Harma mikla blóðtöku fyrir Keflavík: „Dómarinn ætti bara að skammast sín“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2023 10:31 Bræðurnir Hjalti Þór og Hörður Axel Vilhjálmssynir voru bálreiðir eftir að Hörður fékk brottvísunina. Stöð 2 Sport „Þetta er svo vitavonlaust og galið að maður á eiginlega ekki til orð,“ sagði Sævar Sævarsson í Subway Körfuboltakvöldi um þá ákvörðun dómara að vísa Herði Axel Vilhjálmssyni úr húsi eftir að leik Keflavíkur og Njarðvíkur lauk í síðustu viku. Liðin mættust í grannaslag í lokaumferð Subway-deildarinnar og var Hörður mættur aftur í lið Keflavíkur eftir meiðsli, og sýndi liðið mikil batamerki frá síðustu leikjum. Ef að ekkert óvænt gerist á fundi aganefndar KKÍ í dag verður Hörður hins vegar ekki með Keflavík gegn Tindastóli á miðvikudag, í fyrsta leik í úrslitakeppninni, vegna leikbanns. Hann reyndi að fá dæmd á sig villu þegar um sjö sekúndur voru eftir af leiknum við Njarðvík en dómararnir létu leikinn ganga og Njarðvíkingar skoruðu þriggja stiga sigurkörfu. Hörður var reiður eftir leik og lét dómarann Jakob Árna Ísleifsson vita af því. Annar dómari, Davíð Tómas Tómasson, kom svo að og sendi Hörð úr húsi: „Þarna kemur Davíð Tómas og rekur hann út úr húsi. Beinn brottrekstur sem verður þá alltaf bann. Þarna er Hjalti þá að tala um að Hörður verði ekki með þeim í úrslitakeppninni og verður mjög reiður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í Subway Körfuboltakvöldi en Hjalti varð illur yfir brottrekstri bróður síns og grýtti tússtöflu sinni í gólfið svo hún brotnaði, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hneykslaðir á brottrekstri Harðar Sævar vildi ekki útiloka að dómarar leiksins myndu sjá eftir atburðarásinni og vilja sleppa Herði við leikbann en Hermann Hauksson, sem einnig var sérfræðingur í þættinum, sagði það útilokað. Hermann sagði augljóst að um mikla blóðtöku væri að ræða fyrir Keflavík: „Vægt til orða tekið. Í þessum leik sá ég rosalega mikil batamerki á leik Keflavíkur og það gerist fyrst og fremst með góðum varnarleik, sem Hörður stýrir. Hann stýrir sóknarleiknum líka vel. Þarna fannst mér við sjá Keflavíkurliðið sem við höfum séð fyrr í vetur spila góðan bolta. Svo kemur þetta eftir leik. Fyrir mér er þetta óafsakanlega lélegur dómur. Hann ætti bara að skammast sín dómarinn, fyrir að henda honum út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Hermann og hélt áfram: „Það er ekkert að frétta. Hann er að tala við dómarann og miðað við það sem við sjáum af þessu þá er sá dómari ekki einu sinni að reyna að ýta Herði frá sér og segja honum að stoppa. Auðvitað er hiti í leikmönnum. Þetta er „El Clásico“ og hann vinnst á síðasta skoti. Haldið þið að menn dragi bara andann og hugsi: „Jæja, tökum bara næsta leik.“ Það er bara ekki séns. Leyfið mönnum, andskotinn hafi það, aðeins að blása. Ekki koma inn í umræðuna og henda manninum út úr húsi.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Liðin mættust í grannaslag í lokaumferð Subway-deildarinnar og var Hörður mættur aftur í lið Keflavíkur eftir meiðsli, og sýndi liðið mikil batamerki frá síðustu leikjum. Ef að ekkert óvænt gerist á fundi aganefndar KKÍ í dag verður Hörður hins vegar ekki með Keflavík gegn Tindastóli á miðvikudag, í fyrsta leik í úrslitakeppninni, vegna leikbanns. Hann reyndi að fá dæmd á sig villu þegar um sjö sekúndur voru eftir af leiknum við Njarðvík en dómararnir létu leikinn ganga og Njarðvíkingar skoruðu þriggja stiga sigurkörfu. Hörður var reiður eftir leik og lét dómarann Jakob Árna Ísleifsson vita af því. Annar dómari, Davíð Tómas Tómasson, kom svo að og sendi Hörð úr húsi: „Þarna kemur Davíð Tómas og rekur hann út úr húsi. Beinn brottrekstur sem verður þá alltaf bann. Þarna er Hjalti þá að tala um að Hörður verði ekki með þeim í úrslitakeppninni og verður mjög reiður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í Subway Körfuboltakvöldi en Hjalti varð illur yfir brottrekstri bróður síns og grýtti tússtöflu sinni í gólfið svo hún brotnaði, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hneykslaðir á brottrekstri Harðar Sævar vildi ekki útiloka að dómarar leiksins myndu sjá eftir atburðarásinni og vilja sleppa Herði við leikbann en Hermann Hauksson, sem einnig var sérfræðingur í þættinum, sagði það útilokað. Hermann sagði augljóst að um mikla blóðtöku væri að ræða fyrir Keflavík: „Vægt til orða tekið. Í þessum leik sá ég rosalega mikil batamerki á leik Keflavíkur og það gerist fyrst og fremst með góðum varnarleik, sem Hörður stýrir. Hann stýrir sóknarleiknum líka vel. Þarna fannst mér við sjá Keflavíkurliðið sem við höfum séð fyrr í vetur spila góðan bolta. Svo kemur þetta eftir leik. Fyrir mér er þetta óafsakanlega lélegur dómur. Hann ætti bara að skammast sín dómarinn, fyrir að henda honum út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Hermann og hélt áfram: „Það er ekkert að frétta. Hann er að tala við dómarann og miðað við það sem við sjáum af þessu þá er sá dómari ekki einu sinni að reyna að ýta Herði frá sér og segja honum að stoppa. Auðvitað er hiti í leikmönnum. Þetta er „El Clásico“ og hann vinnst á síðasta skoti. Haldið þið að menn dragi bara andann og hugsi: „Jæja, tökum bara næsta leik.“ Það er bara ekki séns. Leyfið mönnum, andskotinn hafi það, aðeins að blása. Ekki koma inn í umræðuna og henda manninum út úr húsi.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn