Bein útsending: Ísland gegn áhrifavöldunum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2023 14:51 Áhrifavaldarnir fjórir sem munu tefla á mótinu. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, Reykjavik Open, klárast í dag og í tilefni af því verður blásið til lokaveislu í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Útsláttarhraðskáksmót sem ber yfirskriftina Ísland gegn áhrifavöldunum hefst klukkan 15:30. Einnig er vakt neðst í fréttinni þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála. Það eru þrír skáksnillingar sem sjá um að lýsa mótinu og ræða við keppendur. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, og Birkir Karl Sigurðsson sjá um að að lýsa því sem er í gangi og ræðir Leifur Þorsteinsson við keppendur á milli skáka. Keppendur mótsins eru átta talsins, fjórir koma erlendis frá og fjórir frá Íslandi. Íslensku keppendurnir eru Hjörvar Steinn Grétarsson, Alexander Domalchuk, Hilmir Freyr Heimisson og nýjasti stórmeistari Íslands, Vignir Vatnar Stefánsson. Erlendu keppendurnir eru breski stórmeistarinn Simon Williams, bandaríski alþjóðameistarinn Eric Rosen, kanadíski skákáhrifavaldurinn, eða skákhrifavaldurinn, Alexandra Botez sem er FIDE-meistari kvenna, líkt og hin sænska Anna Cramling sem einnig teflir á mótinu. Útsending hefst klukkan 15:30 og hefjast fyrstu skákirnar á slaginu 16. Hægt er að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan. Þá er hægt að finna vakt neðst í fréttinni þar sem Arnar Milutin Heiðarsson sér um að skrifa hvað er að gerast. Mótið er með einvígisfyrirkomulagi og er óvenjulegt að því leyti að keppendur munu draga númer frá einum til átta í byrjun viðburðarins. Sá sem dregur númer eitt mun tefla tveggja skáka útsláttareinvígi gegn númer tvö og svo framvegis. Á slíkum mótum er yfirleitt tryggt að þeir sterkustu mætast helst síðast en á þessu móti er ekkert slíkt titlatog. Þeir sterkustu geta vel mæst í fyrstu umferð mótsins með tilheyrandi blóðbaði. Verði einvígin jöfn eftir tvær skákir þá verður tefld svokölluð Armageddon-skák þar sem að sá sem hefur hvítt verður að vinna skákina, annars fellur viðkomandi úr leik. Erlendu keppendurnir eru eins og áður segir í hópi vinsælustu skákhrifavalda, eða skákstreymara heims. Sérstaklega gildir það um Önnu Cramling og Alexöndru Botez. Þær hafa streymt skákum sínum frá Reykjavík Open í beinni útsendingu á Twitch-síðum sínum og hafa áhorfendur verið á bilinu tíu til tuttugu þúsund á hverjum tíma á rásum þeirra sem eru ótrúlegar tölur.
Það eru þrír skáksnillingar sem sjá um að lýsa mótinu og ræða við keppendur. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, og Birkir Karl Sigurðsson sjá um að að lýsa því sem er í gangi og ræðir Leifur Þorsteinsson við keppendur á milli skáka. Keppendur mótsins eru átta talsins, fjórir koma erlendis frá og fjórir frá Íslandi. Íslensku keppendurnir eru Hjörvar Steinn Grétarsson, Alexander Domalchuk, Hilmir Freyr Heimisson og nýjasti stórmeistari Íslands, Vignir Vatnar Stefánsson. Erlendu keppendurnir eru breski stórmeistarinn Simon Williams, bandaríski alþjóðameistarinn Eric Rosen, kanadíski skákáhrifavaldurinn, eða skákhrifavaldurinn, Alexandra Botez sem er FIDE-meistari kvenna, líkt og hin sænska Anna Cramling sem einnig teflir á mótinu. Útsending hefst klukkan 15:30 og hefjast fyrstu skákirnar á slaginu 16. Hægt er að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan. Þá er hægt að finna vakt neðst í fréttinni þar sem Arnar Milutin Heiðarsson sér um að skrifa hvað er að gerast. Mótið er með einvígisfyrirkomulagi og er óvenjulegt að því leyti að keppendur munu draga númer frá einum til átta í byrjun viðburðarins. Sá sem dregur númer eitt mun tefla tveggja skáka útsláttareinvígi gegn númer tvö og svo framvegis. Á slíkum mótum er yfirleitt tryggt að þeir sterkustu mætast helst síðast en á þessu móti er ekkert slíkt titlatog. Þeir sterkustu geta vel mæst í fyrstu umferð mótsins með tilheyrandi blóðbaði. Verði einvígin jöfn eftir tvær skákir þá verður tefld svokölluð Armageddon-skák þar sem að sá sem hefur hvítt verður að vinna skákina, annars fellur viðkomandi úr leik. Erlendu keppendurnir eru eins og áður segir í hópi vinsælustu skákhrifavalda, eða skákstreymara heims. Sérstaklega gildir það um Önnu Cramling og Alexöndru Botez. Þær hafa streymt skákum sínum frá Reykjavík Open í beinni útsendingu á Twitch-síðum sínum og hafa áhorfendur verið á bilinu tíu til tuttugu þúsund á hverjum tíma á rásum þeirra sem eru ótrúlegar tölur.
Skák Reykjavík Reykjavíkurskákmótið Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira