Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ Ása Ninna Pétursdóttir og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa 31. mars 2023 13:47 Kleini og Hafdís Björg segjast ekki vera komin í samband, líkt og mbl.is greindi frá í gær. Instagram/Samsett „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. Kristján Einar Sigurbjörnsson, sem yfirleitt er kallaður Kleini, hefur hlotið mikla athygli í fjölmiðlum síðustu tvö ár bæði vegna sambands síns við söngkonuna Svölu Björgvins og vegna lögbrota. Hann sat meðal annars inni í fangelsi á Spáni í átta mánuði. Hafdís Björg Kristjánsdóttir er einkaþjálfari og margfaldur Íslandsmeistari í fitness. Fóru á rúntinn og á Nammibarinn síðustu helgi Kleini er þessa dagana í meðferð í Krýsuvík og segir Hafdís það einnig gefa auga leið að verulega ótímabært sé að segja eitthvað til um hvernig kynni þeirra muni þróast, sérstaklega þar sem Kleini verði í meðferð næstu þrjá mánuðina. Hafdís segist hafa fengið skilaboð á Facebook frá blaðamanni Smartlands á mbl.is í gærkvöldi þar sem blaðamaður segist hafa frétt það að hún væri komin með kærasta. Ég bara svona, haha! Í alvöru? Mér datt ekki í hug að þessi manneskja hefði einhverja hugmynd um mín mál, sérstaklega þar sem við höfum ekki einu sinni ennþá farið á formlegt deit. Hafdís segir að þau hafi þó farið í bíltúr síðustu helgi og á Nammibarinn í Hagkaup, það sé allt og sumt. Sendu sameiginlega yfirlýsingu á mbl.is Hafdís segist hafa staðfest það við blaðamanninn að hún sé að hitta einhvern en að það sé engan veginn tímabært að greina frá því þar sem aðeins nokkrir dagar eru síðan þau byrjuðu að stinga saman nefjum. „Þá sendir hún strax til baka nafnið Kleini og ég screenshoota og sendi á Kleina og spurði hvað við ættum að gera. Ég skil ekki hvernig svona fréttist svo hratt, ég er ekki einu sinni búin að tala við börnin mín.“ Hafdís og Kleini ákváðu því að skrifa yfirlýsingu saman til blaðamannsins til að koma því skýrt á framfæri að þau væru ekki formlega par og vilji því halda þessu fyrir sig meðan þau átti sig á því hvað þau vilji sjálf. Vildi ekki blanda börnum sínum í málin Fréttin birtist í gærkvöldi á mbl.is og segir Hafdís ástandið í kringum sig síðan hafa verið hreina geðveiki. Sérstaklega vegna drengja sinna sem heyrðu fyrst af þessu í fjölmiðlum. Strákarnir mínir elstu þrír lenda svakalega mikið í þessu. Ég hefði ekki viljað vera að draga strákana mína í mín sambönd fyrr en ég veit að þetta er eitthvað sem mig langar að vera í, en nú er búið að henda öllum inn í þetta. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Uppfært klukkan 15:26 Marta María Winkel Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands á Mbl.is, hafnar því að hafa farið með rangt mál í frétt Smartlands um Kristján Einar og Hafdísi. Hafdís hafi staðfest að hún ætti kærasta og í framhaldinu sent henni myndir af þeim til að nota með frétt. Ástin og lífið FM957 Tengdar fréttir Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13 Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48 Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Kristján Einar Sigurbjörnsson, sem yfirleitt er kallaður Kleini, hefur hlotið mikla athygli í fjölmiðlum síðustu tvö ár bæði vegna sambands síns við söngkonuna Svölu Björgvins og vegna lögbrota. Hann sat meðal annars inni í fangelsi á Spáni í átta mánuði. Hafdís Björg Kristjánsdóttir er einkaþjálfari og margfaldur Íslandsmeistari í fitness. Fóru á rúntinn og á Nammibarinn síðustu helgi Kleini er þessa dagana í meðferð í Krýsuvík og segir Hafdís það einnig gefa auga leið að verulega ótímabært sé að segja eitthvað til um hvernig kynni þeirra muni þróast, sérstaklega þar sem Kleini verði í meðferð næstu þrjá mánuðina. Hafdís segist hafa fengið skilaboð á Facebook frá blaðamanni Smartlands á mbl.is í gærkvöldi þar sem blaðamaður segist hafa frétt það að hún væri komin með kærasta. Ég bara svona, haha! Í alvöru? Mér datt ekki í hug að þessi manneskja hefði einhverja hugmynd um mín mál, sérstaklega þar sem við höfum ekki einu sinni ennþá farið á formlegt deit. Hafdís segir að þau hafi þó farið í bíltúr síðustu helgi og á Nammibarinn í Hagkaup, það sé allt og sumt. Sendu sameiginlega yfirlýsingu á mbl.is Hafdís segist hafa staðfest það við blaðamanninn að hún sé að hitta einhvern en að það sé engan veginn tímabært að greina frá því þar sem aðeins nokkrir dagar eru síðan þau byrjuðu að stinga saman nefjum. „Þá sendir hún strax til baka nafnið Kleini og ég screenshoota og sendi á Kleina og spurði hvað við ættum að gera. Ég skil ekki hvernig svona fréttist svo hratt, ég er ekki einu sinni búin að tala við börnin mín.“ Hafdís og Kleini ákváðu því að skrifa yfirlýsingu saman til blaðamannsins til að koma því skýrt á framfæri að þau væru ekki formlega par og vilji því halda þessu fyrir sig meðan þau átti sig á því hvað þau vilji sjálf. Vildi ekki blanda börnum sínum í málin Fréttin birtist í gærkvöldi á mbl.is og segir Hafdís ástandið í kringum sig síðan hafa verið hreina geðveiki. Sérstaklega vegna drengja sinna sem heyrðu fyrst af þessu í fjölmiðlum. Strákarnir mínir elstu þrír lenda svakalega mikið í þessu. Ég hefði ekki viljað vera að draga strákana mína í mín sambönd fyrr en ég veit að þetta er eitthvað sem mig langar að vera í, en nú er búið að henda öllum inn í þetta. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Uppfært klukkan 15:26 Marta María Winkel Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands á Mbl.is, hafnar því að hafa farið með rangt mál í frétt Smartlands um Kristján Einar og Hafdísi. Hafdís hafi staðfest að hún ætti kærasta og í framhaldinu sent henni myndir af þeim til að nota með frétt.
Ástin og lífið FM957 Tengdar fréttir Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13 Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48 Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13
Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48
Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37