.“ Erfið bið Þegar móðir Helgu hringdi í hana og sagði að hún hefði lent í snjóflóðinu var Helga ein heima með börnin sín. Þá hafði henni einnig verið ráðlagt að halda sig inni. „Það var mjög erfið bið, að bíða bæði eftir því að björgunarsveitin var komin til hennar og eftir því að búið var að bjarga henni út og hún komin hingað til mín.“ Aðspurð um líðan móður sinnar segir Helga að hún sé í miklu sjokki eins og aðrir íbúar bæjarins. Hún segir snjóflóðin rifja upp vondar minningar: „Hún er náttúrulega bara eins og við öll, í miklu sjokki. Þetta eru sem sagt tvær blokkir þannig þetta eru alveg nokkrar íbúðir sem lenda í þessu mikla tjóni en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega. Það eru bara allir í sjokki. Þetta rifjar náttúrulega upp að fyrir fimmtíu árum þá var mannskætt flóð hér, þetta er bara mjög erfitt fyrir mjög marga. “ Samkennd og samhugur í íbúum Ófært er úr bænum og víða annars staðar fyrir austan. Helga segir að það sé erfitt að vera innilokuð í bænum en þó búi þau vel. „Það er auðvitað erfitt, við þekkjum það. En við búum svo vel að við erum með frábært sjúkrahús hér í bænum og fyrst að enginn þurfti á frekari aðhlynningu að halda en sjúkrahúsið getur veitt hér þá slapp það varðandi það.“ Helga segir að mikil samkennd sé í samfélaginu í bænum eftir snjóflóðin: „Þetta er náttúrulega lítið samfélag og við búum svo vel að það er svakaleg samkennd og mikill samhugur í fólki. Þrátt fyrir að fólk sé í miklu sjokki þá er ég bara búin að vera síðan rétt um sjö í morgun að svara skilaboðum og símhringingum, maður finnur bara hvað það hugsa allir hlýtt til hvors annars hér.
Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira