„Verður hægt og rólega að gufu sem stendur ekki fyrir neitt” Máni Snær Þorláksson skrifar 3. apríl 2023 16:05 Helgi Áss Grétarsson segir pólitíska rétthugsun hafa náð tökum á umhverfinu í íslenskum háskólum. Arnar Halldórsson Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill meina að pólitísk rétthugsun hafi náð tökum á umhverfinu í háskólum landsins. Hann segir mikilvægt að fólk þori að standa með sjálfu sér. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í máli hans í Podcasti Sölva Tryggvasonar en Helgi er nýjasti gestur hlaðvarpsins. Hann er á því að það sé skrýtin þróun að eiga sér stað í háskólasamfélaginu. „Ákveðinn hópur hefur náð að ákveða hvað má tala um og hvað ekki,“ segir hann. „Oft er komið í veg fyrir að það sé verið að ræða efnisatriði mála og draga þannig úr sköpun. Það má ræða mjög neikvætt um suma málaflokka og sumt fólk, en ef það væri í hina áttina yrði fólk bara grillað á teini. Prinsippið í akademísku umhverfi á að vera frjáls tjáning og frjálst flæði hugmynda. Ég var í stuttu máli farinn að upplifa það að þetta væri alls ekki lengur þannig þegar ég starfaði í háskólunum,“ segir Helgi meðal annars í hlaðvarpinu. Vill standa með eigin sannfæringu Helgi segir að það sé hans reynsla af háskólasamfélaginu sé sú að ef hann gaf eftir sinn karakter þá hafi hann verið að brjóta sjálfan sig niður. Það gangi ekki til lengdar: „Ég varð fyrir reynslu sem kenndi mér að ég vil aldrei aftur láta annað fólk segja mér fyrir hvað ég á að standa eða þegja ef ég veit að það er mikilvægt að tjá sig. Með lífsreynslunni hef ég lært að maður verður stundum að þora að vera hugrakkur og standa með eigin sannfæringu, þó að það kosti að einhverjir verði brjálaðir og segi eitthvað neikvætt um mann.“ Þá segir hann að ef fólk er tilbúið að gefa eftir af sínum karakter til að gera lífið þægilegra þá molni hægt og sígandi undan skapgerðinni. „Maður verður hægt og rólega að gufu sem stendur ekki fyrir neitt!” Hugnast ekki að einstaklingar séu gerðir hluti af hópi Helgi hefur skrifað pistla í gegnum tíðina sem hafa reynst umdeildir. Hann segir mikilvægt að fólk þori að standa með sjálfu sér. Einnig hugnast honum ekki sú þróun að einstaklingar séu gerðir hluti af hópi. „Þegar fólk fer of langt í hóphugsun eru öfgarnar oft stutt undan. Þá vill fólk oft fara mjög langt í dyggðarskreytingum til þess að fá viðurkenningu frá hópnum sem það telur sig tilheyra og hikstar ekki við að kasta öllum eðlilegum viðmiðum í siðuðum samskiptum.“ Þá fullyrðir hann að „öfgasamtök og mestu öfgar mannkynssögunnar“ hafi orðið til í andrúmslofti sem þessu. „Við getum ekki bara hent þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um ef tíðarandinn er þannig að fólk vill fá tímabundnar vinsældir. Hver og einn verður að velja fyrir sig hvaða orrustum er rétt að taka þátt í, en það er mikilvægt að fólk þegi ekki bara og láti háværan hóp stýra allri umræðu.” Óvinsælar ákvarðanir Sem fyrr segir er Helgi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann segist vilja standa fyrir það í stjórnmálum að þora að vera hugrakkur. Það felist jafnvel í því að taka óvinsælar ákvarðanir. Það sé mikilvægt að stjórnmálafólk gefi ekki afslátt af sannfæringu sinni. „Til dæmis gengur ekki að reka hið opinbera endalaust á lánum og á óábyrgan hátt. Það þýðir að stjórnmálamenn þurfa stundum að þora að taka óvinsælar ákvarðanir ef þeir vita að það er betra til lengri tíma litið. Ég vil í störfum mínum í stjórnmálum sýna það að fólk geti treyst því að ég standi með sannfæringu minni.” Háskólar Podcast með Sölva Tryggva Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í máli hans í Podcasti Sölva Tryggvasonar en Helgi er nýjasti gestur hlaðvarpsins. Hann er á því að það sé skrýtin þróun að eiga sér stað í háskólasamfélaginu. „Ákveðinn hópur hefur náð að ákveða hvað má tala um og hvað ekki,“ segir hann. „Oft er komið í veg fyrir að það sé verið að ræða efnisatriði mála og draga þannig úr sköpun. Það má ræða mjög neikvætt um suma málaflokka og sumt fólk, en ef það væri í hina áttina yrði fólk bara grillað á teini. Prinsippið í akademísku umhverfi á að vera frjáls tjáning og frjálst flæði hugmynda. Ég var í stuttu máli farinn að upplifa það að þetta væri alls ekki lengur þannig þegar ég starfaði í háskólunum,“ segir Helgi meðal annars í hlaðvarpinu. Vill standa með eigin sannfæringu Helgi segir að það sé hans reynsla af háskólasamfélaginu sé sú að ef hann gaf eftir sinn karakter þá hafi hann verið að brjóta sjálfan sig niður. Það gangi ekki til lengdar: „Ég varð fyrir reynslu sem kenndi mér að ég vil aldrei aftur láta annað fólk segja mér fyrir hvað ég á að standa eða þegja ef ég veit að það er mikilvægt að tjá sig. Með lífsreynslunni hef ég lært að maður verður stundum að þora að vera hugrakkur og standa með eigin sannfæringu, þó að það kosti að einhverjir verði brjálaðir og segi eitthvað neikvætt um mann.“ Þá segir hann að ef fólk er tilbúið að gefa eftir af sínum karakter til að gera lífið þægilegra þá molni hægt og sígandi undan skapgerðinni. „Maður verður hægt og rólega að gufu sem stendur ekki fyrir neitt!” Hugnast ekki að einstaklingar séu gerðir hluti af hópi Helgi hefur skrifað pistla í gegnum tíðina sem hafa reynst umdeildir. Hann segir mikilvægt að fólk þori að standa með sjálfu sér. Einnig hugnast honum ekki sú þróun að einstaklingar séu gerðir hluti af hópi. „Þegar fólk fer of langt í hóphugsun eru öfgarnar oft stutt undan. Þá vill fólk oft fara mjög langt í dyggðarskreytingum til þess að fá viðurkenningu frá hópnum sem það telur sig tilheyra og hikstar ekki við að kasta öllum eðlilegum viðmiðum í siðuðum samskiptum.“ Þá fullyrðir hann að „öfgasamtök og mestu öfgar mannkynssögunnar“ hafi orðið til í andrúmslofti sem þessu. „Við getum ekki bara hent þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um ef tíðarandinn er þannig að fólk vill fá tímabundnar vinsældir. Hver og einn verður að velja fyrir sig hvaða orrustum er rétt að taka þátt í, en það er mikilvægt að fólk þegi ekki bara og láti háværan hóp stýra allri umræðu.” Óvinsælar ákvarðanir Sem fyrr segir er Helgi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann segist vilja standa fyrir það í stjórnmálum að þora að vera hugrakkur. Það felist jafnvel í því að taka óvinsælar ákvarðanir. Það sé mikilvægt að stjórnmálafólk gefi ekki afslátt af sannfæringu sinni. „Til dæmis gengur ekki að reka hið opinbera endalaust á lánum og á óábyrgan hátt. Það þýðir að stjórnmálamenn þurfa stundum að þora að taka óvinsælar ákvarðanir ef þeir vita að það er betra til lengri tíma litið. Ég vil í störfum mínum í stjórnmálum sýna það að fólk geti treyst því að ég standi með sannfæringu minni.”
Háskólar Podcast með Sölva Tryggva Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira