Samkvæmt slökkviliði kom eldurinn upp á annarri hæð húss þar er er að finna gistirými, en eldurinn var bundinn við eitt rými.
Enginn var fluttur á slysadeild til skoðunar, en einhverjir íbúar eru sagðir hafa yfirgefið húsið illa klæddir.
Slökkviliðsmenn voru fljótir að slökkva eldinn og er nú verið að reykræsta og pakka saman.




Fréttin hefur verið uppfærð.