Íslenskur kokkanemi vann Masterchef í Noregi Máni Snær Þorláksson skrifar 3. apríl 2023 15:58 Róbert Ómarsson stóð uppi sem sigurvegari í Masterchef - Unge Talenter. Aðsend Róbert Ómarsson, Íslendingur sem búsettur er í Noregi, stóð uppi sem sigurvegari í Masterchef – Unge Talenter í Noregi. Hann er á þriðja ári í kokkanáminu og starfar sem kokkanemi á Michelin-veitingastað í Osló. „Þetta var geðveikt,“ segir Róbert um keppnina í samtali við blaðamann. Hugmyndin um að keppa í Masterchef kom þegar hann var að taka þátt í skólakeppni í eldamennsku. Á þessari keppni var stödd kona sem var að tala um Masterchef og auglýsa keppnina. Róbert og vinir hans töluðu saman um að skrá sig í keppnina þar sem hún fór fram og var tekin upp á meðan þau voru í sumarfríi í fyrra. Það endaði þó með að Róbert var sá eini í vinahópnum sem tók þátt þar sem hin í hópnum ákváðu að vinna um sumarið. Það reyndist gæfurík ákvörðun því Róbert stóð uppi sem sigurvegari. Hann er í dag átján ára gamall en var sautján ára þegar þáttaröðin var tekin upp í fyrra. Um er að ræða Masterchef keppni fyrir ungmenni. Verðlaunin fyrir að vinna keppnina voru síðan ekki af verri endanum: „Ég vann ferð til Frakklands á Bocuse d‘Or, stærstu kokkakeppni í heimi,“ segir hann. Róbert eldar hér einn af þeim réttum sem komu honum í úrslit Masterchef - Unge Talenter.Aðsend Skemmtilegast að elda fyrir besta unga kokk í heimi Róbert segir að keppnin og allt í kringum hana hafi verið skemmtilegt. Upptökudagarnir hafi verið langir en þegar þeim var lokið hafi hann skemmt sér, til að mynda á hótelinu og ströndinni. Honum fannst skemmtilegast að taka upp níunda þáttinn í þáttaröðinni: „Ég kannaðist við kokkinn sem kom þá, ég held að hann hafi unnið besti ungi kokkur í heiminum. Við gerðum nokkra rétti sem hann hefur búið til. Það gekk mjög vel.“ Sem fyrr segir stundar Róbert kokkanám í Noregi. Hann segir námið þar virka þannig að fólk er í fjögur ár í náminu, tvö ár í skóla og svo tvö ár sem nemi á veitingastað. „Ég er á fyrsta ári sem nemi, þannig ég er á þriðja ári og á eitt og hálft ár eftir. Þetta er skemmtilegt á hverjum degi. Ég þekki helling af fólki sem er á sama aldri og ég og er að gera þetta. Við erum bara á fullu í þessu.“ Finnst gaman að prófa eitthvað nýtt Svo virðist vera sem Róbert sé búinn að finna sína hillu í lífinu. Hann starfar nú á Statholdergaarden en sá veitingastaður er með eina Michelin stjörnu. Um er að ræða veitingastað sem sérhæfir sig í franskri og skandinavískri matargerð. Róbert segir þó að hann eigi sér ekki neina eina uppáhalds matargerð: „Mér finnst alltaf gaman að finna eitthvað nýtt og prófa eitthvað nýtt. Ég veit ekki hvort ég sé með eitthvað uppáhald. Þar sem ég er að vinna erum við með svona franskt skandinavískt mix þannig ég geri það alveg helling núna. Við skiptum um matseðil á sex vikna fresti, þannig við breytum alveg oft.“ Róbert virðist hafa fundið sína hillu í lífinu.Aðsend Þá sér hann fyrir sér að búa áfram í Noregi en hann vill líka prófa að elda og búa í fleiri Norðurlöndum. „Ég er búinn að búa í Noregi síðan 2008 þannig ég er búinn að vera hérna lengi. Mig langar að vera í Noregi en mig langar líka að prófa að vinna í Svíþjóð, Danmörku og Íslandi.“ Matur Raunveruleikaþættir Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
„Þetta var geðveikt,“ segir Róbert um keppnina í samtali við blaðamann. Hugmyndin um að keppa í Masterchef kom þegar hann var að taka þátt í skólakeppni í eldamennsku. Á þessari keppni var stödd kona sem var að tala um Masterchef og auglýsa keppnina. Róbert og vinir hans töluðu saman um að skrá sig í keppnina þar sem hún fór fram og var tekin upp á meðan þau voru í sumarfríi í fyrra. Það endaði þó með að Róbert var sá eini í vinahópnum sem tók þátt þar sem hin í hópnum ákváðu að vinna um sumarið. Það reyndist gæfurík ákvörðun því Róbert stóð uppi sem sigurvegari. Hann er í dag átján ára gamall en var sautján ára þegar þáttaröðin var tekin upp í fyrra. Um er að ræða Masterchef keppni fyrir ungmenni. Verðlaunin fyrir að vinna keppnina voru síðan ekki af verri endanum: „Ég vann ferð til Frakklands á Bocuse d‘Or, stærstu kokkakeppni í heimi,“ segir hann. Róbert eldar hér einn af þeim réttum sem komu honum í úrslit Masterchef - Unge Talenter.Aðsend Skemmtilegast að elda fyrir besta unga kokk í heimi Róbert segir að keppnin og allt í kringum hana hafi verið skemmtilegt. Upptökudagarnir hafi verið langir en þegar þeim var lokið hafi hann skemmt sér, til að mynda á hótelinu og ströndinni. Honum fannst skemmtilegast að taka upp níunda þáttinn í þáttaröðinni: „Ég kannaðist við kokkinn sem kom þá, ég held að hann hafi unnið besti ungi kokkur í heiminum. Við gerðum nokkra rétti sem hann hefur búið til. Það gekk mjög vel.“ Sem fyrr segir stundar Róbert kokkanám í Noregi. Hann segir námið þar virka þannig að fólk er í fjögur ár í náminu, tvö ár í skóla og svo tvö ár sem nemi á veitingastað. „Ég er á fyrsta ári sem nemi, þannig ég er á þriðja ári og á eitt og hálft ár eftir. Þetta er skemmtilegt á hverjum degi. Ég þekki helling af fólki sem er á sama aldri og ég og er að gera þetta. Við erum bara á fullu í þessu.“ Finnst gaman að prófa eitthvað nýtt Svo virðist vera sem Róbert sé búinn að finna sína hillu í lífinu. Hann starfar nú á Statholdergaarden en sá veitingastaður er með eina Michelin stjörnu. Um er að ræða veitingastað sem sérhæfir sig í franskri og skandinavískri matargerð. Róbert segir þó að hann eigi sér ekki neina eina uppáhalds matargerð: „Mér finnst alltaf gaman að finna eitthvað nýtt og prófa eitthvað nýtt. Ég veit ekki hvort ég sé með eitthvað uppáhald. Þar sem ég er að vinna erum við með svona franskt skandinavískt mix þannig ég geri það alveg helling núna. Við skiptum um matseðil á sex vikna fresti, þannig við breytum alveg oft.“ Róbert virðist hafa fundið sína hillu í lífinu.Aðsend Þá sér hann fyrir sér að búa áfram í Noregi en hann vill líka prófa að elda og búa í fleiri Norðurlöndum. „Ég er búinn að búa í Noregi síðan 2008 þannig ég er búinn að vera hérna lengi. Mig langar að vera í Noregi en mig langar líka að prófa að vinna í Svíþjóð, Danmörku og Íslandi.“
Matur Raunveruleikaþættir Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira