Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2023 19:30 Formenn stjórnarflokkanna kynntu uppfærða fjármálaáætlun til ársins 2028 í dag. Henni er ætlað að leggjast á árar með Seðlabankanum í baráttunni við verðbólguna. Vísir/Vilhelm Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. Forystufólk stjórnarflokkanna kynnti uppfærða fjármálaáætlun stjórnvalda til ársins 2028 seinnipartinn í dag sem miðar að því að vinna gegn verðbólgunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að þessar aðgerðir muni slá á verðbólguna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að á sama tíma og ríkissjóður dragi saman seglin og auki álögur tímabundið á fyrirtæki verði þeir sem verst standa varðir fyrir verðbólgunni.Vísir/Vilhelm „Ég tel að þessi áætlun sendi mjög skýr skilaboð. Hér er lögð til tekjuöflun sem ég tel að dreifist með tiltölulega réttmætum hætti. Hér er auðvitað verið að tala um gjöld á umferð sem munu koma við flesta,“ segir Katrín. Hins vegar verði skattar á fyrirtæki hækkaðir tímabundið um eitt prósentustig frá næstu áramótum í eitt ár. „Við erum að boða hækkun veiðigjalda, fiskeldisgjalda og sömuleiðis gjalda á skemmtiferðaskip. Þannig að það eru fjölbreyttar leiðir í þeim efnum. Við erum að boða hagræðingu, sameiningu stofnana,“ segir forsætisráðherra. Þá verður öllum opinberum stofnunum öðrum en heilbrigðsstofnunum og lögreglu gert að hagræða í rekstri sínum um tvö prósent í stað eins í fyrri áætlunum. Klippa: Skattar á fyrirtæki hækkaðir tímabundið og samhæfingarmiðstöð frestað „En ég minni líka á að við stöndum um leið við ákveðin grunngildi sem við höfum lagt áherslu á frá upphafi. Sem er að verja tekjulægstu hópana,“ segir forsætisráðherra. Ráðist verði í grundvallarbreytingar á örorkulífeyriskerfinu árið 2025 en þangað til verði greiðslur til örorkulífeyrisþega varðar gegn verðbólgu strax á þessu ári. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ýmsum framkvæmdum á vegum stjórnarráðsins verði frestað ásamt byggingu nýrrar samhæfingarmiðstöðvar. Með ýmsum hagræðingaraðgerðum minnki líka þörf ríkisins fyrir starfsfólk. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkið eigi ekki að ryðja sér til rúms á tímum þenslu og verðbólgu.Fjármálaáætlun kynnt.Vísir/Vilhelm „Á næstu fimm árum munu eitt þúsund opinberir starfsmenn fara á eftirlaun. Ef við getum dregið úr þörfinni fyrir endurráðningu myndi það muna mjög miklu. Til dæmis er talan á bakvið þúsund manns um 13,5 milljarðar. Við vitum að það er mannekla sum staðar en annars staðar væri mögulega hægt að nýta stafrænar lausnir og auka hagræðingu til að draga úr mannaflaþörf hjá ríkinu. Það myndu sparast margir milljarðar við það,“ segir fjármálaráðherra. Þá verði endurgreiðslur virðisaukaskatts vegna viðhalds eigin húsnæðis lækkaðar í júlí úr 60 prósentum í 35 prósent. Sameiginlega muni aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu ári og næsta draga mjög úr verðbólgu. Staða ríkissjóðs hafi batnað um 200 milljarða á tæplega tveimur árum. „Á þeim tíma sem verðbólgan geisar viljum við ekki að ríkið sé að ryðja sér til rúms. En á sama tíma viljum við forgangsraða fjárfestingunni. Við ætlum til dæmis að halda dampi með uppbyggingu Landsspítalans,“ segir Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Tengdar fréttir Lægri endurgreiðsla VSK og aukin gjöld á skemmtiferðaskip Endurgreiðsla VSK vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði lækkar verulega í sumar. Þá verður tímabundinn eins prósents tekjuskattur lagður á lögaðila. Til stendur að leggja gjöld á komu skemmtiferðaskipa og hækka veiðigjald. Þá á að endurskoða tryggingakerfi öryrkja. Dregið verður úr ríkisstuðningi við innflutning rafbíla. Framkvæmdum ríkisins sem ekki eru hafnar verður frestað. 29. mars 2023 17:02 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Forystufólk stjórnarflokkanna kynnti uppfærða fjármálaáætlun stjórnvalda til ársins 2028 seinnipartinn í dag sem miðar að því að vinna gegn verðbólgunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að þessar aðgerðir muni slá á verðbólguna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að á sama tíma og ríkissjóður dragi saman seglin og auki álögur tímabundið á fyrirtæki verði þeir sem verst standa varðir fyrir verðbólgunni.Vísir/Vilhelm „Ég tel að þessi áætlun sendi mjög skýr skilaboð. Hér er lögð til tekjuöflun sem ég tel að dreifist með tiltölulega réttmætum hætti. Hér er auðvitað verið að tala um gjöld á umferð sem munu koma við flesta,“ segir Katrín. Hins vegar verði skattar á fyrirtæki hækkaðir tímabundið um eitt prósentustig frá næstu áramótum í eitt ár. „Við erum að boða hækkun veiðigjalda, fiskeldisgjalda og sömuleiðis gjalda á skemmtiferðaskip. Þannig að það eru fjölbreyttar leiðir í þeim efnum. Við erum að boða hagræðingu, sameiningu stofnana,“ segir forsætisráðherra. Þá verður öllum opinberum stofnunum öðrum en heilbrigðsstofnunum og lögreglu gert að hagræða í rekstri sínum um tvö prósent í stað eins í fyrri áætlunum. Klippa: Skattar á fyrirtæki hækkaðir tímabundið og samhæfingarmiðstöð frestað „En ég minni líka á að við stöndum um leið við ákveðin grunngildi sem við höfum lagt áherslu á frá upphafi. Sem er að verja tekjulægstu hópana,“ segir forsætisráðherra. Ráðist verði í grundvallarbreytingar á örorkulífeyriskerfinu árið 2025 en þangað til verði greiðslur til örorkulífeyrisþega varðar gegn verðbólgu strax á þessu ári. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ýmsum framkvæmdum á vegum stjórnarráðsins verði frestað ásamt byggingu nýrrar samhæfingarmiðstöðvar. Með ýmsum hagræðingaraðgerðum minnki líka þörf ríkisins fyrir starfsfólk. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkið eigi ekki að ryðja sér til rúms á tímum þenslu og verðbólgu.Fjármálaáætlun kynnt.Vísir/Vilhelm „Á næstu fimm árum munu eitt þúsund opinberir starfsmenn fara á eftirlaun. Ef við getum dregið úr þörfinni fyrir endurráðningu myndi það muna mjög miklu. Til dæmis er talan á bakvið þúsund manns um 13,5 milljarðar. Við vitum að það er mannekla sum staðar en annars staðar væri mögulega hægt að nýta stafrænar lausnir og auka hagræðingu til að draga úr mannaflaþörf hjá ríkinu. Það myndu sparast margir milljarðar við það,“ segir fjármálaráðherra. Þá verði endurgreiðslur virðisaukaskatts vegna viðhalds eigin húsnæðis lækkaðar í júlí úr 60 prósentum í 35 prósent. Sameiginlega muni aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu ári og næsta draga mjög úr verðbólgu. Staða ríkissjóðs hafi batnað um 200 milljarða á tæplega tveimur árum. „Á þeim tíma sem verðbólgan geisar viljum við ekki að ríkið sé að ryðja sér til rúms. En á sama tíma viljum við forgangsraða fjárfestingunni. Við ætlum til dæmis að halda dampi með uppbyggingu Landsspítalans,“ segir Bjarni Benediktsson.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Tengdar fréttir Lægri endurgreiðsla VSK og aukin gjöld á skemmtiferðaskip Endurgreiðsla VSK vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði lækkar verulega í sumar. Þá verður tímabundinn eins prósents tekjuskattur lagður á lögaðila. Til stendur að leggja gjöld á komu skemmtiferðaskipa og hækka veiðigjald. Þá á að endurskoða tryggingakerfi öryrkja. Dregið verður úr ríkisstuðningi við innflutning rafbíla. Framkvæmdum ríkisins sem ekki eru hafnar verður frestað. 29. mars 2023 17:02 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Lægri endurgreiðsla VSK og aukin gjöld á skemmtiferðaskip Endurgreiðsla VSK vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði lækkar verulega í sumar. Þá verður tímabundinn eins prósents tekjuskattur lagður á lögaðila. Til stendur að leggja gjöld á komu skemmtiferðaskipa og hækka veiðigjald. Þá á að endurskoða tryggingakerfi öryrkja. Dregið verður úr ríkisstuðningi við innflutning rafbíla. Framkvæmdum ríkisins sem ekki eru hafnar verður frestað. 29. mars 2023 17:02