Er VM orðið spilltasta stéttarfélag landsins? Guðmundur Ragnarsson skrifar 28. mars 2023 11:00 Það er sorglegt að sjá stéttarfélagið mitt VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna vera hugsanlega orðið spilltasta stéttarfélag landsins. Þau vinnubrögð sem hafa verið stunduð í félaginu síðan núverandi formaður tók við eru með ólíkindum. Lög ítrekað brotin, sérstaklega hvað varðar meðferð á fjármunum félagsins auk sameiningar inn í annað félag sem félagsmenn hafa ekki fengið kynningu á. Formaðurinn komið fram í fjölmiðlum og sagt réttamæta gagnrýni verða uppspuna og lygi. Stjórnarmenn hafa þagað þunnu hljóði þó þeir viti að formaður félagsins hafi farið fram í fjölmiðlum með ósannindi. Stjórnarmaður sagði sig úr stjórn og úr félaginu eftir síðasta stjórnarkjör, þegar hann sá fram á það að tilraunir hans til að fá upplýsingar um meðferð og samþykktir fyrir hundruðum milljóna króna úr sjóðum félagsins yrði ekki svarað og hann fengi ekki stuðning annarra stjórnarmanna. Tíu félagsmenn þar á meðal fyrrverandi stjórnarmenn til margra ára og með áratuga setu í stjórn VM og Vélstjórafélagi Íslands sendu skriflega fyrirspurn 3. nóvember 2022 til stjórnar félagsins um meint lögbrot og meðferð á fjármunum félagsins sem stjórnin ætlar ekki að svara skriflega samkvæmt síðasta svari hennar. Þessar fyrirspurnir er hægt að nálgast á facebook síðu,: Guðmundur Ragnarsson – VM. Meðal þeirra sem skrifuðu undir fyrirspurnirnar er einstaklingur sem kom einna mest að þeirri vinnu að semja lög VM, þegar Vélstjórafélag Íslands og Félag járniðnaðarmanna sameinuðust og til varð VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Hann veit hvað lögð var mikil vinna í það að tryggja að meðferð fjármuna félagsins yrði varin fyrir misnotkun og sóun. Einn af hornsteinum í starfsemi stéttarfélags er meðferð fjármuna þess. Auk hans eru félagsmenn sem ekki hafa getað fengið skýringar á starfsemi félagsins hjá stjórnarmönnum þó þeir hafi ítrekað reynt það. Á hvaða stað erum við komin með stéttarfélagið okkar? Það er sorglegt að verða vitni að því hvað mörgum félagsmönnum VM virðist vera sama þó lög félagsins séu ítrekað brotin. Hafi formaður VM farið vísvitandi fram í fjölmiðlum með rangt mál ber honum að segja af sér. Óheiðarleika og lygar á ekki að líða í stéttarfélagi eins og VM. Stjórn VM ber að lýsa yfir vantrausti á núverandi formann og víkja honum fyrir það að virða ekki lög félagsins sem hann hefur ítrekað brotið og unnið á bak við stjórn félagsins. Að stjórn VM ætli að svara fyrirspurnunum á félagsfundi eins og hún hefur boðað en ekki skriflega lýsir best ástandinu í félaginu og hver fer með rétt mál. Það á kannski að hafa hann eins og fulltrúaráðsfundinn í febrúar 2022 þar sem formaður og stjórn stýrðu hverjir kæmu á fundinn til að fá fyrirfram ákveðna niðurstöðu. Hvar erum við stödd sem samfélag? Hvernig ætlar stjórn VM að senda frá sér gagnrýna ályktun um svindl, spillingu og óheiðaleg vinnubrögð í samfélaginu og hvernig getur stjórnin haldið áfram að vinna í þessum feluleik? Ef stéttarfélag á að vera þess megnugt að gagnrýna óréttlæti og ósæmilegt framferði í samfélaginu, verður það sjálft að sýna fordæmi með fyrirmyndar vinnubrögðum, hlýðni við eigin lög og að allt sé öllum opið og aðgengilegt og fyrirspurnum svarað. Takist okkur ekki að halda vörð um þessi gildi erum við á villigötum. Ef siðleysi og virðingarleysi fyrir okkar eigin lögum fær að þrífast innan verkalýðshreyfingarinnar, erum við illa stödd sem samfélag. Félag eins og VM er eign félagsmanna og starfar fyrir þá en er ekki til fyrir formann til að kaupa sér velvild annarsstaðar vegna eigin getuleysis eða fyrir ótiltekna gæðinga sem hann er að þóknast. Björgum félaginu okkar. Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takt við þjóðfélagsbreytingar og breytta tíma. Breytingarnar þurfa hins vegar að vera unnar félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. Þegar komið er uppkast af hugmynd, er komin grundvöllur til að vinna hana félagslega, hún rædd í stjórn, fulltrúaráði og kynnt á félags- eða aðalfundi. Í þessu ferli geta orðið verulegar breytingar því félagsmönnum þóknast þær ekki, þannig á stéttarfélag að vinna. Það hefur ekki verið raunin í VM síðustu ár. Það var reynt að koma þessum lögbrotum á framfæri í síðasta formanns- og stjórnakjöri hjá félaginu. Þegar allri gagnrýni er svarað sem lygi og áróðri og flestir stjórnarmenn þegja er erfitt um vik. Það er alltaf verið að tala um lögbrot og siðleysi í Eflingu, en að mínu viti hafa vinnubrögðin í VM verið miklu verri þar sem brot á lögum félagsins er öllum ljós sem það vilja sjá. Það hefur vakið furðu mína hvað fjölmiðlar hafa haft lítinn áhuga á þessum vinnubrögðum innan VM. Það á aldrei að gefast upp. Þegar menn verða uppvísir af lögbrotum og siðleysi þá á aldrei að hætta að koma því á framfæri fyrr en sannleikurinn fær að koma fram og viðkomandi látinn axla ábyrgð. Það er sorglegt að sjá það plan sem stéttarfélagið okkar er komið á. Getulaust til að vinna eins og alvöru stéttarfélag á að gera. Endurheimtum félagið okkar aftur sem öflugt og heiðarlegt stéttarfélag sem getur starfað eðlilega og látið í sér heyra eins og alvöru stéttarfélög eiga að gera. Kveðja, Guðmundur Ragnarsson Höfundur er félagsmaður og fyrrverandi formaður VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Stéttarfélög Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það er sorglegt að sjá stéttarfélagið mitt VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna vera hugsanlega orðið spilltasta stéttarfélag landsins. Þau vinnubrögð sem hafa verið stunduð í félaginu síðan núverandi formaður tók við eru með ólíkindum. Lög ítrekað brotin, sérstaklega hvað varðar meðferð á fjármunum félagsins auk sameiningar inn í annað félag sem félagsmenn hafa ekki fengið kynningu á. Formaðurinn komið fram í fjölmiðlum og sagt réttamæta gagnrýni verða uppspuna og lygi. Stjórnarmenn hafa þagað þunnu hljóði þó þeir viti að formaður félagsins hafi farið fram í fjölmiðlum með ósannindi. Stjórnarmaður sagði sig úr stjórn og úr félaginu eftir síðasta stjórnarkjör, þegar hann sá fram á það að tilraunir hans til að fá upplýsingar um meðferð og samþykktir fyrir hundruðum milljóna króna úr sjóðum félagsins yrði ekki svarað og hann fengi ekki stuðning annarra stjórnarmanna. Tíu félagsmenn þar á meðal fyrrverandi stjórnarmenn til margra ára og með áratuga setu í stjórn VM og Vélstjórafélagi Íslands sendu skriflega fyrirspurn 3. nóvember 2022 til stjórnar félagsins um meint lögbrot og meðferð á fjármunum félagsins sem stjórnin ætlar ekki að svara skriflega samkvæmt síðasta svari hennar. Þessar fyrirspurnir er hægt að nálgast á facebook síðu,: Guðmundur Ragnarsson – VM. Meðal þeirra sem skrifuðu undir fyrirspurnirnar er einstaklingur sem kom einna mest að þeirri vinnu að semja lög VM, þegar Vélstjórafélag Íslands og Félag járniðnaðarmanna sameinuðust og til varð VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Hann veit hvað lögð var mikil vinna í það að tryggja að meðferð fjármuna félagsins yrði varin fyrir misnotkun og sóun. Einn af hornsteinum í starfsemi stéttarfélags er meðferð fjármuna þess. Auk hans eru félagsmenn sem ekki hafa getað fengið skýringar á starfsemi félagsins hjá stjórnarmönnum þó þeir hafi ítrekað reynt það. Á hvaða stað erum við komin með stéttarfélagið okkar? Það er sorglegt að verða vitni að því hvað mörgum félagsmönnum VM virðist vera sama þó lög félagsins séu ítrekað brotin. Hafi formaður VM farið vísvitandi fram í fjölmiðlum með rangt mál ber honum að segja af sér. Óheiðarleika og lygar á ekki að líða í stéttarfélagi eins og VM. Stjórn VM ber að lýsa yfir vantrausti á núverandi formann og víkja honum fyrir það að virða ekki lög félagsins sem hann hefur ítrekað brotið og unnið á bak við stjórn félagsins. Að stjórn VM ætli að svara fyrirspurnunum á félagsfundi eins og hún hefur boðað en ekki skriflega lýsir best ástandinu í félaginu og hver fer með rétt mál. Það á kannski að hafa hann eins og fulltrúaráðsfundinn í febrúar 2022 þar sem formaður og stjórn stýrðu hverjir kæmu á fundinn til að fá fyrirfram ákveðna niðurstöðu. Hvar erum við stödd sem samfélag? Hvernig ætlar stjórn VM að senda frá sér gagnrýna ályktun um svindl, spillingu og óheiðaleg vinnubrögð í samfélaginu og hvernig getur stjórnin haldið áfram að vinna í þessum feluleik? Ef stéttarfélag á að vera þess megnugt að gagnrýna óréttlæti og ósæmilegt framferði í samfélaginu, verður það sjálft að sýna fordæmi með fyrirmyndar vinnubrögðum, hlýðni við eigin lög og að allt sé öllum opið og aðgengilegt og fyrirspurnum svarað. Takist okkur ekki að halda vörð um þessi gildi erum við á villigötum. Ef siðleysi og virðingarleysi fyrir okkar eigin lögum fær að þrífast innan verkalýðshreyfingarinnar, erum við illa stödd sem samfélag. Félag eins og VM er eign félagsmanna og starfar fyrir þá en er ekki til fyrir formann til að kaupa sér velvild annarsstaðar vegna eigin getuleysis eða fyrir ótiltekna gæðinga sem hann er að þóknast. Björgum félaginu okkar. Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takt við þjóðfélagsbreytingar og breytta tíma. Breytingarnar þurfa hins vegar að vera unnar félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. Þegar komið er uppkast af hugmynd, er komin grundvöllur til að vinna hana félagslega, hún rædd í stjórn, fulltrúaráði og kynnt á félags- eða aðalfundi. Í þessu ferli geta orðið verulegar breytingar því félagsmönnum þóknast þær ekki, þannig á stéttarfélag að vinna. Það hefur ekki verið raunin í VM síðustu ár. Það var reynt að koma þessum lögbrotum á framfæri í síðasta formanns- og stjórnakjöri hjá félaginu. Þegar allri gagnrýni er svarað sem lygi og áróðri og flestir stjórnarmenn þegja er erfitt um vik. Það er alltaf verið að tala um lögbrot og siðleysi í Eflingu, en að mínu viti hafa vinnubrögðin í VM verið miklu verri þar sem brot á lögum félagsins er öllum ljós sem það vilja sjá. Það hefur vakið furðu mína hvað fjölmiðlar hafa haft lítinn áhuga á þessum vinnubrögðum innan VM. Það á aldrei að gefast upp. Þegar menn verða uppvísir af lögbrotum og siðleysi þá á aldrei að hætta að koma því á framfæri fyrr en sannleikurinn fær að koma fram og viðkomandi látinn axla ábyrgð. Það er sorglegt að sjá það plan sem stéttarfélagið okkar er komið á. Getulaust til að vinna eins og alvöru stéttarfélag á að gera. Endurheimtum félagið okkar aftur sem öflugt og heiðarlegt stéttarfélag sem getur starfað eðlilega og látið í sér heyra eins og alvöru stéttarfélög eiga að gera. Kveðja, Guðmundur Ragnarsson Höfundur er félagsmaður og fyrrverandi formaður VM.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun