„Örugglega einhverjir til í að ég myndi hætta hjá sambandinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2023 09:01 Hannes S. Jónsson hefur verið formaður KKÍ í næstum því tvo áratugi. Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson getur ekki haldið áfram sem bæði formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands eftir að lagabreyting var samþykkt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands um helgina. Hannes hefur verið formaður KKÍ í sautján ár og starfandi framkvæmdastjóri í níu ár. Hvernig koma þær breytingar við hann sem nú þarf að gera? „Við höfum talað um þetta í mörg ár að það þurfi að gera þetta. Þetta er bara góð niðurstaða og það sem ég bjóst við að myndi koma út úr þessu fyrst að tillagan kom inn,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Það er bara gott mál og við finnum einhvern góðan flöt á þessu næstu daga og förum yfir þetta,“ sagði Hannes sem getur núna ekki sinnt báðum störfum. Guðbjörg komið inn eins og formaður „Nei, ég get það ekki. Við höfum gert það þannig undanfarin ár að ég hafi verið eins og framkvæmdastjóri enda er ég með starfslýsingu sem framkvæmdastjóri líka. Ég er i raun bæði formaður og framkvæmdastjóri,“ sagði Hannes. „Svo hefur Guðbjörg varaformaður í rauninni komið inn eins og formaður. Þannig höfum við unnið þetta undanfarin ár. Þess vegna hefur Guðbjörg, sem varaformaður, í rauninni stigið inn sem formaður þótt að maður sé með formannstitilinn. Þá höfum við tvö unnið þetta þannig saman,“ sagði Hannes. „Þetta hefur ekki verið unnið þannig að formaðurinn og framkvæmdastjórinn sé einn og sami maðurinn og enginn annar komi nálægt hlutunum,“ sagði Hannes. „Við skoðum þetta og þetta er bara fínt. Ég hef stundum sagt það að ég viti það manna best hvað það er að vera með báða titlana. Ég hef ekki haft neinn sérstakan áhuga á því þannig lagað því þetta kom bara upp í hendurnar á mér,“ sagði Hannes. Þurfa væntanlega að hækka útgjöldin á félögin „Þetta var fjárhagslegs eðlis en núna ákvað þingið að fara með þetta þessa leið. Þingið ákvað jafnframt að stjórnin ætti að skoða það að breyta fjárhagsáætlun með það í huga að það væri verið að fara með þetta. Það þýðir að það verði hugsanlega hækkuð útgjöld á félögin með þessu,“ sagði Hannes. „Það er það sem við höfum verið að forðast. Við höfum ekki viljað hækka útgjöldin á félögin. Það er það sem félögin kölluðu eftir á þinginu og það er bara hið besta mál. Til þess erum við með þing og þetta verður bata góð lausn. Það eru alltaf tækifæri í öllu,“ sagði Hannes. Guðjón Guðmundsson spurði Hannes einnig út í breytingar á útlendingareglum og um fjárhagsáætlun sambandsins. Lítur ekki á þetta sem vantraust á sig Hannes lítur ekki á tillöguna, um að hann geti ekki verið bæði formaður og framkvæmdastjóri áfram, sem vantraust á hann sem einstakling. „Nei, ég geri það ekki en það eru örugglega einhverjir sem eru alveg til í að ég myndi hætta hjá sambandinu. Ég hef alveg heyrt það. Til að vera hreinskilinn með það þá er ég ekki allra,“ sagði Hannes. „Það er bara allt í lagi en ég lít ekki á þetta sem vantraust á mig því sú tillaga kom ekki fram á þinginu. Það er nú bara þannig í stórri hreyfingu þá getur maður ekki verið allra. Ef ég væri allra þá væri ég líka hugsanlega að gera eitthvað rangt,“ sagði Hannes. Það má sjá allt spjallið hans við Gaupa hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við formann KKÍ eftir þing sambandsins Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Hannes hefur verið formaður KKÍ í sautján ár og starfandi framkvæmdastjóri í níu ár. Hvernig koma þær breytingar við hann sem nú þarf að gera? „Við höfum talað um þetta í mörg ár að það þurfi að gera þetta. Þetta er bara góð niðurstaða og það sem ég bjóst við að myndi koma út úr þessu fyrst að tillagan kom inn,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Það er bara gott mál og við finnum einhvern góðan flöt á þessu næstu daga og förum yfir þetta,“ sagði Hannes sem getur núna ekki sinnt báðum störfum. Guðbjörg komið inn eins og formaður „Nei, ég get það ekki. Við höfum gert það þannig undanfarin ár að ég hafi verið eins og framkvæmdastjóri enda er ég með starfslýsingu sem framkvæmdastjóri líka. Ég er i raun bæði formaður og framkvæmdastjóri,“ sagði Hannes. „Svo hefur Guðbjörg varaformaður í rauninni komið inn eins og formaður. Þannig höfum við unnið þetta undanfarin ár. Þess vegna hefur Guðbjörg, sem varaformaður, í rauninni stigið inn sem formaður þótt að maður sé með formannstitilinn. Þá höfum við tvö unnið þetta þannig saman,“ sagði Hannes. „Þetta hefur ekki verið unnið þannig að formaðurinn og framkvæmdastjórinn sé einn og sami maðurinn og enginn annar komi nálægt hlutunum,“ sagði Hannes. „Við skoðum þetta og þetta er bara fínt. Ég hef stundum sagt það að ég viti það manna best hvað það er að vera með báða titlana. Ég hef ekki haft neinn sérstakan áhuga á því þannig lagað því þetta kom bara upp í hendurnar á mér,“ sagði Hannes. Þurfa væntanlega að hækka útgjöldin á félögin „Þetta var fjárhagslegs eðlis en núna ákvað þingið að fara með þetta þessa leið. Þingið ákvað jafnframt að stjórnin ætti að skoða það að breyta fjárhagsáætlun með það í huga að það væri verið að fara með þetta. Það þýðir að það verði hugsanlega hækkuð útgjöld á félögin með þessu,“ sagði Hannes. „Það er það sem við höfum verið að forðast. Við höfum ekki viljað hækka útgjöldin á félögin. Það er það sem félögin kölluðu eftir á þinginu og það er bara hið besta mál. Til þess erum við með þing og þetta verður bata góð lausn. Það eru alltaf tækifæri í öllu,“ sagði Hannes. Guðjón Guðmundsson spurði Hannes einnig út í breytingar á útlendingareglum og um fjárhagsáætlun sambandsins. Lítur ekki á þetta sem vantraust á sig Hannes lítur ekki á tillöguna, um að hann geti ekki verið bæði formaður og framkvæmdastjóri áfram, sem vantraust á hann sem einstakling. „Nei, ég geri það ekki en það eru örugglega einhverjir sem eru alveg til í að ég myndi hætta hjá sambandinu. Ég hef alveg heyrt það. Til að vera hreinskilinn með það þá er ég ekki allra,“ sagði Hannes. „Það er bara allt í lagi en ég lít ekki á þetta sem vantraust á mig því sú tillaga kom ekki fram á þinginu. Það er nú bara þannig í stórri hreyfingu þá getur maður ekki verið allra. Ef ég væri allra þá væri ég líka hugsanlega að gera eitthvað rangt,“ sagði Hannes. Það má sjá allt spjallið hans við Gaupa hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við formann KKÍ eftir þing sambandsins
Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira