Birtu myndband af lögregluþjónum fella árásarmanninn Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2023 15:15 Lögregluþjónarnir komu að Hale á efri hæð skólans, eftir að þeir heyrðu Hale skjóta. AP/Lögreglan í Nashville Lögreglan í Nashville hefur birt myndband úr vestismyndavél lögregluþjónsins sem felldi Audrey E. Hale. Sá síðarnefndi skaut sex manns, þar af þrjú börn, til bana í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær. Skömmu eftir að útkallið barst fóru fimm lögregluþjónar inn í skólann og eltu Hale uppi. Það tók þá um tvær mínútur, frá því þeir fóru inn í skólann, að finna Hale og fella hann. Tilkynning um árásina barst klukkan 10:13 að staðartíma og lögreglan segir að Hale hafi verið felldur um klukkan 10:27. Myndbandið sem birt var í dag er tekið úr vestismyndavél lögregluþjónsins Rex Engelbert sem hefur starfað í lögreglunni í Nashville í fjögur ár. Hann er einn af áðurnefndum fimm lögregluþjónum sem fóru inn í skólann. Engelbert var vopnaður riffli en í upphafi fóru lögregluþjónarnir á milli kennslustofa og tryggðu þær. Það var þar til skothljóð heyrðust en þá hlupu þeir í átt að skothríðinni þar sem þeir komu að Hale og skutu hann til bana. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Lögreglan hefur verið margsaga um Hale frá því árásin átti sér stað. Fyrst var hann sagður 28 ára gömul kona og síðar meir var hann sagður transmaður. Það var þó dregið til baka. AP fréttaveitan hefur svo eftir lögreglunni að Hale hafi fæðst kvenkyns en notast við karlkyns fornöfn. Hale var með tvo hálfsjálfvirka riffla og skammbyssu þegar hann var felldur og er talið að hann hafi ætlað að ráðast á fleiri staði á eftir skólanum, þar sem hann var nemandi á árum áður. Fórnarlömb Hale voru þau Evelyn Dieckhaus, Hallie Scruggs og William Kinney, sem voru níu ára. Auk þeirra dóu þau Cyntia Peak (61), Katherine Koonce (60) og Mike Hill (61). Koons var skólastjóri, Peak var afleysingakennari og Hill var húsvörður. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir einnig er ekki vitað hvort Hale hafi verið með einhver ákveðin skotmörk eða ekki, samkvæmt AP. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira
Skömmu eftir að útkallið barst fóru fimm lögregluþjónar inn í skólann og eltu Hale uppi. Það tók þá um tvær mínútur, frá því þeir fóru inn í skólann, að finna Hale og fella hann. Tilkynning um árásina barst klukkan 10:13 að staðartíma og lögreglan segir að Hale hafi verið felldur um klukkan 10:27. Myndbandið sem birt var í dag er tekið úr vestismyndavél lögregluþjónsins Rex Engelbert sem hefur starfað í lögreglunni í Nashville í fjögur ár. Hann er einn af áðurnefndum fimm lögregluþjónum sem fóru inn í skólann. Engelbert var vopnaður riffli en í upphafi fóru lögregluþjónarnir á milli kennslustofa og tryggðu þær. Það var þar til skothljóð heyrðust en þá hlupu þeir í átt að skothríðinni þar sem þeir komu að Hale og skutu hann til bana. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Lögreglan hefur verið margsaga um Hale frá því árásin átti sér stað. Fyrst var hann sagður 28 ára gömul kona og síðar meir var hann sagður transmaður. Það var þó dregið til baka. AP fréttaveitan hefur svo eftir lögreglunni að Hale hafi fæðst kvenkyns en notast við karlkyns fornöfn. Hale var með tvo hálfsjálfvirka riffla og skammbyssu þegar hann var felldur og er talið að hann hafi ætlað að ráðast á fleiri staði á eftir skólanum, þar sem hann var nemandi á árum áður. Fórnarlömb Hale voru þau Evelyn Dieckhaus, Hallie Scruggs og William Kinney, sem voru níu ára. Auk þeirra dóu þau Cyntia Peak (61), Katherine Koonce (60) og Mike Hill (61). Koons var skólastjóri, Peak var afleysingakennari og Hill var húsvörður. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir einnig er ekki vitað hvort Hale hafi verið með einhver ákveðin skotmörk eða ekki, samkvæmt AP.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira