Gervigreind og hugvísindi Gauti Kristmannsson skrifar 29. mars 2023 09:30 Ég held að það hafi verið í kringum 1990 að fyrsti verkfræðingurinn sagði mér í óspurðum fréttum að tölvur myndu taka þýðingastarfið af mér innan þriggja ára. Ég hef heyrt það á þriggja ára fresti síðan, en ekki er komið að því enn. Nú er mikið rætt um gervigreind og að hún muni taka mikið af störfum fólks þar sem ódýrara verði að nota hana en raunverulega greind fólks. Hávaðinn í kringum gervigreindina minnir mig á fyrri spádóma, en þó hefur mest verið rætt um bullið sem kemur út úr þessari tækni, því hún skáldar bara í eyður rétt eins og ég reyndi einu sinni í skóla, ólesinn í tíma í setningafræði. Kennarinn horfði á mig augnablik eins og ég hefði sagt eitthvað snilldarlegt, ég var við það að anda léttar. „Kolvitlaust,“ sagði hann svo og ég kafroðnaði auðvitað. Gervigreindin hefur ekki þennan hæfileika, að roðna þegar hún bullar. Að vísu biðst hún stundum afsökunar þegar hún er leiðrétt, en hún skammast sín ekkert. En hvað getur gervigreindin gert virkilega vel? Hún ætti að geta reiknað mjög vel og unnið upp úr gögnum á fyrir fram gefnum forsendum. Það er miklu áhugaverðara heldur en að lesa kolvitlausan þvætting þar sem skáldað er í eyðurnar þegar hún er að veita upplýsingar. Hvaða afleiðingar gæti það haft? Jú, hægt er að láta hana um mörg mjög stærðfræðileg og tæknileg verkefni. Hún ætti til dæmis að geta reiknað burðarþol bygginga, verkfræðingurinn getur farið á eftirlaun, eða hvað? Arkitektinn er kannski hólpnari, hann þarf fagurfræðilega hugsun, en hús eru ekki alltaf teiknuð á þeim forsendum og það getur verið að margur verktakinn noti bara gervigreind til að teikna enn eina blokkina í enn einu úthverfinu. Fjölmörg önnur störf eru líkleg til að falla í valinn, mætti ætla, ef gervigreindinni verður talið treystandi. Endurskoðun reikninga, gerð ársskýrslna og annað sem byggir á gefnum forsendum og sífelldum endurtekningum á sömu hlutum. Líkast til mætti treysta niðurstöðum hennar betur en sumra mennskra ef marka má það sem fram kom í Hruninu, því hún skilur ekki hvernig eigi að „fegra“ bókhaldið. Hugsa mætti sér að gervigreindin greini sjúkdómseinkenni og niðurstöður blóðrannsókna og gæti þá kannski komið með sjúkdómgreiningu og mælt með meðferð; það myndi áreiðanlega létta mikið á heilbrigðiskerfinu. Hún gæti líka gert fjárlög fyrir ríkið, það eru allt reiknanlegar forsendur í þeim og stjórnmálamenn gætu einfaldlega bætt við pólitískum forsendum sínum og sparað heilu og hálfu ráðuneytin við að ganga frá þessum útreikningum. „Báknið burt,“ sögðu einhver. Mikið hefur einnig verið rætt um áherslu á svokallaðar STEM greinar (það sem áður var kallað raungreinar, vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði (telst stærðfræði þá ekki til vísinda?)) og ráðherra háskólamála leggur áherslu á að styrkja þær sérstaklega. Það er gott og blessað, en er nokkur þörf á því, gervigreindin tekur þetta innan þriggja ára, eða hvað? Auðvitað er það orðum aukið, gervigreindin getur vissulega vel unnið með margt af þeim forsendum sem raungreinar nota til komast að niðurstöðum sínum, en það sem fleytir þeim áfram er frumleg hugsun sem sveigir frá forsendunum og fer út „fyrir kassann“ (tölvuna?) eins og vinsælt er að segja. Frumleg hugsun er líka nauðsynleg í raunvísindum. Og hvað getur gervigreindin ekki og vísast ekki í fyrirsjáanlegri framtíð? Hún getur einmitt ekki hugsað frumlega, hún vinnur einungis úr fyrirliggjandi gögnum og getur því ekki per definitionem hugsað frumlega, ekki greint huglæg fyrirbæri og lagt á þau fræðilegt mat sem byggir á því að sjá og skynja þennan frumleika. Hún getur vissulega lesið yfir ritgerð eða skáldskap og leiðrétt villur, en hún getur ekki metið hvort þetta er frumleg nýsköpun, hún hefur bara þær reglur sem fyrir liggja og veit ekki annað. Hún gerir sér ekki neina grein fyrir því hvaða tilfinningar frumsköpun getur vakið því hún hefur engar sjálf og því engar forsendur til að meta þær. Fyrir henni er skýrsla SS foringja í Auschwitz og sögur á borð við Ef þetta er maður eftir Primo Levi bara tveir textar um sama fyrirbærið. Hún getur samið ljóð, sögur, ritgerðir, talað um heimspeki, talið upp sagnfræðilegar staðreyndir (eða búið til nýjar út í bláinn), en hún getur ekki gert það með frumlegri nýrri túlkun því hún hún hefur engan frumleika í sér, aðeins fyrirliggjandi gögn og einu gildir hversu mikið magn þeirra verður, hún getur þetta ekki. Hvernig ætti gervigreind að koma með nýja og frumlega orðræðugreiningu á textum, hugmyndafræði og þess vegna stjórnmálum? Hún gæti hermt eftir því sem fyrir liggur, ekkert annað. En á tímum þar sem upplýsingaóreiðan hefur aldrei verið meiri hefur aldrei verið meiri þörf fyrir fólk sem getur unnið og metið upplýsingar á mannrænan og mannvænan hátt, með frumlegri hugsun. Hugvísindi eru að verða æ mikilvægari til að veita mannkyninu þau tæki sem nauðsynleg eru til að við endum ekki öll í einhverri Metropolis í fullkomnu tilgangsleysi tilverunnar. Hugvísindi eru móteitrið við því sem eitrað er í gervigreindinni. Höfundur er deildarorseti Íslensku- og menningardeildar HÍ og prófessor í þýðingarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Gauti Kristmannsson Skóla - og menntamál Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég held að það hafi verið í kringum 1990 að fyrsti verkfræðingurinn sagði mér í óspurðum fréttum að tölvur myndu taka þýðingastarfið af mér innan þriggja ára. Ég hef heyrt það á þriggja ára fresti síðan, en ekki er komið að því enn. Nú er mikið rætt um gervigreind og að hún muni taka mikið af störfum fólks þar sem ódýrara verði að nota hana en raunverulega greind fólks. Hávaðinn í kringum gervigreindina minnir mig á fyrri spádóma, en þó hefur mest verið rætt um bullið sem kemur út úr þessari tækni, því hún skáldar bara í eyður rétt eins og ég reyndi einu sinni í skóla, ólesinn í tíma í setningafræði. Kennarinn horfði á mig augnablik eins og ég hefði sagt eitthvað snilldarlegt, ég var við það að anda léttar. „Kolvitlaust,“ sagði hann svo og ég kafroðnaði auðvitað. Gervigreindin hefur ekki þennan hæfileika, að roðna þegar hún bullar. Að vísu biðst hún stundum afsökunar þegar hún er leiðrétt, en hún skammast sín ekkert. En hvað getur gervigreindin gert virkilega vel? Hún ætti að geta reiknað mjög vel og unnið upp úr gögnum á fyrir fram gefnum forsendum. Það er miklu áhugaverðara heldur en að lesa kolvitlausan þvætting þar sem skáldað er í eyðurnar þegar hún er að veita upplýsingar. Hvaða afleiðingar gæti það haft? Jú, hægt er að láta hana um mörg mjög stærðfræðileg og tæknileg verkefni. Hún ætti til dæmis að geta reiknað burðarþol bygginga, verkfræðingurinn getur farið á eftirlaun, eða hvað? Arkitektinn er kannski hólpnari, hann þarf fagurfræðilega hugsun, en hús eru ekki alltaf teiknuð á þeim forsendum og það getur verið að margur verktakinn noti bara gervigreind til að teikna enn eina blokkina í enn einu úthverfinu. Fjölmörg önnur störf eru líkleg til að falla í valinn, mætti ætla, ef gervigreindinni verður talið treystandi. Endurskoðun reikninga, gerð ársskýrslna og annað sem byggir á gefnum forsendum og sífelldum endurtekningum á sömu hlutum. Líkast til mætti treysta niðurstöðum hennar betur en sumra mennskra ef marka má það sem fram kom í Hruninu, því hún skilur ekki hvernig eigi að „fegra“ bókhaldið. Hugsa mætti sér að gervigreindin greini sjúkdómseinkenni og niðurstöður blóðrannsókna og gæti þá kannski komið með sjúkdómgreiningu og mælt með meðferð; það myndi áreiðanlega létta mikið á heilbrigðiskerfinu. Hún gæti líka gert fjárlög fyrir ríkið, það eru allt reiknanlegar forsendur í þeim og stjórnmálamenn gætu einfaldlega bætt við pólitískum forsendum sínum og sparað heilu og hálfu ráðuneytin við að ganga frá þessum útreikningum. „Báknið burt,“ sögðu einhver. Mikið hefur einnig verið rætt um áherslu á svokallaðar STEM greinar (það sem áður var kallað raungreinar, vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði (telst stærðfræði þá ekki til vísinda?)) og ráðherra háskólamála leggur áherslu á að styrkja þær sérstaklega. Það er gott og blessað, en er nokkur þörf á því, gervigreindin tekur þetta innan þriggja ára, eða hvað? Auðvitað er það orðum aukið, gervigreindin getur vissulega vel unnið með margt af þeim forsendum sem raungreinar nota til komast að niðurstöðum sínum, en það sem fleytir þeim áfram er frumleg hugsun sem sveigir frá forsendunum og fer út „fyrir kassann“ (tölvuna?) eins og vinsælt er að segja. Frumleg hugsun er líka nauðsynleg í raunvísindum. Og hvað getur gervigreindin ekki og vísast ekki í fyrirsjáanlegri framtíð? Hún getur einmitt ekki hugsað frumlega, hún vinnur einungis úr fyrirliggjandi gögnum og getur því ekki per definitionem hugsað frumlega, ekki greint huglæg fyrirbæri og lagt á þau fræðilegt mat sem byggir á því að sjá og skynja þennan frumleika. Hún getur vissulega lesið yfir ritgerð eða skáldskap og leiðrétt villur, en hún getur ekki metið hvort þetta er frumleg nýsköpun, hún hefur bara þær reglur sem fyrir liggja og veit ekki annað. Hún gerir sér ekki neina grein fyrir því hvaða tilfinningar frumsköpun getur vakið því hún hefur engar sjálf og því engar forsendur til að meta þær. Fyrir henni er skýrsla SS foringja í Auschwitz og sögur á borð við Ef þetta er maður eftir Primo Levi bara tveir textar um sama fyrirbærið. Hún getur samið ljóð, sögur, ritgerðir, talað um heimspeki, talið upp sagnfræðilegar staðreyndir (eða búið til nýjar út í bláinn), en hún getur ekki gert það með frumlegri nýrri túlkun því hún hún hefur engan frumleika í sér, aðeins fyrirliggjandi gögn og einu gildir hversu mikið magn þeirra verður, hún getur þetta ekki. Hvernig ætti gervigreind að koma með nýja og frumlega orðræðugreiningu á textum, hugmyndafræði og þess vegna stjórnmálum? Hún gæti hermt eftir því sem fyrir liggur, ekkert annað. En á tímum þar sem upplýsingaóreiðan hefur aldrei verið meiri hefur aldrei verið meiri þörf fyrir fólk sem getur unnið og metið upplýsingar á mannrænan og mannvænan hátt, með frumlegri hugsun. Hugvísindi eru að verða æ mikilvægari til að veita mannkyninu þau tæki sem nauðsynleg eru til að við endum ekki öll í einhverri Metropolis í fullkomnu tilgangsleysi tilverunnar. Hugvísindi eru móteitrið við því sem eitrað er í gervigreindinni. Höfundur er deildarorseti Íslensku- og menningardeildar HÍ og prófessor í þýðingarfræði.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun