Parið fór í rómantíska ferð saman til Rómar nú á dögunum og birti fallegar myndir af sér saman úr ferðinni. Það er greinilegt að parið deilir mikilli ástríðu fyrir ferðalögum því þau heimsóttu einnig Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum.
Egill Fannar er annar eigandi Gorilla vöruhúss og fyrirtækisins Wake Up Reykjavík. Hann var áður í sambandi með fegurðardrottningunni Tönju Ýr Ástþórsdóttur. Þau hættu saman árið 2021 eftir tíu ára samband.
Fyrirsætan Íris Freyja keppti í Miss Universe Iceland árið 2021. Hún lenti í 2. sæti og var valin Miss Supranational Iceland.