Segist enn vera sár yfir brottrekstrinum frá Chelsea Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. apríl 2023 07:00 Thomas Tuchel er enn sár yfir því að hafa verið rekinn frá Chelsea. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Thomas Tuchel, nýráðinn knattspyrnustjóri þýska stórveldisins Bayern München, segist enn vera sár yfir því að hafa verið látinn fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea fyrr á tímabilinu. Tuchel var rekinn látinn fara frá Chelsea í september á síðasta ári eftir 1-0 tap gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu kvöldið áður. Hann mun stýra Bayern München í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti hans gömlu lærisveinum í Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 síðar í dag. Á blaðamannafundi fyrir leikinn fór Tuchel stuttlega yfir tíma sinn hjá Chelsea og sagði meðal annars frá því að hann hafi verið rekinn eftir fund sem stóð yfir í aðeins örfáar mínútur. „Þetta kom mikið á óvart. Ég fann þetta samt á mér þegar ég keyrði inn á æfingasvæðið,“ sagði Tuchel. „Fundurinn var óvenjulegur og var í raun mjög stuttur. Hann varði í um það bil þrjár til fimm mínútur. Þeir voru nú þegar búnir að taka ákvörðunina og í hreinskilni sagt kom þetta okkur mjög á óvart. Ég var heldur ekki í neinu skapi til að tala við þá lengur.“ „Við höfðum það á tilfinningunni að við værum á góðum stað. Okkur leið eins og við gætum afrekað mikið og ég vildi vera lengur. Svo einfalt er það,“ bætti Þjóðverjinn við. „Þetta er enn sárt að einhverju leyti. Ég fæ ekki lengur að sjá fólkið í kringum klúbbinn daglega. Ég elska þetta starf og hef mikla ástríðu.“ „Við mynduðum ótrúlega sterk tengsli miðað við aðstæður. Við byrjuðum í miðjum kórónuveirufaraldri og Brexit og svo skipti félagið um eigendur. Við vorum sterkur hópur, en það var ekki í mínum höndum að taka þessa ákvörðun. Ég var ekki lengur hluti af hópnum. Af hóp sem var eins og fjölskylda,“ sagði Tuchel að lokum. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Tuchel var rekinn látinn fara frá Chelsea í september á síðasta ári eftir 1-0 tap gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu kvöldið áður. Hann mun stýra Bayern München í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti hans gömlu lærisveinum í Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 síðar í dag. Á blaðamannafundi fyrir leikinn fór Tuchel stuttlega yfir tíma sinn hjá Chelsea og sagði meðal annars frá því að hann hafi verið rekinn eftir fund sem stóð yfir í aðeins örfáar mínútur. „Þetta kom mikið á óvart. Ég fann þetta samt á mér þegar ég keyrði inn á æfingasvæðið,“ sagði Tuchel. „Fundurinn var óvenjulegur og var í raun mjög stuttur. Hann varði í um það bil þrjár til fimm mínútur. Þeir voru nú þegar búnir að taka ákvörðunina og í hreinskilni sagt kom þetta okkur mjög á óvart. Ég var heldur ekki í neinu skapi til að tala við þá lengur.“ „Við höfðum það á tilfinningunni að við værum á góðum stað. Okkur leið eins og við gætum afrekað mikið og ég vildi vera lengur. Svo einfalt er það,“ bætti Þjóðverjinn við. „Þetta er enn sárt að einhverju leyti. Ég fæ ekki lengur að sjá fólkið í kringum klúbbinn daglega. Ég elska þetta starf og hef mikla ástríðu.“ „Við mynduðum ótrúlega sterk tengsli miðað við aðstæður. Við byrjuðum í miðjum kórónuveirufaraldri og Brexit og svo skipti félagið um eigendur. Við vorum sterkur hópur, en það var ekki í mínum höndum að taka þessa ákvörðun. Ég var ekki lengur hluti af hópnum. Af hóp sem var eins og fjölskylda,“ sagði Tuchel að lokum.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira