Valsmenn gengu út af þingi: „Miklar líkur á að við förum illa með þetta frelsi“ Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2023 11:31 Hlynur Bæringsson og Kristófer Acox hafa lengi verið meðal stærstu stjarna efstu deildar karla í körfubolta. Grímur óttast að Íslendingum í stórum hlutverkum fækki með nýsamþykktum reglum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það eru rosalega miklar líkur á því að við [í körfuknattleikshreyfingunni] förum illa með þetta frelsi,“ segir Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, um nýsamþykktar breytingar á reglum um erlenda leikmenn í íslenskum körfubolta. Á Körfuknattleiksþinginu á laugardag var samþykkt að hafa engar hömlur á fjölda leikmanna úr EES-ríkjum í íslenskum liðum. Enn má reyndar aðeins einn erlendur leikmaður utan EES-ríkis vera innan vallar í hvoru liði, en hafi hann búið á landinu í þrjú ár getur hann talist sem íslenskur leikmaður. Þar með geta lið keppt um Íslandsmeistaratitlana með aðeins erlenda leikmenn innanborðs. Grímur og Svali Björgvinsson, formaður Vals, gengu út af þinginu um helgina þegar þetta var samþykkt, og Grímur birti í gær grein þar sem hann útskýrir óánægju sína með breytingarnar. Árið 2018 var numin úr gildi 4+1 reglan sem hafði skyldað lið til að vera með að lágmarki fjóra íslenska leikmenn innan vallar hverju sinni, en reglan var talin brot á EES-samningnum. Grímur bendir í grein sinni á hversu mikil áhrif sú breyting hafði, og að á þeim fimm árum sem liðin séu síðan þá hafi íslenskum leikmönnum í efstu og næstefstu deild karla fækkað um 92, jafnvel þó að reglurnar hafi verið hertar í fyrra og liðum skylt að hafa tvo íslenska leikmenn innan vallar hverju sinni. Grímur hóf fyrst að safna gögnum vorið 2020 til að sýna áhrif þess að 4+1 reglan skyldi afnumin, og hefur haldið þessum upplýsingum á lofti fyrir kollega sína hjá öðrum félögum og KKÍ, en talað fyrir daufum eyrum miðað við niðurstöðu þingsins. Nær öll fækkunin á aldrinum 20-26 ára „Ég komst að því að íslenskum leikmönnum hefur fækkað um 50 í efstu deild karla, frá því að 4+1 reglan var afnumin, og um 42 í 1. deild karla. Það eru því samtals 92 leikmönnum færra í þessum tveimur deildum frá árinu 2018, jafnvel þrátt fyrir að fjölgað hafi um eitt lið í 1. deild. Og öll fækkunin er eiginlega leikmenn á aldrinum 20-26 ára. Það stemmir við þá pælingu að þeir sem eru yngri en 20 ára eru til í að vera á bekknum og mæta á æfingar, í von um að verða frábærir í körfubolta. Síðan hreinsast út þarna. Menn segja að það sé bara frábært affall og eðlilegt, en það getur ekki verið eðlilegt þegar það fækkar svona mikið. Þetta er áhyggjuefni því þetta er mikilvægasti aldurinn, þar sem menn verða að alvöru leikmönnum og stjörnum,“ segir Grímur. Ekkert land með svona reglur Ef horft er til „leikinna mínútna“ í vetur hafa erlendir leikmenn spilað 65% mínútna í efstu deild karla, og 33% í efstu deild kvenna. Grímur óttast að mínútum þeirra íslensku fækki enn meira á næstu leiktíð. „Það er ekkert land sem er með svona reglur eins og við. Að allir leikmenn á skýrslunni geti verið erlendir leikmenn. Ég ítreka að þetta eru ungmennafélög. Menn eru að bera sig saman við Spán og fleiri lönd – þú færð mestar tekjur á Spáni fyrir utan NBA-deildina – en á Spáni eru samt sem áður reglur um uppalda leikmenn,“ segir Grímur og er ekki bjartsýnn á að körfuboltahreyfingin forðist að fylla lið sín af erlendum leikmönnum. Hann tekur því undir grein blaðamannsins Óskars Ófeigs Jónssonar sem birtist hér á Vísi í gær. „Ef að það má, þá gera menn það“ „Öll heiðursmannasamkomulag, allt sem að þessi körfuboltahreyfing hefur sett sér, hefur verið brotið. Það kom leikmaður frá Hrunamönnum og spilaði með Stjörnunni í úrslitaleik bikarsins. Ef að það má, þá gera menn það. Það segjast allir ætla að fara vel með þessa stöðu. En af því að þetta eru ungmennafélög, og af því að þetta er borgað af samfélaginu, þá eru margir sem bera í rauninni enga ábyrgð á því sem þeir eru að gera. Svo kemur sveitarfélagið og hjálpar félaginu þegar allt er komið í skrúfuna, eins og hefur margsinnis gerst og örugglega í öllum íslenskum íþróttafélögum. Þetta er bara svo mannlegt. Þess vegna eru rosalega miklar líkur á því að við förum illa með þetta frelsi. Það hefur alla vega ekki komið íslenskum leikmönnum vel að reglunum skyldi breytt. Menn tala um að landsliðinu gangi svo vel en þar eru þetta allt leikmenn sem komu upp í gegnum 4+1 regluna,“ segir Grímur. Íslands-, bikar- og nýkrýndir deildarmeistarar Vals eru með best skipaða karlalið landsins, sérstaklega þegar horft er til íslenskra leikmanna. Aðspurður hvort að það liti ekki afstöðu Valsmanna segir Grímur: „Þetta hefur ekkert með það að gera í mínum haus. Bara ekki neitt. Miðað við hvernig menn tala ættum við að eiga pening til að kaupa alla útlendinga heimsins, en þeir vita svo sem ekki hvernig við rekum okkur og að því fer fjarri. En þetta er svo leiðinleg umræða. Það að ég sé Valsari breytir ekki gögnunum. Ég hef einmitt setið á þingi og reynt að benda á þessi gögn, en þá fæ ég þetta einmitt yfir mig: „Þú ert Valsari, þér er sama um allt nema Val“. En gögnin tala sínu máli og Íslendingum í deildinni myndi ekkert fjölga við að ég væri ekki Valsari,“ segir Grímur. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Á Körfuknattleiksþinginu á laugardag var samþykkt að hafa engar hömlur á fjölda leikmanna úr EES-ríkjum í íslenskum liðum. Enn má reyndar aðeins einn erlendur leikmaður utan EES-ríkis vera innan vallar í hvoru liði, en hafi hann búið á landinu í þrjú ár getur hann talist sem íslenskur leikmaður. Þar með geta lið keppt um Íslandsmeistaratitlana með aðeins erlenda leikmenn innanborðs. Grímur og Svali Björgvinsson, formaður Vals, gengu út af þinginu um helgina þegar þetta var samþykkt, og Grímur birti í gær grein þar sem hann útskýrir óánægju sína með breytingarnar. Árið 2018 var numin úr gildi 4+1 reglan sem hafði skyldað lið til að vera með að lágmarki fjóra íslenska leikmenn innan vallar hverju sinni, en reglan var talin brot á EES-samningnum. Grímur bendir í grein sinni á hversu mikil áhrif sú breyting hafði, og að á þeim fimm árum sem liðin séu síðan þá hafi íslenskum leikmönnum í efstu og næstefstu deild karla fækkað um 92, jafnvel þó að reglurnar hafi verið hertar í fyrra og liðum skylt að hafa tvo íslenska leikmenn innan vallar hverju sinni. Grímur hóf fyrst að safna gögnum vorið 2020 til að sýna áhrif þess að 4+1 reglan skyldi afnumin, og hefur haldið þessum upplýsingum á lofti fyrir kollega sína hjá öðrum félögum og KKÍ, en talað fyrir daufum eyrum miðað við niðurstöðu þingsins. Nær öll fækkunin á aldrinum 20-26 ára „Ég komst að því að íslenskum leikmönnum hefur fækkað um 50 í efstu deild karla, frá því að 4+1 reglan var afnumin, og um 42 í 1. deild karla. Það eru því samtals 92 leikmönnum færra í þessum tveimur deildum frá árinu 2018, jafnvel þrátt fyrir að fjölgað hafi um eitt lið í 1. deild. Og öll fækkunin er eiginlega leikmenn á aldrinum 20-26 ára. Það stemmir við þá pælingu að þeir sem eru yngri en 20 ára eru til í að vera á bekknum og mæta á æfingar, í von um að verða frábærir í körfubolta. Síðan hreinsast út þarna. Menn segja að það sé bara frábært affall og eðlilegt, en það getur ekki verið eðlilegt þegar það fækkar svona mikið. Þetta er áhyggjuefni því þetta er mikilvægasti aldurinn, þar sem menn verða að alvöru leikmönnum og stjörnum,“ segir Grímur. Ekkert land með svona reglur Ef horft er til „leikinna mínútna“ í vetur hafa erlendir leikmenn spilað 65% mínútna í efstu deild karla, og 33% í efstu deild kvenna. Grímur óttast að mínútum þeirra íslensku fækki enn meira á næstu leiktíð. „Það er ekkert land sem er með svona reglur eins og við. Að allir leikmenn á skýrslunni geti verið erlendir leikmenn. Ég ítreka að þetta eru ungmennafélög. Menn eru að bera sig saman við Spán og fleiri lönd – þú færð mestar tekjur á Spáni fyrir utan NBA-deildina – en á Spáni eru samt sem áður reglur um uppalda leikmenn,“ segir Grímur og er ekki bjartsýnn á að körfuboltahreyfingin forðist að fylla lið sín af erlendum leikmönnum. Hann tekur því undir grein blaðamannsins Óskars Ófeigs Jónssonar sem birtist hér á Vísi í gær. „Ef að það má, þá gera menn það“ „Öll heiðursmannasamkomulag, allt sem að þessi körfuboltahreyfing hefur sett sér, hefur verið brotið. Það kom leikmaður frá Hrunamönnum og spilaði með Stjörnunni í úrslitaleik bikarsins. Ef að það má, þá gera menn það. Það segjast allir ætla að fara vel með þessa stöðu. En af því að þetta eru ungmennafélög, og af því að þetta er borgað af samfélaginu, þá eru margir sem bera í rauninni enga ábyrgð á því sem þeir eru að gera. Svo kemur sveitarfélagið og hjálpar félaginu þegar allt er komið í skrúfuna, eins og hefur margsinnis gerst og örugglega í öllum íslenskum íþróttafélögum. Þetta er bara svo mannlegt. Þess vegna eru rosalega miklar líkur á því að við förum illa með þetta frelsi. Það hefur alla vega ekki komið íslenskum leikmönnum vel að reglunum skyldi breytt. Menn tala um að landsliðinu gangi svo vel en þar eru þetta allt leikmenn sem komu upp í gegnum 4+1 regluna,“ segir Grímur. Íslands-, bikar- og nýkrýndir deildarmeistarar Vals eru með best skipaða karlalið landsins, sérstaklega þegar horft er til íslenskra leikmanna. Aðspurður hvort að það liti ekki afstöðu Valsmanna segir Grímur: „Þetta hefur ekkert með það að gera í mínum haus. Bara ekki neitt. Miðað við hvernig menn tala ættum við að eiga pening til að kaupa alla útlendinga heimsins, en þeir vita svo sem ekki hvernig við rekum okkur og að því fer fjarri. En þetta er svo leiðinleg umræða. Það að ég sé Valsari breytir ekki gögnunum. Ég hef einmitt setið á þingi og reynt að benda á þessi gögn, en þá fæ ég þetta einmitt yfir mig: „Þú ert Valsari, þér er sama um allt nema Val“. En gögnin tala sínu máli og Íslendingum í deildinni myndi ekkert fjölga við að ég væri ekki Valsari,“ segir Grímur.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira