Sumarbústaður við Laugarvatn brann til kaldra kola Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. apríl 2023 18:21 Aðstæður voru krefjandi þegar slökkvilið bar að garði. Aðsend Sumarbústaður í landi Snorrastaða við Laugarvatn varð alelda í morgun og er nú gjörónýtur. Engin slys urðu á fólki að sögn slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu en aðstæður á vettvangi voru nokkuð erfiðar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi brunans. Í samtali við Vísi segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu að tilkynning um eld hafi borist frá Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Á þessu svæði er mikil skógrækt og þéttur skógur. Við sendum lið á staðinn frá Laugarvatni og Reykholti, og tankbíl frá Hveragerði og Selfossi. Bústaðurinn var alelda þegar við mættum á vettvang.“ Sumarhúsið var alelda þegar slökkilið mætti á vettvang.Aðsend Rigningin kom á réttum tíma Að sögn Péturs voru aðstæður á vettvangi afar krefjandi, en rignt hafði um nóttina. „Bústaðurinn er ofarlegar í hlíðinni, en vegirnir þar eru mjög slæmir og bera illa svona bíla. Sérstaklega þegar það er svona blautt, þá er þetta raun bara þunnt malarlag ofan á drullu og það veldur því að bílarnir sökkva niður og vegirnir bera ekki tækin sem við erum með.“ Pétur segir það hafa verið forgangsmál að bleyta gróður í kringum bústaðinn þegar það var hægt. Bústaðurinn var byggður árið 1994 og er nú gjörónýtur.Aðsend „Við höfðum mestar áhyggjur af útbreiðslunni og þurftum að einblína á að draga úr líkum á gróðureldi. Þegar það er gróðureldur þá eru miklu fleiri sumarhús í hættu. En síðan fór að rigna, þannig að við þökkum fyrir það.“ Að sögn Péturs var aðgerðum slökkviliðsins lokið um hálf fjögur leytið í dag. Ekki er hægt að segja til um upptök eldsins á þessari stundu. „Við erum með fagmenn og þetta hafðist að lokum. Það voru engin slys á fólki eða manntjón og við fögnum því að sjálfsögðu.“ Pétur bendir á að víða á sumarbústaðasvæðum geti aðstæður verið krefjandi fyrir slökkviliðsmenn. „Það er ágætt að benda fólki á að það getur verið erfitt fyrir okkur að komast á staðinn og það getur valdið því að hjálpin er lengur að berast. Það er mikilvægt að sumarbústaðaeigendur hafi það hugfast að það getur tafið fyrir okkur ef vegir eru slæmir, eða ef trjágróður er fyrir á veginum.“ Ekki er vitað um eldsupptök á þessari stundu.Aðsend Gífurlegt áfall Birgitta Thorsteinson og eiginmaður hennar, Magnús G. Benediktsson byggðu bústaðinn fyrir hartnær þremur áratugum. Í samtali við Vísi segir Birgitta að áfallið sé ólýsanlegt. „Við erum bara eyðilögð. Það er bara eins og heimurinn hafi hrunið. Það eru óteljandi minningar tengdar bústaðnum. Foreldrar mínir byggðu sumarhús í Miðdal árið 1959 og síðan byggjum við hús á okkar landi árið 1994. Það er allt farið.“ Slökkvilið Bláskógabyggð Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu að tilkynning um eld hafi borist frá Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Á þessu svæði er mikil skógrækt og þéttur skógur. Við sendum lið á staðinn frá Laugarvatni og Reykholti, og tankbíl frá Hveragerði og Selfossi. Bústaðurinn var alelda þegar við mættum á vettvang.“ Sumarhúsið var alelda þegar slökkilið mætti á vettvang.Aðsend Rigningin kom á réttum tíma Að sögn Péturs voru aðstæður á vettvangi afar krefjandi, en rignt hafði um nóttina. „Bústaðurinn er ofarlegar í hlíðinni, en vegirnir þar eru mjög slæmir og bera illa svona bíla. Sérstaklega þegar það er svona blautt, þá er þetta raun bara þunnt malarlag ofan á drullu og það veldur því að bílarnir sökkva niður og vegirnir bera ekki tækin sem við erum með.“ Pétur segir það hafa verið forgangsmál að bleyta gróður í kringum bústaðinn þegar það var hægt. Bústaðurinn var byggður árið 1994 og er nú gjörónýtur.Aðsend „Við höfðum mestar áhyggjur af útbreiðslunni og þurftum að einblína á að draga úr líkum á gróðureldi. Þegar það er gróðureldur þá eru miklu fleiri sumarhús í hættu. En síðan fór að rigna, þannig að við þökkum fyrir það.“ Að sögn Péturs var aðgerðum slökkviliðsins lokið um hálf fjögur leytið í dag. Ekki er hægt að segja til um upptök eldsins á þessari stundu. „Við erum með fagmenn og þetta hafðist að lokum. Það voru engin slys á fólki eða manntjón og við fögnum því að sjálfsögðu.“ Pétur bendir á að víða á sumarbústaðasvæðum geti aðstæður verið krefjandi fyrir slökkviliðsmenn. „Það er ágætt að benda fólki á að það getur verið erfitt fyrir okkur að komast á staðinn og það getur valdið því að hjálpin er lengur að berast. Það er mikilvægt að sumarbústaðaeigendur hafi það hugfast að það getur tafið fyrir okkur ef vegir eru slæmir, eða ef trjágróður er fyrir á veginum.“ Ekki er vitað um eldsupptök á þessari stundu.Aðsend Gífurlegt áfall Birgitta Thorsteinson og eiginmaður hennar, Magnús G. Benediktsson byggðu bústaðinn fyrir hartnær þremur áratugum. Í samtali við Vísi segir Birgitta að áfallið sé ólýsanlegt. „Við erum bara eyðilögð. Það er bara eins og heimurinn hafi hrunið. Það eru óteljandi minningar tengdar bústaðnum. Foreldrar mínir byggðu sumarhús í Miðdal árið 1959 og síðan byggjum við hús á okkar landi árið 1994. Það er allt farið.“
Slökkvilið Bláskógabyggð Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira