Bjarni væri að fá falleinkunn í skóla Árni Sæberg skrifar 31. mars 2023 23:32 Þorbjörg Sigríður og Björn Leví eru ekki ánægð með nýja fjármálaáætlun. Stöð 2 Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ríkisstjórnina gera of lítið og of seint í baráttunni gegn verðbólgunni með nýrri fjármálaáætlun. Umræða um fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 fór fram á síðasta fundi fyrir páskafrí þingmanna í dag. Þar sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að áætlunin fæli í sér skýr markmið. „Í fyrsta lagi að styðja við Seðlabankann í því verkefni að tempra verðbólgu. Í öðru lagi að verja árangur síðustu ára við að byggja upp framúrskarandi lífskjör og kaupmátt. Og í þriðja lagi að byggja undir áframhaldandi vöxt samfélagsins til framtíðar,“ sagði Bjarni. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu áætlunina hvorki vinna gegn verðbólgu né bæta heimilum landsins upp miklar vaxtahækkanir að undanförnu. Ríkisstjórnin fresti meira og minna öllum aðhaldsaðgerðum fram á næstu ár. Rætt var við stjórnarandstæðingana Þorgbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þorgbjörg Sigríður sagði að í stuttu máli skili fjármálaáætlunum ekki þeim markmiðum sem ríkisstjórnin hefur sett. „Ef Bjarni Benediktsson hefði verið að skila verkefni í skólanum, þá væri hann að fá hreina og klára falleinkunn. Kennarinn myndi segja við hann, þú varst ekki að svara þeim spurningum sem fyrir voru lagðar. Stóra verkefnið núna er verðbólgan, að sporna við henni til að heimilin þurfi ekki að vera að glíma við vaxtahækkanir og hækkandi verðlag. Bjarni er ekki að spila með Seðlabankanum í því heldur er aftur að kasta inn handklæðinu og skilja Seðlabankann einan eftir. Því miður,“ segir hún. Björn Leví segist taka hjartanlega undir með Þorbjörgu Sigríði og segir að sett verðbólgu markmið upp á 2,5 prósent muni aldrei nást með fjármálaáætluninni. „Miklu frekar einmitt út af aðgerðum Seðlabankans sem eru eins og einhver risastór sleggja á hagkerfið. Kannski aðeins of stór hvað það varðar. En efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar er á einhverjum allt öðrum stað. Nú skilur maður í rauninni af hverju Seðlabankinn hækkaði um eitt prósent,“ segir hann. Hagræðinguna vanti Þau sammælast um það að ríkisstjórnin hefði þurft að ráðast í frekari hagræðingu á ríkisrekstrinum til þess að vinna bug á verðbólgunni. „Það er alltaf erfitt pólitískt, það er auðveldara að henda út einstaka fjárfestingu og færa vandann annað en það vantar hagræðingu,“ segir Þorbjörg Sigríður. Það vantar hagræðingu í þessu, við erum ekki að sjá á þessu í rauninni, að það sé verið að taka neitt á tekju- eða gjaldahliðinni. Það er sagt að það sé ábáti þarna, en það er enginn,“ segir Björn Leví. Að lokum segja þau að ríkisstjórnin geri einfaldlega of lítið og of seint með áætluninni. Alþingi Píratar Viðreisn Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ganga mátti lengra í fjármálaáætlun til að vinna bug á verðbólgu Almennt var búist við umfangsmeiri breytingum á nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hægt væri að ganga lengra í aðhaldi til að vinna bug á verðbólgunni og þenslunni. Fjármálaáætlun mun ekki hafa áhrif á verðbólguhorfur til skamms tíma, segja viðmælendur Innherja. 31. mars 2023 11:59 Geggjað aðhaldsprógram dugi ekki til Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vera eins og geggjað aðhaldsprógram sem ekki eigi að hefjast fyrr en á næsta ári. Boðaðar aðgerðir skili engu í baráttunni við verðbólguna í dag. Þingmaður Framsóknarflokksins segir áætlunina hins vegar sýna svart á hvítu að ríkisstjórninni sé alvara í að ná verðbólgunni niður og verja um leið viðkvæmustu hópana. 31. mars 2023 14:36 Segir aðgerðirnar ekki duga Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn verðbólgu ekki duga. Hann segir boðaðar skattahækkanir illa ígrundaðar. Þá lýsir stjórn Félags atvinnurekenda yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. 30. mars 2023 12:29 Lægri endurgreiðsla VSK og aukin gjöld á skemmtiferðaskip Endurgreiðsla VSK vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði lækkar verulega í sumar. Þá verður tímabundinn eins prósents tekjuskattur lagður á lögaðila. Til stendur að leggja gjöld á komu skemmtiferðaskipa og hækka veiðigjald. Þá á að endurskoða tryggingakerfi öryrkja. Dregið verður úr ríkisstuðningi við innflutning rafbíla. Framkvæmdum ríkisins sem ekki eru hafnar verður frestað. 29. mars 2023 17:02 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Umræða um fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 fór fram á síðasta fundi fyrir páskafrí þingmanna í dag. Þar sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að áætlunin fæli í sér skýr markmið. „Í fyrsta lagi að styðja við Seðlabankann í því verkefni að tempra verðbólgu. Í öðru lagi að verja árangur síðustu ára við að byggja upp framúrskarandi lífskjör og kaupmátt. Og í þriðja lagi að byggja undir áframhaldandi vöxt samfélagsins til framtíðar,“ sagði Bjarni. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu áætlunina hvorki vinna gegn verðbólgu né bæta heimilum landsins upp miklar vaxtahækkanir að undanförnu. Ríkisstjórnin fresti meira og minna öllum aðhaldsaðgerðum fram á næstu ár. Rætt var við stjórnarandstæðingana Þorgbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þorgbjörg Sigríður sagði að í stuttu máli skili fjármálaáætlunum ekki þeim markmiðum sem ríkisstjórnin hefur sett. „Ef Bjarni Benediktsson hefði verið að skila verkefni í skólanum, þá væri hann að fá hreina og klára falleinkunn. Kennarinn myndi segja við hann, þú varst ekki að svara þeim spurningum sem fyrir voru lagðar. Stóra verkefnið núna er verðbólgan, að sporna við henni til að heimilin þurfi ekki að vera að glíma við vaxtahækkanir og hækkandi verðlag. Bjarni er ekki að spila með Seðlabankanum í því heldur er aftur að kasta inn handklæðinu og skilja Seðlabankann einan eftir. Því miður,“ segir hún. Björn Leví segist taka hjartanlega undir með Þorbjörgu Sigríði og segir að sett verðbólgu markmið upp á 2,5 prósent muni aldrei nást með fjármálaáætluninni. „Miklu frekar einmitt út af aðgerðum Seðlabankans sem eru eins og einhver risastór sleggja á hagkerfið. Kannski aðeins of stór hvað það varðar. En efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar er á einhverjum allt öðrum stað. Nú skilur maður í rauninni af hverju Seðlabankinn hækkaði um eitt prósent,“ segir hann. Hagræðinguna vanti Þau sammælast um það að ríkisstjórnin hefði þurft að ráðast í frekari hagræðingu á ríkisrekstrinum til þess að vinna bug á verðbólgunni. „Það er alltaf erfitt pólitískt, það er auðveldara að henda út einstaka fjárfestingu og færa vandann annað en það vantar hagræðingu,“ segir Þorbjörg Sigríður. Það vantar hagræðingu í þessu, við erum ekki að sjá á þessu í rauninni, að það sé verið að taka neitt á tekju- eða gjaldahliðinni. Það er sagt að það sé ábáti þarna, en það er enginn,“ segir Björn Leví. Að lokum segja þau að ríkisstjórnin geri einfaldlega of lítið og of seint með áætluninni.
Alþingi Píratar Viðreisn Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ganga mátti lengra í fjármálaáætlun til að vinna bug á verðbólgu Almennt var búist við umfangsmeiri breytingum á nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hægt væri að ganga lengra í aðhaldi til að vinna bug á verðbólgunni og þenslunni. Fjármálaáætlun mun ekki hafa áhrif á verðbólguhorfur til skamms tíma, segja viðmælendur Innherja. 31. mars 2023 11:59 Geggjað aðhaldsprógram dugi ekki til Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vera eins og geggjað aðhaldsprógram sem ekki eigi að hefjast fyrr en á næsta ári. Boðaðar aðgerðir skili engu í baráttunni við verðbólguna í dag. Þingmaður Framsóknarflokksins segir áætlunina hins vegar sýna svart á hvítu að ríkisstjórninni sé alvara í að ná verðbólgunni niður og verja um leið viðkvæmustu hópana. 31. mars 2023 14:36 Segir aðgerðirnar ekki duga Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn verðbólgu ekki duga. Hann segir boðaðar skattahækkanir illa ígrundaðar. Þá lýsir stjórn Félags atvinnurekenda yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. 30. mars 2023 12:29 Lægri endurgreiðsla VSK og aukin gjöld á skemmtiferðaskip Endurgreiðsla VSK vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði lækkar verulega í sumar. Þá verður tímabundinn eins prósents tekjuskattur lagður á lögaðila. Til stendur að leggja gjöld á komu skemmtiferðaskipa og hækka veiðigjald. Þá á að endurskoða tryggingakerfi öryrkja. Dregið verður úr ríkisstuðningi við innflutning rafbíla. Framkvæmdum ríkisins sem ekki eru hafnar verður frestað. 29. mars 2023 17:02 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Ganga mátti lengra í fjármálaáætlun til að vinna bug á verðbólgu Almennt var búist við umfangsmeiri breytingum á nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hægt væri að ganga lengra í aðhaldi til að vinna bug á verðbólgunni og þenslunni. Fjármálaáætlun mun ekki hafa áhrif á verðbólguhorfur til skamms tíma, segja viðmælendur Innherja. 31. mars 2023 11:59
Geggjað aðhaldsprógram dugi ekki til Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vera eins og geggjað aðhaldsprógram sem ekki eigi að hefjast fyrr en á næsta ári. Boðaðar aðgerðir skili engu í baráttunni við verðbólguna í dag. Þingmaður Framsóknarflokksins segir áætlunina hins vegar sýna svart á hvítu að ríkisstjórninni sé alvara í að ná verðbólgunni niður og verja um leið viðkvæmustu hópana. 31. mars 2023 14:36
Segir aðgerðirnar ekki duga Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn verðbólgu ekki duga. Hann segir boðaðar skattahækkanir illa ígrundaðar. Þá lýsir stjórn Félags atvinnurekenda yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. 30. mars 2023 12:29
Lægri endurgreiðsla VSK og aukin gjöld á skemmtiferðaskip Endurgreiðsla VSK vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði lækkar verulega í sumar. Þá verður tímabundinn eins prósents tekjuskattur lagður á lögaðila. Til stendur að leggja gjöld á komu skemmtiferðaskipa og hækka veiðigjald. Þá á að endurskoða tryggingakerfi öryrkja. Dregið verður úr ríkisstuðningi við innflutning rafbíla. Framkvæmdum ríkisins sem ekki eru hafnar verður frestað. 29. mars 2023 17:02