Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2023 11:55 Meira tjón varð á íbúðum á neðri hæð hússins. Landsbjörg Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. Fulltrúar Náttúruhamfaratrygginga fóru til Neskaupstaðar á þriðjudag og ræddu við íbúa sem urðu fyrir verulegu tjóni vegna snjóflóðs sem féll á bæinn á mánudag, og fóru yfir reglur um trygginguna með þeim. RÚV greinir frá því að nokkurrar óánægju hafi gætt meðal sumra íbúa, með þær fréttir að þeir þyrftu að bera hluta tjóns síns sjálfir, minnst sex hundruð þúsund krónur. „Þetta eru náttúrulega bara lög sem ákveða það hver eigin áhætta er og það sem verið er að hugsa um er fyrst og fremst það að það sé verið að tryggja samfélagið þannig fyrir tjóni að það sé hægt að tryggja endurreisn samfélags þegar stór tjón hafa átt sér stað,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.Aðsend Fyrst og fremst sé horft til þess að heildartjón sé bætt að stórum hluta, meðal annars til að koma í veg fyrir að fólk missi eignir sínar. Um er að ræða tíu íbúðir tveggja fjölbýlishúsa. „Þær eru hafa orðið fyrir mjög mismiklu tjóni. Verulegu tjóni á neðri hæðunum en minna tjóni á efri hæðunum.“ Í sex til átta íbúðum hafi þá orðið innbústjón. Eigin áhætta vegna tjóns á íbúðunum sjálfum er að lágmarki fjögur hundruð þúsund krónur, en tvö hundruð þúsund krónur vegna innbús. Því geta íbúar þurft að standa straum af sex hundruð þúsund króna kostnaði áður en til kasta hamfaratryggingarinnar kemur. Öðruvísi en venjuleg heimilistrygging Hulda segir mikilvægt að hafa í huga að hamfaratrygging sé eðlisólík hefðbundnum tryggingum, þar sem greitt er út vegna eins og eins tjóns. Sjóður stofnunarinnar, sem stendur í um fimmtíu milljörðum, sé byggður upp til að verja heil samfélög, og jafnvel heila borg ef því er að skipta. „Ef að eigin áhættan í svoleiðis tjóni er sambærileg við það sem þú ert með í venjulegri fjölskyldutryggingu, þá getur óverulegt tjón á mjög mörgum eignum klárað þennan mikilvæga sjóð okkar Íslendinga.“ Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Tryggingar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Opna þjónustumiðstöð Almannavarna Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð mun opna þjónustumiðstöð í Neskaupstað á morgun. Verkefni miðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem fundið hafa fyrir áhrifum vegna snjóflóða. Sálrænn stuðningur verður í boði. 2. apríl 2023 10:43 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Sjá meira
Fulltrúar Náttúruhamfaratrygginga fóru til Neskaupstaðar á þriðjudag og ræddu við íbúa sem urðu fyrir verulegu tjóni vegna snjóflóðs sem féll á bæinn á mánudag, og fóru yfir reglur um trygginguna með þeim. RÚV greinir frá því að nokkurrar óánægju hafi gætt meðal sumra íbúa, með þær fréttir að þeir þyrftu að bera hluta tjóns síns sjálfir, minnst sex hundruð þúsund krónur. „Þetta eru náttúrulega bara lög sem ákveða það hver eigin áhætta er og það sem verið er að hugsa um er fyrst og fremst það að það sé verið að tryggja samfélagið þannig fyrir tjóni að það sé hægt að tryggja endurreisn samfélags þegar stór tjón hafa átt sér stað,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.Aðsend Fyrst og fremst sé horft til þess að heildartjón sé bætt að stórum hluta, meðal annars til að koma í veg fyrir að fólk missi eignir sínar. Um er að ræða tíu íbúðir tveggja fjölbýlishúsa. „Þær eru hafa orðið fyrir mjög mismiklu tjóni. Verulegu tjóni á neðri hæðunum en minna tjóni á efri hæðunum.“ Í sex til átta íbúðum hafi þá orðið innbústjón. Eigin áhætta vegna tjóns á íbúðunum sjálfum er að lágmarki fjögur hundruð þúsund krónur, en tvö hundruð þúsund krónur vegna innbús. Því geta íbúar þurft að standa straum af sex hundruð þúsund króna kostnaði áður en til kasta hamfaratryggingarinnar kemur. Öðruvísi en venjuleg heimilistrygging Hulda segir mikilvægt að hafa í huga að hamfaratrygging sé eðlisólík hefðbundnum tryggingum, þar sem greitt er út vegna eins og eins tjóns. Sjóður stofnunarinnar, sem stendur í um fimmtíu milljörðum, sé byggður upp til að verja heil samfélög, og jafnvel heila borg ef því er að skipta. „Ef að eigin áhættan í svoleiðis tjóni er sambærileg við það sem þú ert með í venjulegri fjölskyldutryggingu, þá getur óverulegt tjón á mjög mörgum eignum klárað þennan mikilvæga sjóð okkar Íslendinga.“
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Tryggingar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Opna þjónustumiðstöð Almannavarna Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð mun opna þjónustumiðstöð í Neskaupstað á morgun. Verkefni miðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem fundið hafa fyrir áhrifum vegna snjóflóða. Sálrænn stuðningur verður í boði. 2. apríl 2023 10:43 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Sjá meira
Opna þjónustumiðstöð Almannavarna Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð mun opna þjónustumiðstöð í Neskaupstað á morgun. Verkefni miðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem fundið hafa fyrir áhrifum vegna snjóflóða. Sálrænn stuðningur verður í boði. 2. apríl 2023 10:43
Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33